Húnavaka - 01.05.2001, Page 201
HUNAVAKA
199
bræðrum, þar bjó hann til ársins 1944 er hann festi kaup ájörðinni Vind-
hæli á Skagaströnd.
Það sama ár flutti fjölskyldan þangað, þar var hans starfsvettvangur, í
félagi með bræðrum sínum, Guðmundi og Páli.
Árið 1950 kom að Vindhæli ung kaupakona, María Olafsdóttir frá
Stakkadal á Rauðasandi. Hún varð eiginkona
Guðmanns, þau eignuðust alls sex börn í
þessari röð:
Guðrún Karolína, Anna Kristín, Einar Páll,
Olafur Bergmann, Magnús Bergmann og
Halldóra Sigrún.
Líf og starf Guðmanns snérist fyrst og
fremst um búskapinn, hann bjó blönduðu búi
með kýr, kindur og hross.
Guðmann var jafnlyndur en með sitt skap,
fastur fyrir og ákveðinn ef því var að skipta.
Hann bar ætíð hag heimilisins og fjölskyld-
unnar fyrir brjósti.
Hann var tryggur vinum sínum, átti góða vini og lagði rækt við þá.
Hann var góður heim að sækja og gestrisni einkenndi heimili hans.
Á Vindhæli bjó Guðmann í nærri hálfa öld eða allt þar til hann veikt-
ist árið 1992. Þá fór hann á Heilbrigðisstofnunina á Blönduósi, þar var
hann allt til þess dags er hann andaðist.
Utför hans var gerð frá Höskuldsstaðakirkju 29. nóvember.
Sr. Sveinbjörn Einarsson.
Sigurlaug Stefánsdóttir
frá Smyrlabergi
Fædd 25. september 1915 -Dáin 15. desember 2000
Sigurlaug var fædd á Smyrlabergi á Ásum. Foreldrar hennar voru Guð-
rún Kristmundsdóttir og Stefán Jónsson en þau hjón eignuðust tíu börn.
Sigurlaug missti föður sinn þegar hún var átta ára gömul en móðir henn-
ar bjó áfram með börnum sínum af miklum dugnaði. Sigurlaug byrjaði
ung að hjálpa til við búskapinn en hún varð snemma dugleg til vinnu.
Hún lauk hefðbundnu skólanámi þess tíma en fór auk þess til náms við
Kvennaskólann á Blönduósi og Reykholtsskóla.
Árið 1938 stofnuðu Sigurlaug og Ragnar Þorsteinsson kennari, eigin-
maður hennar, heimili á Skagaströnd og bjuggu þar fyrstu búskaparárin.