Húnavaka - 01.05.2001, Page 113
H U N A V A K A
111
morgunsárið. Núna sit ég í stólnum hennar Möggu og rita þessar línur. Á
þessu augnabliki bíð ég eftir morgunmatnum og klukkan er farin að
halla í tíu eða svo segir Tony a.m.k. I augnablikinu er ég nokkuð sáttur
við tilveruna.
Búið er að bera frant morgunmat og í boði var déskoti gott brauð, sætt
og mjúkt ásamt hinu harðsnúna franskbrauði. I miðjum morgunmatn-
um birtist dr. Raghis ásamt deildarhjúkrunarkonu og bar hann mér þau
tíðindi að ég mætti fara af spítalanum síðdegis, gista á hóteli í nótt, mæta
síðan í fyrramáliö í röntgen og hann útskrifa mig ef allt yrði í lagi. Eg
sagði Raghis að ein vonbrigði væru nóg þannig að ég geri mér engar
væntingar en hef þetta tilboð í huga. Oskar hringdi frá Lux og var hann
á leiðinni í golf. Magga hringdi líka og sagði að enski læknirinn kæmi
um 3 leytið á spítalann. Hjúkkurnar kontu og gerðu að sárum mínum
og líta þau betur út með hverjum deginum sem líður. Jane McCloud
hjúkrunarkona Tonys er mætt á svæðið og stjórnar aðgerðum. Magga
kom kl. 13. Við hjónin héldum út í garð í sólina en vorum stutt. Núna
erum við farin að bíða eftir enska lækninum. Svolítill kvíði er í kalli. I
þessum skrifuðu orðum hringdi mamma og sagði að Marta og Maggi
myndu sækja okkur. Tilkynnti minni kæru móður að Einar Orn (sonur
minn) myndi sækja okkur á flugvöllinn á ntorgun en benti henni jafn-
framt á að allir mættu koma og taka á móti okkur sem vildu. Ekki kemur
sá enski! Sá enski kom og Magga var varla farin þegar fluttur var á stof-
una ungur Frakki í feiknamiklu uppnámi. Ástæðan var að sá sem var með
honum í herbergi barði hann með hækju. Þetta var satt að segja heljar-
innar uppistand og satt best að segja stóð mér ekki á sama, var nánast
skíthræddur. Mikið var ég feginn að Magga var farin því þá veit hún ekki
af þessu. Hún hefði tekið mig með heim á hótelið. 1 sannleika, ástandið
var skelfilegt, vopnagnýr á spítalagangi j^ar sem barist var nteð hækjum.
Af og til féllu jiung högg á herbergisdynar þegar móðir líkamar lentu
þar á en ég held ró minni. Það má ekki gerast að síðasta áfanganum
verði spillt. Eg lýg engu um það að ég hélt að ég myndi eiga friðsælt
kvöld hér á spítalanum, það síðasta vona ég og skal svo vera. En þessi
uppákoma er það hrikalegasta sent fyrir mig hefur komið í þessari spít-
alavist og er það nú ýmislegt sem hefur á dagana drifið. Drengurinn
franski var í svo miklu uppnámi en hann talaði svolitla ensku og það eru
allir í því að róa hann niður. Hann sagðist hafa verið með Indverja á
stofu í viku, „ekkert bros, engar tilfinningar. Af hverju fæ ég ekki að að
vera með svona „nice“ manni eins og þér á stofu?“ Það speglast í þessum
unga pilti sem ég segi seinna frá. Hvílík uppákoma!!! Hingað til hefur
þetta dreift huganum fullkomlega en ef ég mætti ráða, ekki meir, ekki
meir! Dagarnir eru ekki búnir fyrr en þeir eru búnir. En enginn á spítal-
anunt hefur enn haft fyrir þ\í að skýra ástandið fyrir mér. Drengurinn er