Húnavaka - 01.05.2001, Page 120
118
H U NAVAKA
ganga daglega upp á jökulinn með ferðamenn og sást bílalest á leið þar
upp. Miklar byggingar hýstu veitingastaði og sýningarsali með upplýsing-
um og safni nteð m.a. risastóru líkani afjöklinum og næsta umhverfi.
Starfsstúlka á safninu sagði mér að um 5000 gestir kænm að meðaltali á
hverjum degi yfir sumarið. Þennan dag væru komnir um 3000 gestir en
jöklamiðstöðinni væri lokað í október og hún ekki opnuð aftur fi’rr en að
vori.
Fyrri hluti ferðarinnar verður ekki rakinn frekar hér þótt á þeirri leið
bæri ótalmargt fyrir augu í þessu fallega og fjölbreytilega landi.
Landnám íslendinga
Nú víkur sögunni að morgni laugardagsins 23. september þegar leiðin
lá til Markerville þar sem hús Stephans G. Stephanssonar, sem kallað hef-
ur verið KJettaijallaskáldið, skyldi skoðað. Auður, kona Sumarliða, hafði
tekið við fararstjórninni eftir fyrstu viku ferðarinnar en þá viku var hún
með öðrum hópi Islendinga. Sumarliði var áfram með okkur því að það
var eitt sæti laust í rútunni og hann hafði ekki áður farið alla þá leið er
við áttum fyrir höndum síðustu \ iku ferðarinnar.
Skammt frá húsi Stephans G. var skilti sem á var letrað:
„Islenskt landnám: Þann 27. júní 1888 komu fimmtíu Islendingar,
menn, konur og börn, frá Norður-Dakota fylki, á ákvörðunarstað með-
fram bökkum Medicine árinnar. Þetta var þriðja tilraun, sumra þeirra,
til að öðlast staðfestu í Norður-Ameríku, frá þ\-í þeir yfirgáfu ættjörðina á
árunum milli 1870 og 1880. En hér voru þeir um kyrrt og brátt bættust
fleiri samlandar þeirra í hópinn til að taka þátt í brautryðjendastarfmu í
vesturfylkjum Kanada. I þorpinu Markerville, hér nálægt, blómgast
þeirra stolta hefð enn þann dag í dag.“
Þegar komið var að húsi skáldsins stóðu þar fyrir dyrum úti miðaldra
kona og ung stúlka sem Auður fararstjóri hafði fengið til að sýna okkur
húsið en það er ekki opið fyrir almenning nema sumarmánuðina. Húsið
er frekar lítið meö nokkuð bröttu risi. Fyrst byggði skáldið t\’ö herbergi
árið 1889 en síðan hefur verið byggt við það oftar en einu sinni. Skipta
þurfti hópnum til að fara inn í húsið til skoðunar og máttu mest 11
manns fara í einu. Unga stúlkan var leiðsögumaður hópsins sem ég lenti
í. Hún sagði okkur að húsið hefði verið opið í sumar og margt gesta kom-
ið að skoða það. 1 hverju herbergi var allt haft sem líkast og það var á
tímum Klettafjallaskáldsins, sömu munir eða eftirlíkingar þeirra. Til
dæmis fengu afkomendur hans upphlut konu hans en efdrlíking var
gerð af silfrinu og búningnum sem er til sýnis. Móðir Stephans bjó hjá
þeim og fékk stærsta herbergið sem þó var ekki stærra en svo að hægt