Húnavaka - 01.05.2001, Page 231
HUNAVAKA
229
ins er; - að vinna að bættum hag
kúabænda og efla samstöðu
þeirra, - að efla faglega þekkingu
félagsmanna með fræðslufundum
og námskeiðum, - að vera málsvari
félagsmanna og miðla upplýsing-
um til neytenda um búgreinina.
Eftir er síðan að sjá hvernig til hef-
ur tekist við þessar breytingar en
vonandi verða þær bæði framleið-
endum sem neytendum til hags-
bóta.
Allmargir framleiðendur, ásamt
mjólkurbússtjóra og fleiri áhuga-
sömum um greinina, gerðu sér
dagamun í nóvember og fóru í
skoðunarferð suður á land. Heim-
sóttir voru þrír bæir, Hvassafell,
Þorvaldseyri og Seljahlíð. Á
Hvassafelli sáum við mjaltaþjón
mjólka kýrnar í þar til gerðum bás.
Greinilegt er að þetta er mikil nýj-
ung sem á eftir að þróast betur. Að
sjá voru helstu vankantar, lélegur
þvottur á spenum og eins hitt að
mjaltaþjóninum gekk misvel að
hitta upp á spenana. Hvort þetta
er framtíðin skal ósagt en gaman
og fróðlegt fannst okkur að sjá
þetta.
Á Þorvaldseyri sáum við nýtísku
mjaltabás með þeim tækjum sem
best gerast. Þangað var fróðlegt að
koma og hlýða á húsbændur fræða
okkur um búskap sinn. I Seljahlíð
var verið að breyta hlöðu og fjósi
en þar sáum við aðstöðu þar sem
kúm er gefið á nokkurra daga
fresti. Nokkrum rúllum er raðað
upp en síðan eru grindur færðar
að heyinu smátt og smátt eftir þ\í
sem það minnkar. Er það gert með
vökvabúnaði. Einungis hluti af
kúnum kemst að í einu en þær
hafa aðgang að heyinu allan sólar-
hringinn.
Á heimleið komum við aðeins
við á Stóra-Ármóti og í Mjólkurbú-
inu á Selfossi. Ferð þessi var hin
ánægjulegasta og mjög vel tekið á
móti okkur af Sunnlendingum.
Ferðir sem þessar eru bæði fróð-
legar og skemmdlegar og ættu að
verða árviss þáttur í okkar starfi.
Núverandi stjórn félags kúa-
bænda skipa: Birgir Ingþórsson
Uppsölum, formaður, Gróa Lárus-
dóttir Brúsastöðum, ritari, Valur
Magnússon Helgavatni, gjaldkeri,
Magnús Sigurðsson Hnjúki, vara-
formaður og Halldór Guðmunds-
son Holti.
Halldór Gudmundsson.
HEIMILISIÐNAÐARSAFNIÐ
Á BLÖNDUÓSI.
Starfsemi Heimilisiðnaðarsafns-
ins var viðburðarík á síðastliðnu
ári. Fastir liðir voru á sínum stað
svo sem heimsóknir skólabarna og
íslenski safnadagurinn.
Að venju heimsóttu safnið 10
ára börn úr skólum héraðsins svo
og úr Skagafirði. Nutu þau nokk-
urrar safnafræðslu auk þess að
þeim var sýnt hvernig á að kemba
og spinna ull. Börnin eru alltaf
jafn áhugasöm og væri æskilegt að
bjóða fleiri bekkjum til heimsókn-
ar í safnið.
Á íslenska safnadeginum, hinn
9. júlí, var gestkvæmt í safninu.
Safnverðir voru í íslenskum bún-