Húnavaka - 01.05.2001, Page 173
n U N A V A K A
171
Sigmar átti sæti í byggingarnefnd Hólaneskirkjti á Skagaströnd í mörg
ár og vann við byggingu hennar allt byggingarferlið. Uppsetningin á
innviðum kirkjunnar var alfarið verk Sigmars og vinnufélaga hans, Sig-
urðar Björnssonar og er það handverk glæsilegur vitnisburður um með-
fædda verklagni og dugnað.
Ahugamál Sigmars voru margvísleg. Hann átti trillu og réri til fiskjar á
sumrin sér til ánægju. Hann var einnig mikill náttúruunnandi og hafði
gaman af að ferðast um landið og skoða nýja staði.
Sigmar hafði gaman af lestri góðra bóka og var fjölfróður, afar áhuga-
samur um lífíð fyrr á öldum, einkum gamalt handverk.
Tónlist var Sigmari einnig mikið áhugamál og söng hann í kirkjukór
Hólaneskirkju í mörg ár. Hann var góður félagi og mikil stoð í kórnum
enda fljótur að læra og hafði góða söngrödd. Auk þess söng hann með
Samkórnum Björk hin síðari ár.
Sigmar var heilsteyptur maður, heiðarlegur og hreinskiptinn. Traustur
vinur vina sinna, góður fjölskyldufaðir og afi. Hann varð bráðkvaddur á
heimili sínu, Sunnuvegi 2, á skírdag, 20. apríl. Hann var jarðsunginn frá
Hólaneskirkju 28. apríl.
Sr. Gudrnundur Karl Brynjarsson.
Kristófer Guðmundur Árnason,
Blönduósi
Fæddur 31. janúar 1916 - Dáinn 10. maí 2000
Kristófer Arnason var fæddur að Kringlu í Torfalækjarhreppi. Foreldrar
hans voru Arni Björn Kristófersson frá Köldukinn í Torfalækjarhreppi
og Guðrún Sigurlína Teitsdóttir frá Kringlu.
Kristófer var elsta barn þeirra hjóna. Hin
börnin eru í aldursröð: Aðalheiður Hulda,
Elínborg Asdís, hún er látin, Guðrún Anna
Guðmunda, Teitný Birna, hún dó í frum-
bernsku og yngstur er Teitur Birgir. Auk þess
ólu þau Guðrún og Arni upp dreng sent kom
til þeirra í æsku, Ingvar Karl Sigtryggsson,
hann er látinn.
Kristófer vann algeng sveitastörf hjá for-
eldrum sínum þar dl þau brugðu búi og flutt-
ust til Skagastrandar. Þá fór hann í
kaupavinnu að Möðrufelli í Eyjafirði.
Þaðan kom hann til Skagastrandar og vann þá vinnu sem til féll en