Húnavaka - 01.05.2001, Page 145
HUNAVAKA
143
var ekki gefið fyrr en snjóaveturinn og vorið 1942. Það vor urðu sumir
ansi tæpir með hey og var ýmsum miðlað af Laxárdalsheyinu. Það hafði
geymst mjög vel og var úrvals taða að uppruna.
Þótt mest af heyinu væri bílflutt var að minnsta kosti farin ein ferð
með heybandslest. Það voru þeir feðgar, Þorsteinn og Sigurður, sem fóru
þá ferð og munu hafa verið með 8-10 hesta hvor. Farið var út Laxárdal,
niður Mýrar og niður að vötnum. Þar urðu þeir ekki sammála hvaða leið
skyldi halda. Annar vildi fara stystu leið milli Langavatns og Hólmavatns
en hinn vildi fara með Hólmavatni og milli þess og Réttarvatns. Sú leið
var eitthvað lengri en töluvert greiðfærari, vegarslóði mest alla leið, það
var gamli Vatnavegurinn. Núverandi Skagastrandarvegur um efri byggð
var ekki lagður fyrr en seinna. Það varð úr að hvor fór sína leið en þeir
urðu nánast jafnfljódr heim að Erini.
Þessi heybandsleið ofan úr Laxárdal \rar varla styttri en 30 krn og 4-5
km á klukkustund þótti góður lestargangur. Þeir hafa því varla verið
skemur en 8 klukkustundir í ferðinni. Að öllum líkindum hafa þeir þurft
að hvíla hestana að minnsta kosti einu sinni á leiðinni og þá tekið bagg-
ana ofan.
Að loknum heyskap á Laxárdal var farið fram í Þing og hálft Beina-
kelduengið he)jað. Það er fyrir neðan Stóru-Giljá og er býsna stórt. Þetta
sumar hafði Þorsteinn neðri helminginn en Eysteinn Erlendsson á
Beinakeldu lie)jaði þá sjálfur efri partinn. Þorsteinn he)jaði alls þrettán
sumur á Beinakelduenginu, síðast sumarið 1946, þá í samvinnu við Gísla
Pálsson frá Sauðanesi. Gísli var þá búinn að eignast jeppa og var keyrt
heim á hverju kvöldi. Oll sumur þar á undan hafði verið legið við í tjaldi.
Eftir að Eysteinn hætti að heyja á enginu fékk Þorsteinn efri partinn dl
afnota. Neðri parturinn var töluvert erfiðari til heyskapar, bæði var hann
blautari svo að vaga þurfti töluverðu af heyi og einnig þurfti að slá hluta
með orfi og ljá. Þegar flytja varð heyið á þurrari stað til þurrkunar var
það kallað að vaga.
Farið var með allar heyvinnuvélarnar á engið, sláttuvél, rakstrarvél og
rifjingarvél. Það sem slegið var með sláttuvélinni var slegið í skúffu. Það
var erfitt verk bæði fjrir mann og hesta en sparaði mikinn rakstur. Skúff-
an var gerð úr sléttum blikkplötum og var fest við sláttuvélargreiðuna.
Skúffan náði 80-90 sm aftur fyrir sláttuvélina. Beygðir voru upp kantar á
hliðum og afturenda um 25 sm háir. Þó var op á hliðinni aftan við sláttu-
vélina og var heyinu ýtt þar út úr skúffunni aftur fj'rir vélina. Sláttumað-
ur þurfti að raka upp í skúffuna af sláttuvélargreiðunni og var útbúin til
þess sérstök hrífa. Ekki var hægt að vera nteð keyrslutaumana í höndun-
um þar sem ekki veitti af að hafa báðar hendurnar á hrífunni. Keyrslu-
taumunum var því brugðið )4ir hægri öxlina, aftur fyrir bakið og undir
vinstri höndina. Burðarmeiri menn ýttu heyinu úr skúffunni aftur fyrir
L