Húnavaka - 01.05.2001, Page 198
196
H TJ N A V A K A
Guðmundur andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi. Útför
hans var gerð frá Blönduósskirkju 18. nóvember.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Magnús Kristinsson,
Kleifum
Fæddur 22. maí 1930 - Dáinn 18. nóvember 2000
Sæmundur Magnús Kristinsson, eins og hann hét fullu nafni, var fæddur
á Blönduósi. Foreldrar hans voru Kristinn Magnússon, kaupmaður og
síðar verslunarstjóri og kona hans, Ingileif Sæmundsdóttir. Stóðu að hon-
um húnvetnskar og eyfirskar ættir. Afí hans í móðurætt var hinn
landskunni skipstjóri og sjósóknari, Sæmundur Sæmundsson, er Guð-
mundur Hagalín rithöfundur gerði ódauðleg-
an í hinni kunnu æfísögu, Virkir dagar.
Magnús ólst upp í foreldrahúsum ásamt
tveim systrum sínum, þeim Sigrúnu, fyrrum
ritara en hún er gift Jóni Erlendssyni fyrrver-
andi kennara og Asdísi en hún og maður
hennar, Kristján Thorlacius, eru bæði kenn-
arar en þau eru öll búsett í Reykjavík. Einnig
ólu þau hjón upp bróðurdóttur Kiistins, Jón-
ínu Sveinbjörgu Björnsdóttur, er síðar gekk
að eiga Karl Helgason íþróttakennara.
Magnús stundaði nám í unglingaskóla á
Blönduósi og varð skólaganga hans eigi
lengri. Mun hugur hans á þessum árum hafa nokkuð hneigst til sjó-
mennsku enda kominn út af kunnum sjósóknurum \ið E)jafjörð eins og
áður er að vikið.
Framan af æfi vann hann alla algenga vinnu á heimaslóðum en árið
1952 urðu þáttaskil er foreldrar hans tóku býlið Klifakot á bökkum
Blöndu til ábúðar. Byggðu þeir feðgar myndarlegt íbúðarhús úr steini
svo og útihús og hófu umfangsmikla ræktun á jörðinni sem þeir nefndu
Kleifar. Þegar hér var komið sögu sneri Magnús sér alfarið að búskapn-
um. Jafnhliða var liafist handa um plöntun trjáa en trjágróðurinn setur
nú mikinn svip á býlið og ber vott um skógræktaráhuga ábúenda.
Kiistinn, faðir Magnúsar, lést árið 1979. Eftir það hélt móðir hans
heimili fyrir hann. Síðar er aldur og kraftar hennar fóru þverrandi ann-
aðist hann rnóður sína af mikilli alúð og kostgæfni. Þau Kleifahjón voru