Húnavaka - 01.05.2001, Blaðsíða 106
104
H U N A V A K A
20. ágúst, föstudagur. Það má með sanni segja að gjörgæslndeild á sjúkra-
húsi Guðs Parísar (Hotel Dieu Du Paris) sé hálfgerður „vitlausraspítali".
Ekki er meiningin að gera lítið úr starfsfólkinu sem var upp til hópa ynd-
islegt, ákveðið, málglatt og hávaðasamt og gekk í skóm sem gáfu frá sér
slík hljóð að hver venjulegur maður hlaut að vakna þegar gengið var
fram hjá opnu herberginu. Annað var undarlegt að maður vaknaði um
miðja nótt, fólk í hrókasamræðum. Þá hélt maður alltaf að þetta væri
draumur sem maður hefði lent í. Reyndar á þetta \ið um alla dagana og
óþarfí að taka fram að draumurinn var slæmur.
Það er erfítt að greina einstaka daga á gjörgæsludeild, þeir voru í senn
líkir og ólíkir. Margir (nokkrir) einstaklingar settu svip sinn á hana.
„Siggu“ verður getið sérstaklega. „Oklahoma-drengurinn" sem einn dag-
inn kom syngjandi í vinnuna en næsta dag var þyngra í honum. Reyndar
þegar þetta er skrifað er svolítið farið að fenna í gjörgæslusporin. Einn
var þarna piltur, hægur og ljúfur, bjartur yfirlitum. Eg hafði það á tilfmn-
ingunni að á nóttunni færi frarn önnur starfsemi á gjörgæsludeildinni
*(síðar). En það sent stendur upp úr. Talað hátt, skóhljóð.
21. ágúst, laugardagur. „Dagur tekinn rólega.“ Eg man ekki hvort þvag-
leiðarinn var settur upp þennan dag eða á sunnudag en |rað skiptir engu
máli. Mest var ég hissa að það skyldi ekki vera verra. Þvagleiðarinn var
settur vegna þess að ég gat ekki migið í hlandkönnu með heilan her af
kerlingum yfir mér. Má vera að hér sé ég svolítið ósanngjarn.
*Aðeins um það að ég hélt að eitthvað annað samhliða gjörgæslu ætti
sér stað og kemur fram fyrr. Þar sem spítalinn hét Hotel Dieu Du Paris
hélt ég að rekið væri þarna hótel (sem reyndar er fyrir aðstandendur
sjúklinga) og í næsta herbergi við mig væri veitingasalurinn. Eg lýg þ\í
ekki að þegar maður vaknaði á nrorgnana, nóttunni eða hvenær sem var
þá var alltaf svo mikill hávaði líkt og nraður heyrir á matsölustað. Þessar
hugmyndir eru myndaðar áður en ég var fluttur af St. Jean (gjörgæslu-
deild) yfir á St. Landry (almenna deild).
22. ágúst, sunnudagur. Mikið skrambi er búið að stinga mig víða til að
koma upp legg og ná blóðsýnum. Þessir fyrstu dagar einkennast af móðu.
Hávaði, hljóð hvers konar og ég hélt alltaf að ég væri að vakna upp úr
slærnri martröð. Líklega var nótt jressa dags, aðfaranótt mánudagsins, sú
erfiðasta hingað til. Eg vaknaði kl. 4 um nóttina, þvalur, aumur á sál og
líkama, gat mig hvergi hrært. Það er í raun ekki hægt að að lýsa þessu
svo annar skilji til fullnustu. Þú liggur andvaka, helaumur í mjóhrygg og
rassi og getur þig ekki hrært og langt í að starfslið fari í gang.
23. ágúst, mánudagur. Dagurinn þegar allir fóru heim nema við Magga.