Húnavaka - 01.05.2001, Page 204
202
H U N A V A K A
Ströngukvísl á Eyvindarstaðaheiði,
sem var járnbitabrú, féll í ána í vatna-
vöxtunum og eyðilagðist með öllu.
Apríl.
Aprílmánuður var kaldur, þurr
en hægviðrasamur. Urkomu varð
vart í 14 daga en 11 mælanlegir,
alls 14,3 mm, 12,7 mm snjór og 1,6
mm regn. Snjólag var gefið allan
mánuðinn en aðeins flekkótt að
jafnaði. Frostlaust var frá 5. til 9. og
27. til 30. Hiti varð mestur 11,1 stig
þann 30. en kaldast 11,5 stiga frost
þann 16. Suðlægar áttir voru til 9.
og síðan frá 24. til 25. Vindur varð
mestur 6 stig af norðri þann 10. og
af NV 7 vindstig þann 14. Ekki
kom dropi úr lofti frá 18. til 30. og
þá aðeins vottur. Jörð var mjög
þurr í mánaðarlokin og aðeins sá
gróðrarvott í skjóli við hús. Mán-
uðurinn var mjög sólríkur en loftið
kalt svo að lítið klökknaði margan
daginn. Is var farinn af vatnsföllum
í mánaðarlokin.
Maí.
Hagstæð veðrátta var fyrri hluta
maí, suðlægar áttir og hlýtt. Heit-
ast varð 15,6 stig þann 14. Ur því
dró til norölægra átta og kaldari
allt til loka mánaðarins. Frost
mældist 18. - 20., 30. og 31., þá 4
stig. Stillilogn var frá kvöldi 23. til
miðnættis 24. Urkoma var skráð 20
daga en 17 mælanlegir, alls 43,1
mm regn. Vindur var yfn leitt hæg-
ur en þó gefm 7 stig af SSV þann
3. og aftur af suðri 7. og 8. Gróður
vaknaði nokkuð vel fyrri hluta
mánaðarins, bæði á túnum og í út-
haga og þróaðist furðanlega þrátt
fyrir kuldann síðari hluta mánað-
arins. Olli því trúlega fyrst og
fremst klakaleysi í jörðu. Trjágróð-
ur var ekki laufgaður í nránaðar-
lokin en var þó vaknaður.
Kartöflur voru settar niður síðari
hluta nránaðarins en grös þeirra
komu ekki upp sökum kulda.
Júní.
Júní var hægviðrasamur, þurr og
kaldur. Lágmarksnæturhiti var sjö
sinnum 2 stig eða minna og lág-
rnarkið 1 stig þann 23. Hámarks-
hiti varð 29. en þá fór hitinn í 19
stig og tók þá grasvöxtur við sér
eftir góða rigningu aðfaranótt þess
17. Attir voru }41rleitt norðanstæð-
ar frá 6. til 26. Hægviðri var að
jafnaði, mest gefin 5 vindstig af
norðri frá 9. til 12. Urkomu varð
aðeins vart í 7 daga og 6 mælanleg-
ir, samtals 22 mm regn. Ekki kom
dropi úr lofti frá 3. til 17. eða í 14
daga. Grasvexti nriðaði mjög hægt
þó jörð kærni vel undan vetri
vegna klakaleysis og varla sást kal í
túnum. Við mánaðarlokin var haf-
inn sláttur á nokkrum túnum og
leyft að flytja fé á afrétt en hún greri
mjög seint vegna þurrka og kulda.
Júlí.
Júlímánuður var einstakur
vegna hlýinda og birtu. Attir voru
þó að mestu norðanstæðar nema
frá 14. til 23. Hitastig fór alla daga
mánaðarins yfir 10 stig en hlýjast
mældist þann 24. eða 20,8 stig.
Lágmarkshiti var 3,4 stig þann 9.
en 17 daga fór hitinn ekki niður