Húnavaka - 01.05.2001, Page 195
HUNAVAKA
193
Anna, Ingimar, hann er látínn, Georg, hann er látinn, Þorsteinn, Guð-
rún, Aðalbjörg Signý og Rannveig Ingibjörg, hún er látin.
Foreldrar Jósefs voru fyrst að Rútsstöðum en byrjuðu sjálf bús|cap að
Gafli í Svínadal. Arið 1924 fluttu þau að Eldjárnsstöðum, þá leigðu þau
jörðina en festu seinna kaup á henni.
Jósef ólst upp í föðurgarði við alla venju-
lega sveitavinnu.
Þeir Jósef og Hallgrímur bróðir hans
keyptu síðar saman jörðina Eiðsstaði. Til að
byrja með gengu þeir til gegninga frá Eld-
járnsstöðum þar til þeir byggðu sér íbúðar-
hús. Búskapur þeirra stóð í nærri hálfa öld.
Líf Jósefs og ævistarf snérist fyrst og fremst
um búskapinn að Eiðsstöðum. Fjölskyldan var
systkini hans og systursonurinn Jón Már sem
ólst upp með þeim bræðrum að Eiðsstöðum.
Jósef var trygglyndur, duglegur og vilja-
sterkur maður.
Hans áhugamál voru smíðar á tré og járn. Hann hafði ánægju af að
umgangast skepnurnar og var góður við dýr sem hann hafði með hönd-
um. Hann hafði líka gaman af góðum hestum. Otaldar eru ferðir hans
fram á Auðkúluheiði í leitum og snúningum við búfé. Hann var gjör-
kunnugur heiðinni og sérlega vel liðinn gangnaforingi fyrrigangna-
manna um langt árabil.
Jósef var víðlesinn og minnugur.
Hann andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi, þar hafði hann
dvalist síðustu árin.
Utför hans var gerð frá Svínavatnskirkju 4. nóvember.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Kristmundur Stefánsson,
Blönduósi
Fæddur 26. febrúar 1950 - Dáinn 4. nóvember 2000
Kristmundur var fæddur að Broddanesi í Kollafirði á Ströndum, sonur
hjónanna Guðbjargar Kristmundsdóttur frá Goðdölum á Ströndum og
Stefáns Jónssonar frá Broddanesi. Þau hjón eignuðust fjögur börn. Elst
er Þorbjörg, síðan Jón, þá Kristmundur. Yngst var Guðbjörg, hún er látin.
Kristmundur ólst upp í foreldrahúsum í faðmi fjölskyldu sinnar og