Húnavaka - 01.05.2001, Page 199
HUNAVAKA
197
glæsilegir og merkir þegnar þjóðar vorrar. Þau báru með sér mikinn per-
sónuleika hvort um sig, voru höfðingjar í lund og heimili þeirra mikið
myndar- og menningarheimili.
Eins og áður er sagt helgaði Magnús sig nær alla æfí búskapnum.
Hafði hann jafnan gagnsamt bú. Hann var ágætur fjármaður. Atti hann
jafnan nokkra hesta er hann hafði mikið dálæti á. Einnig vann hann um
skeið á þungavinnuvélum.
Magnús á Kleifum var mikið náttúrubarn. Hann var dýravinur rnikill
og lét sér mjög annt um búsmala sinn. Hann var barngóður svo af bar og
unni systurdætrum sínum mjög en þær ásamt fleiri börnum dvöldu oft
sumarlangt á Kleifúm og nutu þar velvilja hans. Hann var ókvæntur og
barnlaus.
Magnús var heilsugóður nær alla ævi sína en árið 1993 er móðir hans
lést, missti hann heilsuna og fór á Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi þar
sem hann lést þann 18. nóvember, 70 ára að aldri.
Magnús á Kleifum var vinsæll maður meðal nágranna sinna og ann-
arra er kynntust honum. Hann var eigi allra eins og oft er að orði komist.
Utför hans var gerð frá Blönduósskirkju 25. nóvember.
Sr. Arni Sigurdsson.
Hallgrímur Eðvarðsson,
Helgavatni
Fœddur 13. mars 1913 -Dáinn 18. nóvember 2000
Hallgrímur var fæddur að Helgavatni, sonur hjónanna, Signýjar Böðv-
arsdóttur og Eðvarðs Hallgrímssonar. Þau eignuðust fimm börn í þess-
ari röð: Albert, hann er látinn, Stefanía, hún er látin, Hallgrímur,
Sigurlaug og Aðalheiður, hún er látin. Einn uppeldisbróður áttu þau
systkini, Arna Sigurðsson.
Hallgrímur ólst upp \ið venjuleg sveitastörf í föðurgarði í hópi systkina
sinna.
Að loknu hefðbundnu skyldunámi þess tíma fór hann t\’o vetur í Hér-
aðsskólann á Laugarvatni.
Árið 1938, þann 24. júní, kvæntist hann Þorbjörgu Jónasdóttur Berg-
mann frá Marðarnúpi í Vatnsdal en þá um leið, þann sama dag, gengu í
hjónaband þrjú systkini frá Marðarnúpi.
Tíu fyrstu búskaparárin á Helgavatni bjuggu þau Hallgrímur og Þor-
björg í sambýli við foreldra hans eða þar til þau tóku við búinu árið 1948.
Þau eignuðust fjögur börn í jDessari aldursröð: Elst er Guðrún Kristín,