Húnavaka - 01.05.2001, Page 203
Fréttir og fróðleikur
VEÐRÁTTAN ÁRIÐ 2000.
Janúar.
Janúarmánuður var mild'ur og
hagstæður, með breytilegum átt-
um en þó mest suðlægum þar til
28. að brá til norðlægrar áttar með
snjókomu. Urkomulaust var þó
síðasta dag mánaðarins og bitur
suðaustan gola. Frost var fyrstu níu
dagana, mest 12,8 stig þann 4. en
eftir það mældist hiti í 22 daga og
alveg frostlaust í 13 sólarhringa.
Hámarkshiti var 8 stig þann 24.
Mesti vindur var skráður 7 stig af
SA þann 9. og 10. og 8 stig af SSV
þann 15. Urkoma féll á 21 degi en
19 þeirra var hún mælanleg, alls
23,7 mm, 18,8 mm snjór og 4,9
mm regn. Snjólag var gefið allan
mánuðinn en snjór alltaf lítill.
Samgöngur voru greiðar.
Febrúar.
Vetrarveðrátta var allan febrúar,
frekar mild en nokkuð umhleyp-
ingasöm. Urkomu varð vart 23
daga en 16 daga mælanleg, alls
31,3 mm, 23,6 mm snjór og 7,7
mm regn. Hljjast varð þann 5. en
þá var 5,5 stiga hiti og frostlaust
þann sólarhring og þann næsta.
Frost mældist alla aðra daga og
varð mest 11,5 sdg þann 19. Snjó-
lag var gefið allan mánuðinn. Suð-
lægar áttir voru ríkjandi með
undantekningum til 25. en norð-
anstæðar eftir það til loka mánað-
arins. Hvassast varð af NV þann
27., skráð 8 vindstig. Var stórhríð
allan þann dag og skyggni í lág-
marki. Skrúfaðist snjórinn upp í
háa hryggi og niður í djúpa skafla.
Hægviðri var í mánaðarlokin og
samgöngur greiðar. Orlítils ösku-
falls frá Heklu varð vart þann 27.
Mars.
Marsmánuður var úrfella- og
umhleypingasamur. Úrkomudagar
voru 24 en 22 mælanlegir og úr-
koman alls 78,8 mm, 25,2 mm
snjór og 53,6 mm regn. Hljjast var
28. dag mánaðarins, 13,7 stig og
með öllu frostlaust 8 daga á tíma-
bilinu frá 10. til 29. Kaldast var
10,8 stiga frost þann 1. og síðan
11,1 stig þann 8. Attir voru suðlæg-
ar en 8 vindstig voru gefin af NNA
þann 2. og 7 vindstig af SV þann 4.
og 8 vindstig af SA þann 17.
Miklir vatnavextir urðu undir
lok mánaðarins og verulegar
skemmdir á vegum og síma í Svart-
árdal. Úrkoman mældist 25 mm
þann 27. á Blönduósi. Brúin á