Húnavaka - 01.05.2001, Page 229
HUNAVAKA
227
íbúar á öllum aldri í Torfalœkjarhreppi mættu til gróöursetningar á
Gunnfríðarstöðum. Ljósm.: Páll Ingþór.
að sækja sér efni í smíðar og upp-
lifa skóginn sem notalegan stað.
Gróðursettar voru um átta þús-
und trjáplöntur á Gunnfríðarstöð-
um, langmest í Landgræðslu-
skógaverkefninu sem félagið byrj-
aði að starfa eftir á sl. sumri. Leit-
að var eftir aðstoð frá Landsvirkjun
við gróðursetningu á plöntunum
og varð það úr að ungmenni frá
Blönduvirkjun, ásarnt verkstjórum
frá félaginu, sáu um verkið. Gróð-
ursett \Tar ofan efsta skurðar, nyrst í
landinu.
Unr mitt sumar komu tveir
menn frá Skógræktarfélagi Islands
til grisjunar í skóginum. Haldið var
áfram þar sem frá var horfið 1996
og grisjað betur í elsta lerkilundin-
um neðan Merkjalækjar. Einnig
var grisjað ofan lækjar, sunnan við
Steinholt í reit sem er samansettur
af birki, lerki og stafafuru.
Mælt var fyrir væntanlegum
gönguleiðum og reknir niður hæl-
ar í gönguleið neðan vegar að elsta
lerkilundinum. Gerð var tilraun til
að finna hæstu tré skógarins af
nokkrum tegundum. Hæsta tré
skógarins reyndist vera síberíu-
lerki, sem gróðursett var 1963 á
öðru ári skógræktar á Gunnfríðar-
stöðum. Hæð þess var um 8,70
metrar.
Önnur tré:
Sitkagreni um 8,00 m
Alaskaösp 7,70 m
Blágreni um 7,50 m
Stafafura 7,10 m
Birki 6,00 m
Mýralerki 2,60 m
Gulvíðirinn mældist óvenju hár,
eða rétt yfir 7 metra og er sá hæsti
sem Sigurður Blöndal, fyrrverandi
skógræktarstjóri, hefur hæð á utan
Hallormsstaðaskógar. Víða í Aust-
ur-Húnavatnssýslu má finna hærri
tré og eldri en á Gunnfríðarstöð-
um.
Unnið var að ýmsum öðrum
verkefnum á vegum félagsins. Má