Húnavaka - 01.05.2001, Page 135
HUNAVAKA
133
Kvenfélag Engihlíðarhrepps 1974. Ifremri röð fu: Valgerður Agústsdóttir,
Geitaskarði, Ragnhildur Þórarinsdóttir, Efri-Mjrum, Björg Runólfsdóttir,
Hvammi, Soffía P. Líndal, Holtastöðum og Helga Aradóttir, Móbergi.
Aftari röð f.u: Anna Björnsdóttir, Skriðulandi, Björg Bjarnadóttir, Sölvabakka,
Birna Helgadóttir, Fremstagili, IngibjörgElinmundardóttir, Björnólfsstöðum,
Guðlaug Steingn'msdóttir, Skriðulandi og Ingibjörgjósefsdóttir, Enni.
A myndina vantar Steinunni Blöndal, Blöndubakka og Guðrúnu
Magnúsdóttur frá Fagranesi.
Þó er til munaskrá yfír sýningu sem Iðnfélagið setti upp á Holtastöðum
1919. Þar var sýndur heimilisiðnaður, svo sem heimagerð sápa, heimalit-
að band, svo og ýmislegir munir, heklaðir, prjónaðir, saumaðir og slyngd-
ir. Soffía P. Líndal, fyrrum húsfreyja á Holtastöðum, gaf Heimilisiðnaðar-
safninu á Blönduósi munaskrána.
Þá keypti Iðnfélagið fyrstu spunavélina sem kom í héraðið. Sú vél var
einnig gefín til Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi, og er þar upp sett.
Heimilisiðnaðarfélagið var eins og áður sagði endurreist 10. desem-
ber1941
Það voru þær Sigríður Arnadóttir á Geitaskarði, Soffía P. Líndal á
Holtastöðum og Guðrún Magnúsdóttir í Fagranesi sem höfðu forgöngu
um það og boðuðu í því skyni til fundar með konunt í hreppnum. Fund-
inn sóttu sjö konur sem stofnuðu félagið og kusu stjórn.
Fyrstu stjórn félagsins skipuðu: Sigríður Arnadóttir, Geitaskarði, for-
maður, Ragnhildur Þórarinsdóttir, Efri Mýrum, gjaldkeri og Guðrún Ara-
dótdr, Glaumbæ, ritari.