Húnavaka - 01.05.2001, Side 102
100
H Ú N A V A K A
leiknm en drykkfelldur um of. Skáldmæltur var hann og orkti sálma. Þess
vegna á hann ef til vill sæti í 2. flokki þar sem hann er líka kvæntur þeirri
ágætis konu, sem var bæði stórættuð og fékk orð fyrir að bæta úr öllum
brestum manns síns á meðan þau héldust í hjónabandi.
Nágrannaklerkurinn á Breiðabólstað, síra Jón, 57 ára, sem kom 1802
til brauðsins að norðan eftir 10 ára þjónustu þar um slóðir með misjafnt
orð, vel gefinn, smiður, hagmæltur, drykkfelldur og kvenhollur, hlýtur
það hlutskipti að raðast í 5. flokk þótt hann sé nýbúinn að byggja upp
kirkjuna. Viss mótsögn er í því að hafa hann svo neðarlega í röð fyrir
hirðingu prestakalls síns með nýbyggða kirkju.
Þá er nú röðin komin að klerkum austur-sýslunnar. Fyrstan skal þar
telja síra Magnús, 48 ára, í Steinnesi sem vígðist til þjónustu í Skagafirði
1799 og kom þaðan í Þingeyraklaustursprestakall 1811. Honum skipar
prófastur í 4. flokk. Umsögnin um hann, að hann teljist meðalprédikari
í kenningum og kosti allra krafta til að gjöra skyldu sem best svo utan
kirkju sem innan, er dáskemmdleg. Hún veldur því, að í hugann kemur
að prófasti þyki flestir nokkuð góðir þótt hann hafi þurft að flokka þá.
Umsögnin í Islenskum æviskrám um síra Magnús er nefnilega á þessa
leið: „Hann var gáfnatregur og nokkuð málstirður, en stundaði vel störf
sín, sæmilegur búmaður, ljúfmenni og gestrisinn, hneigður til að teikna
og mála.“
I Vatnsdal sitja 2 prestar, síra Páll á Undirfelli, 57 ára, sumpart næst
þeim í 1. flokki, sumpartjafn þeim. Hann vígðist til þjónustu í Mels-
prestakalli 1789 og kom þaðan 1794 í Undirfell. Og síra Páll er engra
eftirbátur í ráðvendni, góðmennsku og siðprýði. Það fellur vel að um-
sögninni í íslenskum æviskrám. Þar segir blátt áfram: „Gáfumaður, góður
klérkur, raddmaður, skáldmæltur, mjög vel látinn."
í Grímstungu situr síra Sigv'aldi, 48 ára, vígður 1800 til aðstoðar föður
sínum í Grímstungu og tekur við staðnum 1809. Hann flokkast í meðal-
klerkaflokkinn þann 4. hjá prófasd og passar það líka vel við umsögn í Is-
lenskum æviskrám. Þar segir: „Var dugnaðarmaður og góður búhöldur,
]trúðmenni og prj'ðilega látinn.“ Vatnsdælir virðast því í betra lagi settir
með sálnahirða.
Úti á Hjaltabakka situr síra Einar, í sama flokki og síra Sigvaldi, 45 ára,
vígður til preststarfa í Norðurárdal 1801 og tekur við Hjaltabakka 1815.
Meðalklerkur í 4. flokki hjá prófasd, fær umsögn í Islenskum æviskrám:
„Ljúfmenni, snotur í öllum prestverkum, góður söngmaður, hagleiks-
maður og bókbindari. Lækningar heppnuðust honum vel.“ Það er varla
bara meðalklerkur sem svo er. En prófastur hefir ekki fengið réttar frá-
sagnir af honum né þekkir mannkosti hans eða þá að síra Einar flytur
einhverjar kenningar sem ekki þóknast prófasti.
Rétt þ)kir mér að taka síra Jón prófast með í kynningu á prestum Hún-