Húnavaka - 01.05.2001, Page 129
GUÐRUN ANGANTODOTTIR, Skagaströnd:
Berjaferðin
Það var sól og sumar og berin sprotdn því þetta var í ágústmánuði. Tvær
8 eða 9 ára systur í stuttum, rósóttum kjólum komu hlaupandi til ömmu
sinnar.
- Annna, amma, megum við fara á berjamó, það er svo gott veður?,
spurðu þær. - Já, já. Hvaða asi er nú þetta, sagði amma þeirra, en fyrst
verðið þið að fá ykkur að borða.
Systurnar borðuðu á „fyrra fallinu“, síðan þurftu þær að klæða sig bet-
ur því það var ekki víst að sólin og hitinn yrði allan daginn. Því næst
lögðu þær af stað með sína berjafötuna hvor. Pabbi þeirra hafði nýlega
gefíð þeim berjaföturnar, önnur átti bláa en hin græna fötu. Þær voru
úr einhverjum málmi því þetta var áður en plastið kom til sögunnar og
ekkert lok var á þeim. Þær voru líka með ferkantaðan kakóbauk sem á
stóð Rowntree's cocoa. A bauknum var mynd af fallegri stúlku með bakka
í höndum, kanna á bakkanum og líklega ilmandi kakó í könnunni. Það
lá við að systurnar fvndu lyktina af kakóinu. I kakóbaukinn átti að tína
bláber.
Systurnar gengu í suðurátt frá litla húsinu þeirra sem stóð við sjóinn
og síðan upp Flóagötu, fuglarnir sungu og ilmur var í loftinu. Síðan
beygðu þær til norðurs og fóru núna Jónatansstræti. Þar var Jónatan
Jónsson að slá og var mikið gras á túninu hans. Systurnar gengu hægt og
horfðu á Jónatan slá, það heyrðist hviss í ljánum er hann skar í sundur
Guðrún Angantýsdóttir er fædd 3. febrúar 1940 að
Ytra-Mallandi á Skaga. Foreldrar hennar eru Jóhanna
Jónasdóttir og Angantýr Jónsson. Er Guðrún var á öðru
ári fluttu foreldrar hennar að Fjalli í Skagahreppi og
þaðan inn á Skagaströnd er húsið að Fjalli brann. Flutti
Guðrún ásamt tvíburasystur sinni, Sigurbjörgu, inn í
húsið Fjallsminni er faðir hennar byggði. Foreldrar
hennar slitu sam\ristum og voru þær systur eftir það hjá
föður sínum en tveim árum seinna fluttu þær ásamt
móðurömmu sinni í húsið Bræðraminni og ólust þar
upp.
Eiginmaður Guðrúnar er Indriði Hjaltason, fæddur
13. ágúst 1930 á Siglufirði. Þau hjón búa á Skagaströnd og eiga 4 börn.