Húnavaka - 01.05.2001, Page 230
228
H XJ N AVA K A
þar nefna Aldamótaskóg á Stein-
stöðum í Skagafírði sem skógrækt-
arfélögin á öllu Norðurlandi stóðu
að í tilefni aldamóta. Gróðursett
var í öðrum landsfjórðungum af
sama tilefni. Einnig var stutt við
gróðursetningastarfið í Vatna-
hverfi og tré hæðarmæld. I Vatna-
hverfi hófst ,Atak í Landgræðslu-
skógaverkefni“ sumarið 1990. Þá
voru gróðursettar 12 þúsund trjá-
plöntur, aðallega birki, af ýmsum
félögum og Blönduóssbæ. Nú
ellefu sumrum seinna er hæsta
birkið 2,20 m og er það hæsta tréð
í Vatnahverfi. Alaskavíðirinn hefur
þó sprottið betur eins og vænta
mátti. Runnaþyrping, sem er á
golfvellinum, hefur náð vel yfir
þrjá metra.
Þeir Reynir Hallgrímsson og Björn
Krístjánsson grilludu jyrir
skógræktarfólkið. Ljósm.: Páll Ingþór.
Sá merki áfangi náðist í skóg-
rækt á Norðurlandi að verkefnið
urn Norðurlandsskóga var form-
lega stofnað að Dagverðareyri við
Eyjafjörð. Norðurlandsskógar eru
landshlutabundið skógræktarverk-
efni til 40 ára. Megin tilgangur
þess er að stuðla að skóg- og skjól-
beltarækt á Norðurlandi. Auk þess
að trjárækt er ný búgrein hefur
hún sýnt sig að vera öflugt byggða-
og umhverfisverkefni.
I Austur-Húnavatnssýslu var víða
unnið að skógrækt á vegum ann-
arra en félagsins. Að Hamri voru
gróðursettar um 72 þúsund plönt-
ur, Blönduvirkjun um 14 þúsund,
Fjósum 12 þúsund og hjá bænd-
um, sveitarfélögum, einstakling-
um, skólum, félögum og fleirum
um 70-80 þúsund. Heildar plöntu-
fjöldi sem gróðursettur var í sýsl-
unni gæti verið um 180 þúsund og
hefur verið settur niður í um 72 ha
lands. Með tilkomu Norðurlands-
skóga mun meira land verða tekið
undir skógrækt en nú er og
vænkast þá rýr hagur skógræktar í
Húnaþingi.
Páll Ingþór.
FRÁ FÉLAGI KÚABÆNDA.
Verulegar breytingar urðu á fé-
lagsskerfi kúabænda á árinu. A að-
alfundi félagsins, 23. mars, var
stofnuð samlagsdeild innan Mjólk-
ursamsölunnar í Reykjavík en MS
hafði keypt Mjólkursamlag SAH 1.
september 1999. Ný lög voru sam-
þykkt fyrir félagið á þessum fundi.
I þeim segir m.a: Tilgangur félags-