Húnavaka - 01.05.2001, Síða 206
204
HUNAVAKA
Vel viðraði í fjárleitum og fénað-
ur reyndist í vænna lagi. Kartöflu-
uppskera var góð og allur jarðar-
gróður mikill. Þrátt fyrir gott tíðar-
far felldi trjágróður bæði lauf og lit
síðustu daga september. Fyrst grán-
aði í fjöll þann áttunda en samfellt
frá átjánda.
Október.
Heita má að október væri góður
sumarauki - jafnviðri og góðviðri.
Logn var allan 21. en mestur vind-
ur skráður 6 stig af NNA þann 9.
og síðan 6 stig af norðri síðasta dag
mánaðarins. Annars var áttin að
jafnaði breytileg og hæg en loft
skýjað. Urkoma var skráð 17 daga
en aðeins 15 mælanlegir með úr-
konm, alls 27,5 mm, 26,7 mm sem
regn og 0,8 mm snjór. Overulegt
snjólag var gefið þannl2. og 21. er
hvarf strax en síðan varð jörð al-
hvít að kvöldi síðasta dags mánað-
arins.
Vel gekk að smala heiðalönd og
sauðfé kom vænt af fjalli eins og
áður var sagt. Hélt fé vel þunga
sínum til loka fjártöku. Rjúpna-
veiði var léleg þrátt fyrir gott veð-
ur llesta daga og greiðfæri um
hálendið.
Nóvember.
Nóvember var hægviðrasamur
og hagstæður. Skýjað og norðlæg-
ar áttir að meirihluta. Athyglisvert
var að suðvestlægum áttum brá
aldrei fyrir. Frostlaust var með öllu
dagana 10., 19., 25., 26., 27. og 30.
Mesta frost var 12 stig þann 6. og
10,3 stig þann 13. Hlýjast var 6,1
stigs hiti þann 28. og 5 stig þann
30. Mesti vindur var gefinn 6 stig af
norðri þann 1. og 11. og suðri
þann 14. Urkoma féll á 19 dögum
en 15 mælanlegir, alls 36,4 mm,
30.5 mm snjór og 5,9 mm regn.
I mánaðarlokin voru fjöll alhvít
en láglendi lítils háttar svellað.
Samgöngur voru greiðar og mikið
um margs konar mannamót.
Desember.
Desember var góðviðrasamur og
hagstæður. Urkoma varð aðeins
15.6 mm, 7,5 mm regn og 8,1 mm
snjór er féll, að mestum hluta síð-
asta dag mánaðarins og varð jörð
þá loks alhvít. Urkomu varð vart
17 daga en aðeins 12 mælanlegir.
Frostlaust var með öllu frá 3. til 9.
og síðan þann 18. Hlýjast var þann
8. og 9. eða 5,4 stiga hiti. Kaldast
var 14,6 stiga frost þann 30. Attin
var norðanstæð að meirihluta en
hæg. Mesti vindur var gefinn 5 stig
af V og NA þann 6. og 13. Logn
var dagana 1., 9. og 13. Snjólag var
gefið allan mánuðinn nerna dag-
ana 7. til 10. að alautt var á lág-
lendi.
Samgöngur voru greiðar allan
mánuðinn en nokkur hálka á veg-
um.
Varla er ofmælt að mikil ár-
gæska hafi ríkt um Húnavatnsþing
aldamótaárið 2000.
Tekið saman eftir veðurbókum
á Blönduósi 20. janúar 2001.
Grímur Gíslason.