Húnavaka - 01.05.2001, Page 138
136
II Ú N A V A K A
Kvenfélag Engihlíðarhrepps var aldrei fjölmennt félag. Stofnfélagar
voru 7, félagskonur urðu flestar 17 og þegar félagið var lagt niður voru
félagskonur 6.
Þegar kvenfélögin voru stofnuð á fyrri liluta síðustu aldar var það af
mikilli þörf fyrir starfsemi þeirra, konur unnu þá heima og höfðu ærinn
verkahring við uppeldi barna og umönnun og umsjón stórra heimila.
Þrátt fyrir annríki vildu þær verja sínum takmarkaða frítíma til að koma
saman og leggja góðum málefnum lið auk þess að styrkja og auka kynni
kvennanna innbyrðis í hverju sveitarfélagi.
Með aukinni þátttöku kvenna í vinnu utan heimilis svo og stofnun ým-
issa félagasamtaka og almannatrygginga, sem má segja að hafi tekið við
starfi brautryðjendanna, hefur þörfin fyrir starfsemi kvenfélaganna
breyst.
Sum félögin hafa náð að breyta sinni starfsemi í takt við nýja tíma og
starfa að fjölbreyttum verkefnum, önnur starfa lítið, bæði vegna smæðar
og annarra aðstæðna.
Félagskonur í Kvenfélagi Engihlíðarhrepps tóku þá ákvörðun að leggja
félagið niður í aldarlok. Starfsemi þess hafði verið afar lítil síðustu árin
og félagskonur fáar. Ekki var áliugi fýrir að sameina smærri félög þar sem
leitað var eftir.
Ekki hafa verið tíð stjórnarskipd í félaginu en formenn frá upphafi
eru þessir:
Sigríður Árnadóttir Geitaskarði, 1941 - 1951.
Soffia P. Líndal Holtastöðuin, 1951 -1956.
Valgerður Ágústdóttir Geitaskarði, 1956- 1972.
Birna Helgadóttir Fremstagili, 1972 - 1975.
Ingibjörg jósefsdóttir Enni, 1972- 1984.
Ásgerður Pálsdóttir Geitaskarði, 1984 - 2001.
Gjaldkerar frá upphafi eru:
Ragnhildur Þórarinsdóttir Efri-Mýrum, 1941 - 1968.
Björg Bjarnadóttir Sölvabakka, 1968 - 2001.
Ritarar frá upphafi eru:
Guðrún Aradóttir Glaumbæ, 1941 - 1951.
Anna Björnsdóttir Skriðulandi, 1951 - 1976.
Vilborg Pétursdóttir Fremstagili, 1976 - 2001.
Allt hefur sinn tíma og tími Kvenfélags Engihlíðarhrepps ei liðinn. Eng-
inn veit hvað framtíðin ber í skauti sínu. Ný samtök geta myndast sem
eiga rætur í fortíðinni en verða til vegna þarfa nýrra tíma og viðhorfa. En
rétt eins og sama vorið kemur aldrei aftur verðnr Kvenfélag Engihlíðar-
hrepps ekki til á ný í óbreyttri mynd. Það kvaddi með öldinni.
Skrifað ífebrúar 2001.
HEIMILDIR:
Fundargerðarbók Kvenfélags Engiblíðarhrepps.
Afmælisrit Kvenfélags Svínavatnshrepps 1974.