Húnavaka - 01.05.2001, Side 131
HUNAVAKA
129
namm, kleinur og smurt, heimasteikt brauð. Systurnar gerðu brauðinu
og mjólkinni góð skil því þær voru orðnar svangar. Þeim þótti skrýtið að
það var enginn gluggi á eldhúsinu þar sem gluggar eru venjulega heldur
var glugginn á þakinu svo það sást upp í heiðan himin.
Er systurnar voru búnar að þiggja góðgerðir fóru þær að leika sér við
Vilberg, son Dagnýjar og Jóhannesar. Hann var rúmu ári yngri en þær.
Þau léku sér dágóða stund. Síðan þurftu þær að sjá stóra skemmulykilinn
sem var í skráargatinu á skemmu sem stóð aðeins neðar en bærinn. Þær
höfðu aldrei séð svona stóran lykil fyrr né síðar. Því næst tríduðu þær
niður heimtröðina, litu um öxl en sáu ekki bæinn.
Heim gengu þær sömu götur og þær fóru fyrr um daginn. Nú voru
Oli og Beta í Brautarholti búin að taka saman smáflekk og setja hey í
föng á túninu. Jónatan var að rifja.sitt hey.
Þegar systurnar komu heim hafði amma þeirra ekki verið aðgerðar-
laus á meðan. Hún hafði þvegið stórþvott. Ekki voru nú þægindin þar, þá
var ekkert rennandi vatn í húsinu. Amma varð fyrst að sækja vatn út í
Garðhús til Olínu Sigurðardóttur og Konráðs Klemenssonar og svo
þurfd hún að hita vatnið í stórum potti á kolaeldavél. Næst var að þvo
þvottinn úr bala, nudda á bretd og sjóða svo þvottinn í stóra potdnum.
Það þurfti að sækja nokkuð margar fötur af vatni, stundum fóru systurn-
ar að ná í vatn en þá voru þær bara með eina fötu og héldu á henni á
milli sín því ekki voru kraftarnir miklir.
Amma var einnig búin að þurrka þvottinn og var að strauja hann á
eldhúsborðinu, ekki átd hún strauborð. Undir hafði hún gamalt teppi
og þar ofan á lélegt sængurver. Það var angan af þvottinum sem amma
var að strauja. Hún átti rafmagnsstraujárn. Þegar búið var að strauja allan
þvottinn sauð hún hafragraut. Það var svo gott að fá hafragraut og ber
útí, amma fékk bláberin því hún borðaði ekki krækiber.
- Þið verðið að fá eitthvað meira að borða en hafragraudnn, Stellurn-
ar mínar, þið eruð búnar að vera svo duglegar í dag að tína öll þessi ber,
sagði amma þeirra. Hún sauð egg og smurði brauð handa þeim.
Það voru sælar og ánægðar systur sem sofnuðu er þær voru búnar að
lesa bænirnar sínar hjá ömmu í litla húsinu við sjóinn. Glugginn var op-
inn og veikur sjávarniður svæfði þær.
Það eru meira en 50 ár síðan þessi minnisstæða berjaferð var farin og
margt hefur breyst síðan eins og gefur að skilja, ekki stendur tíminn kyrr.
Nú tekur enga stund að þvo þvotdnn, hann er settur í þvottavélina og
mannshöndin kemur ekkert þar nærri nema setja í vélina og taka út og
hengja upp þegar vélin hefur þvegið. Húsið við sjóinn er löngu horfið.
O, hvað okkur leið vel þar. Og margt af samferðafólki okkar er líka farið.
Eg sit hér í eldhúsinu mínu og pára þessa fallegu minningu á blað. Eg
hugsa oft um þessa berjaferð, ásamt mörgum öðrum góðum minning-
um úr bernsku minni.