Húnavaka - 01.05.2001, Page 108
106
HUNAVAKA
skýrslu og Kate fór heim til London. Löggan haföi með sér ritvél, a.m.k.
30 ára gamla. Litaborðinn slitnaði einu sinni í ritvélinni. Eg spurði lög-
regluna hvort hún þekkti inspector Clúsó. Borðaði sæntilega í kvöld-
matnum. Gert var að sárum mínum á kviðnum og öxl og leist
hjúkrunarfræðingi ekki vel á í fyrstu en brosti að lokum eftir að hún sá
að mál þróuðust í rétta átt. Við Magga gengum út í góða veðrið og ég
losnaði við súrefnið í morgun kl. 6. Mamma hringdi og átti vart orð til að
lýsa ánægju sinni. Attum gott samtal og veit ég að mín móðir gengur
mun glaðari til náða. Annars hefur kvöldið einkennst af miklum hita
þannig að það er aðeins „lillegut" sem breytt er yfir. Það taföist unt
klukkutíma að gefa okkur Tony pilluskannntinn og Bretinn að niðurlot-
um kontinn. Frönsk kerling (sjúklingur) taföi starf sjúkraliða ntikið og
jós yfír þá skömmum og svívirðingum. Meðal annars skilcli maður af orð-
um kellu að við útlendingarnir værum ekki sérlega velkontnir í sjúkra-
hús Guðs Parísar.
26. ágúst, fimmtudagur. Vaknaði rennandi sveittur. Glugginn haföi stað-
ið opinn í alla nótt. Settist frarn á rúmið og eftir nokkrar mínútur birtist
„Kristinn Hugason“ (ekki ósvipaður Kristni Hugasyni fyrrum hrossarækt-
arráðunauti Bændasamtakanna). Bonsjúr sagði Isiddi og rnældi mig ná-
kvæmlega 37 gráðui'. Sjálfum líður mér vel og er ég horfi út um glugga
lítur út fyrir heitan dag. Tony stynur og stynur af verkjum og astminn
leikur hann grátt. „Woopy Goldberg“ strauk hér af gólfum meðan ég sat
í stólnum hennar Möggu og skrifaði. Núna fer allt í gang, fólk streymir
inn á stofuna til að gera hin ýmsu verk. „Larry Johnson" og Guðrún
skiptu á rúmum. Starfstúlka, sem mér gefst ekki ráðrúm til að staðsetja í
tilveruna, setti plastpoka á fætur mér rneðan ég skrifa þessi orð. Skyndi-
lega, eins og hendi er veifað, allir farnir. Tony auminginn stynur enn
þungan undan verkjum þegar klukkan er eitthvað gengin í átta og hefur
beðið um lyf en fær ekki fyrr en reglur sjúkrahússins leyfa. Núna er eins
konar stofugangur. Þrír menn, tveir karlar og ein kona. Þau töluðu bara
við Tony og fóru svo, varla að þau litu við mér aumum, skrifandi úti í
horni og varla að þau hafi sagt „bonsjúr". Sú þýska kont í heimsókn í
morgun og spjallaði \ ið mig um sjúkdóma og fjölskylduaðstæður. Meðan
á því stóð kom hin frábæra maddam F. Beirie til að hreinsa sárin á brjóst-
inu. Þó svo maddam F. Beirie sé ekki glaðleg yfirlitum \ ið fyrstu kynni, þá
er hún brosntild á bak við andlitsgrímuna. Hún sagði að morgundagur-
inn yrði sá síðasti sem þyrfti til að hreinsa sárin. Sú þýska Falkenstein
kom að lokinni hreinsun og yfirfór mig allan, hlustaði mig og kannaði
eðlileg viðbrögð. „Svartur í Sumarhúsum" var í vondu skapi þegar hann
kom með hádegismatinn (bógstykki af fíl í karrýsósu). Magga kom upp
úr hádegismatnum með kiwi og banana og bjargaði að sjálfsögðu hádeg-