Húnavaka - 01.05.2001, Side 130
128
HUNAVAKA
grasið frá rótínni. Allt í einu hætti hann að slá, tók ljáinn frá orfinu og
gekk heim að húsinu með ljáinn. Fyrir framan húsið var hverfisteinn og
fór Jónatan að leggja á Ijáinn.
Fyrir neðan og utan götuna var Olafur Guðmundsson í Brautarholti
að slá. Hann var með fötu hjá sér með vatni í og þar geymdi hann brýn-
ið sitt. Oft stoppaði hann og tók brýnið og brýndi ljáinn. Þetta þurftu
systurnar að horfa á nokkra stund. Svo kom móðir hans út með hrífú og
fór að raka saman heyi og rifja smáflekk. Hún hét Elísabet Ferdinants-
dóttir og var orðin fullorðin, klædd í svart, sítt pils með ljósa svuntu utan
yfir pilsinu og í dökkri peysu nteð ljósleitan skýluklút á höfði. Heima við
bæinn stóð kona Olafs, hún Þuríður Jakobsdóttir. Hún gekk við staf og
gat því ekki tekið jrátt í heyskapnum. Hún var alltaf í svo fínum kjólum,
fallegar svuntur átti hún og var með fTna brjóstnál í kjólbarminum.
Afram héldu systurnar og nú aðalgötuna upp úr bænum. Alls staðar á
túnum í kring var fólk í heyskap. Eftir nokkra stund kornu þær að Kerl-
ingarholtinu, jrær höfðu einhvern tírna heyrt að þar liefði orðið kona úti
fyrir langa löngu og héti lioltið eftir henni.
Næst lá leiðin heim að hliðinu á Spákonufelli. Þær gengu heim tröð-
ina. En hvað þetta var skrýtið, heimtröðin var sums staðar svo há að |>ær
sáu bara upp í heiðan himin en ekki bæinn á Spákonufelli.
Þegar þær konm upp úr tröðinni sáu þær Dagnýju Guðmundsdóttur
húsmóður að raka úti á túni og fóru þær til hennar. Hún var oft búin að
segja þeim að þær ættu alltaf að koma við hjá sér ef þær færu á berjamó.
Dagný var í ljósum kjól, með hvíta svuntu og Ijósa slæðu á höfði. Systurn-
ar heilsuðu henni, hún tók kveðju þeirra hlýlega og vildi að jjær kæmu
inn í bæ og fengu sér mjólk og brauð en jrað vildu systurnar ekki. Þær
vildu fara að komast á berjamóinn.
- Þið verðið að koma til mín og fá góðgerðir þegar þið eruð búnar að
tína berin. -Já, já, svöruðu systurnar.
Þarna var Jóhannes Björnsson, maður Dagnýjar, að slá með orfi og ljá
og eins eldri synir þeirra, Páll og Sigmar.
Loksins konm systurnar á berjamóinn og fóru að tína krækiberin í
berjaföturnar og bláberin í kakóbaukinn. Þær fóru aldrei langt hvor frá
annarri. Mikið var gaman. Það voru krakkar sunnar í fjallinu. Þær voru
bara einar á því svæði sem þær fóru oftast á þegar þær fóru til berja.
Veðrið \-ar svo gott að þær fóru úr peysunum. Lóan söng dirrindí með
hálfgerðum tregahljóm, bráðum færi hún til fjarlægra landa. Allt í einu
blasti dý við, þær horfðu á dýið en þorðu ekki að korna nálægt, því þær
trúðu að það væri botnlaust og þær gætu sokkið á bólakaf.
Þegar systurnar voru búnar að tína berin lögðu þær af stað heimleiðis.
Þær konm viö á Spákonufelli og Dagný gaf þeim mjólk og alls kyns brauð
með. Jólakökusneiðarnar voru með svo miklum rúsínum í, namm,