Húnavaka - 01.05.2001, Page 218
216
HUNAVAKA
Þverbraut 1. USAH stendur að
þeirri framkvænrd eins og aðrir
íbúar og eigendur á efri hæðum
hússins. Lyftan verður tekin í notk-
un haustið 2001 og verður þá skrif-
stofa sambandsins mun aðgengi-
legri en nú er.
Eins og sést á þessari upptaln-
ingu er unnið mikið og verðmætt
íþrótta- og æskulýðsstarf á vegum
þessara félaga. A það sama við um
Umf. Fram á Skagaströnd en um
það er fjallað annars staðar í þessu
riti. Gildi ungmennastarfsins fyrir
samfélagið er mikið og má alls
ekki vanmeta. íþróttaiðkun ung-
linga er t.d. einhver besta forvörn
sem til er gegn vímuefnanotkun.
Börn og unglingar fá tækifæri til
að þroskast félagslega með þátt-
töku í æfingum ungmennafélag-
anna, styrkjast líkamlega og ná
færni í einstökum íþróttum. Loks
eru íþróttirnar mjög gefandi iðja
fyrir iðkendur og nauðsynleg af-
þreying fyrir áhorfendur!
Margir leggja hönd á plóginn til
að gera þetta mögulegt; iðkendur
sjálfír, foreldrar þeirra, auglýsend-
ur, styrktaraðilar, fyrirtæki og stofn-
anir. Síðast en ekki síst hafa
sveitarfélögin stutt ungmenna-
hreyfinguna með fjárframlögum
og ýmsum öðrum hætti. Um leið
og þakkað er fyrir veittan stuðning
vonast Ungmennasamband Aust-
ur-Húnvetninga til þess að sá
stuðningur haldi áfram og aukist á
komandi árum.
Björgvin Þór Þórhallsson,
forrnaóur USAH.
Milli manns og hests og hunds,
hangir leyniþrábur. Ljósm.: Jón Sig.
FRÁ SAMTÖKUM HROSSABÆNDA í
A-HÚN.
Héraðssýning kynbótahrossa
Samtaka hrossabænda og Búnað-
arsambandsins var haldin í Húna-
veri þann 6. júní og yfirlitssýning 9.
júní. Alls komu 47 hross til dóms,
11 stóðhestar og 36 hryssur. Dóm-
nefnd skipuðu Agúst Sigurðsson,
Valberg Sigfússon og Sigbjörn
Björnsson. Sýningin tókstmjögvel
og ágæt útkoma á dómum.
Hæstu aðaleinkunn á hrossum innan
héraðs hlutu :
Hryssur 7 vetra og e.: Fjöður frá
Hvannni 1, einkunn 7,95. Eigandi
Hólmgeir Pálsson.
Hryssur 6. v.: Mía frá Hjallalandi, ein-
kunn 7,97. Eigandi Einar Svavarsson.
Hryssur 5. v:. Hjálmfríður frá Hjalla-
landi, einkunn 7,91. Eigandi Sigríður
Hermannsdóttir.
Hryssur 4. v.: Saga frá Sveinsstöðum,
einkunn 8.01. Eigandi Magnús Ólafs-
son