Húnavaka - 01.05.2001, Page 144
142
H Ú N A V A K A
Sumarið 1938 mun hafa verið gott til heyskapar, spretta góð og nýting
ágæt. Þorsteinn beitti ekki túnið á vorin og gat því b)Tjað heyskap tiltölu-
lega snemma, jafnvel þótt ekki væri alveg fullsprottið enda kæmi viðbót-
ar vöxtur til góða í hánni sem alltaf var slegin. Heimatúnið var að mestu
leyti orðið véltækt. Þó hefur þurft að slá eitthvað með orfi og ljá, þar sem
sláttuvélinni varð ekki við komið, svo sem skurðbakka og einhver þúfna-
stykki.
Þorsteini lét vel að vinna með og láta aðra vinna með hestum. Til
dæmis voru öll heysæti dregin af þremur hestum heim að hlöðu aðeins
kaðli brugðið aftur fyrir og svo lagt af stað. Þeir voru fjölmargir folarnir
sem hann tanrdi til dráttar bæði fyrir sig og aðra.
Þetta vor hætti Kristján, bróðir Þorsteins, búskap í Hvammi á Laxárdal.
Hann hafði búið þar um skeið eftir að faðir þeirra, Sigurður Semings-
son, hætti búskap sökum heilsubrests. Olafur Björnsson og Jósefina
Pálmadóttir fluttu þetta vor frá Mörk, næsta bæ fyrir utan Hvamm. Mörk
var seld á uppboði þá um vorið og slegin Þorsteini í Enni. Urn haustið
missti Þorsteinn eignarhaldið á jörðinni. Ekki veit ég fyrir \ íst hvers vegna
en get mér þess til að hreppsnefnd Bólstaðarhlíðarhrepps hafi gengið
inn í kaupin og neytt forkaupsréttar fyrir hönd hreppsins enda afar ólík-
legt að Þorsteinn hafi ekki staðið skil á kaupverðinu.
Það sumar bar vel í veiði til heyöflunar fyrir Ennisbóndann þar sem
hann hafði tvö tún á Laxárdal til umráða. Hann mun ekki hafa látið sér
vaxa í augum þó að nokkuð langt væri að sækja og heyjaði bæði túnin
og nýtti þau vel. Ekki veit ég hve mikið hey hefur fengist af þeim en giska
á að það hafi verið um eða yfir 200 hestburðir. Tvær sátur voru í einum
hestburði og sátan um 50 kíló. Að öllunt líkindum hefur hann farið með
sláttuvélina þangað. Þá var kominn sæmilega akfær vegur upp að Gauts-
dal eftir Auðólfsstaðaskarði. Mun hann hafa farið upp skarðið og síðan
klöngrast með hana út að Hvammi og Mörk. Einhverjar sléttur munu
hafa verið véltækar á báðum bæjunum. Ekki var um það að ræða að fara
með aðrar heyvinnuvélar þar sem vegurinn upp skarðið var of mjór fyrir
þær. Ekki hafa verið vandræði nteð húsnæði þar sent nýflutt \'ar af báðum
jörðunum. Arið eftir mun búskapur hafa hafist aftur á þessum jörðum
og stóð hann í nokkur ár áður en þær fóru endanlega í eyði.
Heyskapurinn mun hafa gengið vel og þá kom að því að flytja heyið
heim. Allt þurfti að binda í reipi og flytja á klökkum í Gautsdal en þaðan
var það flutt með bíl sem Zophonías Zophoníasson á Blönduósi átti og
Bjössi (Björn Guðmundsson) frá Koti, sem nú heitir Sunnuhlíð, ók. Ein-
hver hefur þurft að vera heima í Enni til þess að taka á móti heyinu og
konta þ\'í fyrir en það var sett í fúlgu sunnan \ið fjárhúshlöðuna sem var
uppi á túninu. Um haustið var fúlgan þakin með torfi og gert í kringunt
liana, sem kallað var, þannig að hvergi sást í hey. Heyið í þessari fúlgu