Húnavaka - 01.05.2001, Side 187
H U N A V A K A
185
fyrir físk. Hann var þolinmóður og seigur stang\'eiðimaður og ósínkur á
aflann því iðulega var hann að mestu gefínn þeim sem þiggja vildu enda
Þórir afar gjafmildur.
Þórir fór snemma að heiman, 15-16 ára gamall. Hann flutti fyrst til
Reykjavíkur og vann við fiskvinnslu, þá austur á land í sveitastörf og það-
an vestur á fírði í sjómennsku. Þórir bjó lengst af á Bíldudal eða ríflega
20 ár og starfaði við eitt og annað er til féll. Meðal annars var hann um-
boðsmaður fyrir Olís, vörubílstjóri og á seinni árum hafnarvörður. Hann
vann einnig í Verslun Jóns S. Bjarnasonar í mörg ár. Búðarstörfin áttu
vel við Þóri enda hafði hann mikla þjónustulund.
Þórir var mikið snyrtimenni bæði hvað varðaði hann sjálfan og heimil-
ið. Hann var hjálpfús og gott að leita til hans, barngóður svo eftir var tek-
ið, traustur og ávallt tilbúinn að gefa öðrum með sér væri hann
aflögufær. Þórir bar tilfinningar sínar ekki á torg, kvartaði ekki um kjör
sín þó þau væru oft og tíðum kröpp en lét frekar í það skína að hann
hefði það betra en raunin var.
Arið 1997 flutti Þórir suður til Reykjavíkur og bjó lengst af í kjallaran-
um hjá Sigríði, systur sinni, á Laugateigi 9. Hann starfaði hjá Securitas
sem nú heitir ISS Island og Rekstrarfélagi Kringlunnar við eftirlit og
hreinsun utandyra. Því starfi sinnti hann þar til yfir lauk.
Þórir Agústsson varð bráðkvaddur á heimili sínu, Hlíðarhjalla 50, þann
24. september. Banamein hans var blóðtappi í lungum. Hann var jarð-
sunginn frá Hólaneskirkju 7. október.
Sr. Guðmundur Karl Brynjarsson.
Jóhanna Sigurlaug Valdimarsdóttir,
Blönduósi
Fædd 18. ágúst 1915 -Dáin 26. september 2000
Sigurlaug var fædd í Arbæ á Blönduósi. Foreldrar hennar voru hjónin,
Valdimar Jóhannsson, fæddur á Bálkastöðum Ytri-Torfustaðahreppi á
Heggstaðanesi og kona hans, Sigríður Helga Jónsdóttir, fædd að Hnjúki
í Vatnsdal.
Valdimar og Sigríður eignuðust fjögur börn í þessari aldursröð: Sig-
fús Bergmann, hann er látinn, Helga Sigríður, hún er látin, Sigurlaug og
Jónína Guðrún. Sigurlaugu var komið í fóstur til hjónanna Snjólaugar
Baldvinsdóttur og Kristins Einarssonar söðlasmiðs.
Hún þurfti snemma að sjá sér farborða. En árið 1934 lauk hún
kvennaskólanum. Eftir það vann hún fyrir sér sem vinnukona eða hús-