Húnavaka - 01.05.2001, Page 169
HTJNAVAKA
167
kynntist hún manni frá Blönduósi, Sigfúsi Valdimarssyni. Þegar þau
koma heim 1936 gengu þau í hjónaband og hófu sama ár búskap í
Pálmalundi á Blönduósi. Þangað flutti til þeirra Margrét, móðir Þórunn-
ar.
Þórunn og Sigfús eignuðust einn son, Hermann Valdimar.
Er Sigfús og Þórunn slitu hjónabandi sínu, fylgdi Hermann föður sín-
um og ólst upp hjá honum vestur á ísafírði.
Seinni maður Þórunnar var Friðrik Indriðason verkamaður og síðar
húsvörður við Barnaskólann á Blönduósi.
Þórunn vann mikið utan heimilis og starfaði lengi á hótelinu á
Blönduósi. Hún vann líka annars staðar við hreingerningar. A haustin í
sláturtíðinni vann hún hjá Sölufélagi Austur-Húnvetninga og einnig um
árabil á Héraðshæli Austur-Húnvetninga. Síðustu ár mannsins síns í starfi
aðstoðaði hún hann við ræstingar í Barnaskóla Blönduóss.
Þórunn var hannyrðakona og prjónaði og saumaði fatnað á börnin
sín. Hún var félagslynd og glaðleg, var í Kvenfélaginu Vöku á Blönduósi
og var hún gerð að heiðursfélaga eftir mikið og gott starf í þágu þess.
Þórunn bjó nær alla ævi á Blönduósi, síðast bjó hún í Hnitbjörgum
en þangað flutti hún árið 1986 ásamt manni sínum, Friðriki. Hann varð
bráðkvaddur 20. nóvember 1993.
Þórunn og Friðrik eignuðust sex börn í þessari röð; Brynhildur, Guð-
rún, Indíana, Sigríður, Sigurlaug og Björn.
Síðla árs 1998 fór hún á öldrunardeild Heilbrigðisstofnunarinnar á
Blönduósi og þar andaðist hún. Utför hennar var gerð frá Blönduóss-
kirkju 19. febrúar.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Teitný Guðmundsdóttir,
Skagaströnd
Fædd 23. september 1904 - Dáin 28. febríiar 2000
Teitný fæddist á Kringlu í Torfalækjarhreppi. Hún var þriðja og jafnframt
yngsta dóttir hjónanna, Guðmundar Sigurðssonar bónda og Onnu Guð-
bjargar Sigurðardóttur húsfreyju. Systur Teitnýjar voru Anna Guðrún
sem er látin og Elínborg. Þær Teitný og Elínborg voru alla tíð sérlega
samrýndar, einkum í seinni tíð er þær dvöldu sarnan á ellideildinni á
Héraðshælinu á Blönduósi. Anna Guðbjörg, móðir þeirra, lést af barns-
förum, langt fj'rir aldur fram, meðan dæturnar voru á barnsaldri.
Þann 14. ágúst 1926 giftist Teitný Sveini Kiástóferssyni en hann var
fæddur á Kúskerpi í Engihlíðarhreppi. Synir Teitnýjar og Sveins eru skip-