Húnavaka - 01.05.2001, Page 197
HÚNAVAKA
195
Guðmundur Þorsteinsson,
Syðri - Grund
Fæddur 11. október 1910 - Dáinn 6. nóvember 2000
Guðmundur var fæddur á Grund í Svínadal, fjórða barn hjónanna, Þor-
steins Þorsteinssonar bónda á Grund og seinni konu hans, Ragnhildar
Sveinsdóttur frá Geithömrum. Börn þeirra hjóna urðu fimm í þessari
aldursröð: Ingiríður, Steinunn, Þóra, Guð-
mundur og Þórður. Oll eru systkini.n nú látin.
Ungur fór Guðmundur að sýsla \ið bústörf-
in með föður sínum. Skólagangan var farskól-
inn í sveitinni og lífsins skóli.
Þegar Guðmundur var tæplega 11 ára féll
faðir hans frá og þá fórti fram skipti á búinu.
Móðir hans bjó áfram ásamt börnum sínum
sent heima voru og leigði jafnframt hluta jarð-
arinnar. Þessir tímar og þeir sem í hönd fóru
voru erfiðir.
Þeir bræður, Guðmundur og Þórður, unnu
á búi móður sinnar, síðan sáu þeir um rekstur
þess, það gerðu þeir allt til ársins 1942 er þeir
keyptu jörðina og skiptu henni í tvennt. Hluti Guðmundar nefndist
Syðri-Grund.
Arið 1944 kvæntist hann Guðrúnu Sigurjónsdóttur frá Rútsstöðum,
þau eignuðust fimm börn og eru fjögur á lífi. Elsta barnið, drengur, dó í
fæðingu. Hin eru í þessari röð: Valgerður, Sigrún, Þorsteinn og Sveinn
Helgi.
Búskapurinn var attinna Guðmundar og áhugamál. Hann bjó blönd-
uðu búi en var fyrst og fremst fjárbóndi, þekkti kindur sínar með nafni
og þeirra ættir.
Guðmundur var árrisull, léttur á fæti og áhugasamur urn búskapinn
alla tíð. Þorsteinn sonur hans tók við búinu 1968 en Guðmundur var
áfram við búskapinn með syni sínum í nokkur ár eða til ársins 1994. Þau
hjón Guðmundur og Guðrún fluttu þá til Blönduóss að Hnitbjörgum og
þar átti hann heima síðast.
Guðmundur var heimakær og góður heim að sækja. Hann var gestris-
inn og spaugsamur og hafði gaman af að glettast við þá sem að garði
komu.