Húnavaka - 01.05.2001, Page 243
IIUNAVAKA
241
fullbúinni vöru en aukning hefur
orðið á úrbeiningu og sögun fyrir
aðrar vinnslur. Lögð hefur verið
áhersla á að tryggja vinnslunni
verkefni og þar hefur aukið kjöt-
magn hjálpað verulega upp á sak-
irnar. Hefðbundnar vinnsluvörur
eru nánast eingöngu seldar á
heimamarkaði að sviðasultu und-
anskilinni, sem seld er á landsvísu,
en segja má að hún fáist í allflest-
um matvöruverslunum landsins.
Sláturhús og vinnsla SAH á
Blönduósi hafa leyfi til slátrunar
og hlutunar sauðfjár, hrossa og
geitfjár á ESB markað sem og
Ameríkumarkað. A undanförnum
árum hefur verið lagt mikið fé í
uppbyggingu þessarar aðstöðu
sem er ein sú besta sem þekkist
hér á landi. Það er því lykilatriði að
nýta þá möguleika sem felast í
slátrun og að hluta til vinnslu slát-
urdýra úr öðrum héruðum. Það
tryggir vinnu í heimabyggð, eflir
félagið og gerir það betur í stakk
búið til að mæta harðnandi sam-
keppni.
Sigurður Jóliannesson.
FRÁ
KAUPFÉLAGI
HÚNVETNINGA.
Árið 2000 var mikið átakaár í
sögu félagsins, afar slæm fjárhags-
staða, mikil vanskil og skuldir langt
umfram greiðslugetu félagsins
settu mark sitt á fyrri hluta ársins.
Hækkun vaxta samfara fækkun
íbúa á verslunarsvæði KH skýra að
hluta þann vanda sem við var að
etja í umhverfi fyrirtækisins. Engar
forsendur voru fyrir rekstrardeildir
IxH að skila því sem þurfti til að fé-
lagið gæti staðið við skuldbinding-
ar sínar og einsýnt að félagið yrði
gjaldþrota innan nokkurra mán-
aða. Eftir ýtarlega athugun á stöðu
félagsins ákvað stjórn KH að leita
eftir samningum við kröfuhafa um
verulega niðurfellingu skulda.
Kristinn Bjarnason hrl. vann
með stjórn KH og kaupfélagsstjóra
fram eftir ári að því að semja við
kröfuhafa um skuldauppgjör. Sam-
komulag náðist við kröfuhafa, sem
áttu kröfur hærri en 100 þúsund
krónur, um lækkun skulda.
Þeir sem áttu háar kröfur í félag-
ið völdu flestir að fá 25% greiðslu
og eftirstöðvar greiddar í hluta-
bréfum eða alls 41 fyrirtæki. Kaup-
félagið þurfi að reiða fram um 50
milljónir í september vegna þessa
skuldauppgjörs og tókst það, m.a.
með því að breyta Vilko í hlutafé-
lag og selja hlutabréf í félaginu.
Má segja að kaupfélagið hafi verið
í skuldasúpu og ekki annað í stöð-
unni en selja súpuna til að losna.
Skuldir félagsins lækkuðu um
180-190 milljónir og hefur Qár-
hagsleg framtíð félagsins verið
tryggð. Rætur félagsins liggja eftir
sem áður um allt héraðið en jafn-
framt miklu víðar þar sem mörg
öflug fyrirtæki, sunnanlands og
norðan, koma að rekstrinum með
hlutafjárframlagi sínu. Á næstu
árum verður unnið að því að
breyta kaupfélaginu í hlutafélag en
það verður skoðað þegar ný lög
taka gildi sem gerir samvinnufélög-