Húnavaka - 01.05.2001, Page 175
HUNAVAKA
173
ínu og Ingibjörgu síðustu ár þeirra heima á Skeggsstöðum. Frá 1979 bjó
Pétur ásamt bróðursyni sínum, Hrafni Þórissyni, Valgerði Jónu, konu
hans, og dætrum þeirra.
Pétur var glöggur fjárbóndi og mjög áhugasamur félagsmálamaður.
Hann tók þátt í öllu félagslífi af miklum áhuga og var víða í formanns-
hlutverki. Hann var í búnaðarfélaginu og búnaðarsambandinu, ung-
mennafélaginu og ungmennasambandinu, leikfélaginu, karlakórnum og
hreppsnefnd og lengi var hann hreppstjóri.
Eftir að Hrafn og Valgerður Jóna komu norður var Pétur um tíma við
störf á skattstofunni í Reykjavík, og eftir það hafði hann í nokkur ár skrif-
stofu í Varmahlíð og veitti mönnum aðstoð við skattamálin. Síðustu
starfsárin vann Pétur á Héraðsskjalasafni Austur-Húnvetninga á Blöndu-
ósi við æviskrárritun o.fl. Þar hafði hann umsjón með útgáfu minninga-
bókar um Bjarna í Blöndudalshólum og ritaði í hana minningu um
Bjarna og drjúgan eftirmála. Pétur skrifaði auk þess ýmsan fróðleik í
Húnavöku. Hann var víðlesinn grúskari, ættfróður og minnugur, góður
ræðumaður og hneigður fj'rir skáldskap og ljóð.
Lífsglaður, greindur og fróður samferðamaður er horfinn af sjónar-
sviðinu. Pétur var vinur allra og þátttakandi í öllu. Hann gat verið svo
upptekinn af hugsun sinni að hann gleymdi sér við það sem hann var að
gera. Samferðamenn Péturs minnast lians með þakklæti og geyma gömlu
minningarnar um skemmtilega sérvisku, marg\’íslega visku, minnisstæð-
an hlátur, skært bros og trygga vináttu.
Síðasti áratugurinn var dapurlegur þ\'í hrörnunarsjúkdómur lagðist á
góðan dreng svo hann varð heimilisfastur á sjúkrahúsinu og rúmfastur
síðasta árið.
Utför Péturs fór fram frá Bergsstaðakirkju á sólríkum vordegi, 20. maí.
Stína Gísladóttir.
Stefán Þórarinn Sigurðsson,
Steiná
Fœddur 25. september 1907 -Dáinn 19. maí 2000
Stefán fæddist og ólst upp á Steiná þar sem foreldrar hans, Sigurður Jak-
obsson og Ingibjörg Hólmfríður Sigurðardóttir, bjuggu. Stefán var elstur
af sex börnum foreldra sinna en hin voru Lilja, Pálnti, Sigríður Guðrún,
Friðrik Guðmann ogjakob Skapti. Þá átti Stefán þrjú eldri hálfsystkini
samfeðra: Onnu Aldísi, Jón og Rannveigu Ingibjörgu og einn eldri hálf-
bróður sammæðra, Pétur Pétursson á Höllustöðum. Auk barnanna ólst
upp með ]Deim Agúst Andrésson.