Húnavaka - 01.05.2001, Qupperneq 176
174
HUNAVAKA
Heimili Stefáns var alla tíð á Steiná þar sem hann bjó ásamt eiginkonu
sinni, Ragnheiði Rósu Jónsdóttur frá Skottastöðum. Börn þeirra eru:
Jóna Anna, eiginmaður hennar er Ólafur B. Jónsson, áður á Steiná II,
nú í Hafnarfírði. Sigurbjörg Rannveig, eiginmaður hennar er Sigurður
Pálsson, búsett í Kópavogi, Sigurjón, eiginkona hans er Katrín Gríms-
dóttir, búsett á Steiná III. Auk barnanna
þriggja ólu Stefán og Ragnheiður upp fóstur-
dótturina, Helgu Agnars Jónsdóttur, búsetta í
Reykjavík.
Stefán var barngóður og hafði gaman af að
umgangast börn, sem hændust að honum.
Barnahópurinn á Steiná var oft stór því á
sumrin voru þar börn í sveit og sum til
margra ára. Stefán og Ragnheiður reyndust
þeim sem bestu foreldrar. Samspil þeirra
hjóna var einstakt og vinátta og vinnugleði
settu svip sinn á daglegt líf á heimilinu, bæði
hjá börnum og fullorðnum. Börnin lærðu að
vinna og halda sig að verki en fengu jafnframt
umhyggju og skilning og tíma til að leika sér og njóta unaðar sveitarinn-
ar á hestbaki, í berjamó og veiðiferðum. Stefán var sjálfur grallari og
strákur í sér og hafði gaman af að tuskast við barnabörnin. Hann var Afí
með stórum staf.
Á heimili Stefáns og Rögnu voru einnig foreldrar þeirra beggja allt til
dauðadags, svo og Jakob Skapti, yngsti bróðir Stefáns, en þeir bræður
voru alla tíð sérlega samhentir og góðir vinir.
Stefán var hár og spengilegur, heiðarlegur og hjálpsamur, ákveðinn
og djarfur. Hann lifði byltingatíma í húsnæði, tækjabúnaði, starfsaðferð-
um og mannlífi og tókst á við það allt með skerpu og dugnaði. Hann var
harður við sjálfan sig og aðra en kunni að nota hörkuna, skapmaður sem
gerði gott úr öllu og hlaut virðingu f)TÍr. Hver dagur var vel nýttur og
helst hefðu hlutirnir niátt gerast í gær. Hann lifði sig inn í störfin í sveit-
inni, byggði upp á bænum, ræktaði túnin, var skarpur með ljáinn og
hlúði að mönnum og skepnum. Hann elskaði heiðina og fór í margar
göngur þar og var lengi réttarstjóri í Stafnsrétt. Þá var hann annálaður
veiðimaður, refaskytta góð og náði litfögrum yrðlingum til útflutnings
og veiddi bæði rjúpu og silung í matinn.
Stefán söng nreð Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps um skeið. Hann var
um tínra í sóknarnefnd en lét annars öðrum að mestu eftir að sinna fé-
lagsmálunum.
Eftirminnilegur persónuleiki er horfinn af sjónarsviðinu. Þrátt fyrir
sjúkdóma, sorgir og langt lífsstrit, var hann glaður og áhugasamur um