Húnavaka - 01.05.2001, Page 200
198
H UNAVAKA
þá Jónas Bergmann, hann er látinn, Eðvarð Sigmar, yngstur er Guð-
mundur.
Búskapurinn varð líf Hallgríms og ævistarf. Hann hafðijafnframt með
höndum ábyrgðarstörf í þágu sinnar sveitar, var í hreppsnefnd Sveins-
staðahrepps, var forðagæslumaður Sveins-
staðahrepps og gangnaforingi í VíðidalsQalli
um áratugaskeið.
Hallgrímur var glaðvær með jafnaðargeð.
Hann var fastur fyrir ef svo bar við en hrókur
alls fagnaðar í góðra vina hópi, ræðinn og
fróður. Hann var einstaklega hjálpsamur og
góður heim að sækja, gestrisni einkenndi
heimili hans.
Helstu áhugamál fyrir utan búskapinn voru
lestur góðra bóka og ferðalög innanlands.
Að Helgavatni bjuggu Hallgrímur og Þor-
björg allt þar til þau fluttu að Hnitbjörgum á
Blönduósi árið 1987. Þá tóku sonur þeirra, Jónas og kona hans alfarið
við búinu, áður höfðu þau búið í sambýli með Hallgrími og Þorbjörgu
um nokkurra ára skeið. Jónas rak búið allt þar til hann andaðist 1992.
Hallgrímur andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi.
Utför hans var gerð frá Þingeyrakirkju þann 2. desember.
Sr. Sveinbjöm Einarsson.
Guðmann Einar Magnússon,
Vindhæli
Fceddur 9. desember 1913 - Dáinn 22. nóvember 2000
Guðmann Einar Magnússon var fæddur að Skúfí í Norðurárdal í Vind-
hælishreppi, sonur hjónanna, Guðrúnar Einarsdóttur frá Hafursstaða-
koti og Magnúsar Steingrímssonar frá Njálsstöðum í Vindhælishreppi.
Þau hjón, Guðrún og Magnús, eignuðust sex börn sem voru í aldurs-
röð: Steingrímur, hann er látinn, María Karolína, Sigurður Bergmann,
hann er látinn, síðan Guðmann Einar, Guðmundur Bergmann og Páll
Valdimar.
Bernsku- og manndómsár sín átti Guðmann í faðnii fjölskyldu sinnar.
Þau bjuggu að Skúfí og fleiri bæjum í Vindhælishreppi. En lengst af
bjuggu þau á Bergsstöðum, Þverá og Sæunnarstöðum í Hallárdal.
A Sæunnarstöðum hóf Guðmann búskap með foreldrum sínum og