Húnavaka - 01.05.2001, Síða 103
HUNAVAKA
101
vetninga þótt hann hafí sleppt að kynna sig. Hann er ekki nema 43 ára er
hann verður prófastur þegar síra Jónas Benediktsson á Höskuldsstöðum
lætur af því embætti, 80 ára að aldri. Sírajónas átti langa og gifturíka
þjónustuævi hjá Húnvetningum, vígður til Staðarbakka 20. nóvember
1763, fór í Vesturhópshóla 1768, varð prófastur 1782, fór að Höskulds-
stöðum 1785 og lét þar af þjónustu sem prestur 1817 og sem prófastur 9.
nóvember 1818.
Vera má að síra Jóni þyki rétt að láta til sín taka er hann tekur til að
sópa með sínum nýja vendi eftir 36 ára embættisfærslu gamla prófasts-
ins. Hann er jú sonur biskups og biskupsdóttur, uppfóstraður af herra
Hannesi biskupi, móðurbróður sínum og tók vígslu 24 ára. Hann skilar
áreiðanlega vel þjónustu innan kirkju sem utan, bráðgáfaður í námi,
mjög andríkur í kenningum og skáldmæltur, þótt nokkuð kvarti hann
yfir óvegum, illfærum keldum og ofsalegri veðurátt með stórkaföldum.
Næstur er síra Ólafur í Blöndudalshólum, 43 ára, í flokki með öldung-
unum síra Birni og síra Sæmundi og prýðir sitt embætti með ráðvöndu
framferði. Hann hafði gifst ríkri ekkju á Stóru-Giljá og verið frá aldamót-
um með Húnvetningum og vígst til Blöndudalshóla vorið 1807. Umsögn
um hann í Islenskum æviskrám er á þá leið að hann hafi verið góður
kennimaður og söngmaður, breytinn í búnaðarháttum og sérvitur, ljúf-
menni og vel látinn. En hann hafði þó hent það að verða faðir að óekta
barni. En svo skyldurækinn var hann að hann ætlaði á banabeði, mjög
veikur, að fara til að gifta hjón eins og hann hafði lofað.
Næstur honum er síra Björn í Bólstaðarhlíð, fyrstur talinn í 3. flokki,
aldursforseti, orðinn 71 árs. Hann vígðist 1777 aðstoðarprestur á Hofi á
Skaga sem hann þjónaði til 1784 er hann fór til starfa í Bergsstaðapresta-
kall og var búsettur í Bólstaðarhlíð. Um hann segir í Islenskum æviskrám
að hann hafi verið vel gefinn og vel að sér, talinn með bestu kennimönn-
um, glaðlyndur, fjörmaður mikill, búsýslumaður hinn mesti og starfssam-
ur. Samkvæmt því ætti hann að vera í 1. flokki. Ætli prófastur telji ekki
elli réttlæta umsögn sína. Síra Björn er nefndur ættfaðir Bólstaðarhlíðar-
ættar.
Honum næst er að kynna síra Jón, tengdason Björns, 43 ára, á Hösk-
uldsstöðum, sem Hgðist til þess prestakalls 1803. Hann er í 1. flokki og
fær líka þá umsögn í Islenskum æviskrám að hafa þótt hinn merkasti
maður um alla hluti enda hlaut hann 1834 heiðurspening, ærulaun iðni
og hygginda.
Þá er ekki eftir að nefna neinn nema þann sem síðstur er talinn, síra
Arni á Hofi, 66 ára, lengst frá prófasti að ég hygg miðað við fyrri tíma
leiðir. Síra Arni var í uppvexti hjá Bjarna Halldórssyni sýslumanni á Þing-
eyrum og einnig hjá Jóni Ólafssyni í Víðidalstungu, var við búskap i 7 ár
í Vesturhópi m.a. uns hann var vígður til Grímseyjar 1787, 33 ára en kom