Húnavaka - 01.05.2001, Page 248
246
HUNAVAKA
ir og góð tök á fjárrækt. Þessir
bæir eru dreifðir um land allt.
Segja má að í þessum kafla geti
íjárræktarmenn og þeir sem áhuga
hafa á fjárrækt fundið flest það
sem máli skiptir um ættfeður og
mæður þess fjár sem nútímaleg
framsækin sauðfjárrækt hér á
landi sækir kynbótaframfarir sínar
til.
Ymislegt fleira efni er í ritinu,
svo sem af ferð á Vestfirði til íjár-
kaupa vegna fjárskipta um miðja
öldina, eftir Hallgrím Guðjónsson
frá Hvammi, frásögn af ratvísi for-
ystusauða, eftir Asgeir Jónsson frá
Gottorp og ferð eftir fé í Ki ingils-
árrana eftir Aðalstein Aðalsteins-
son á Vaðbrekku.“
Orrastaðaættin. Niðjatal fjög-
urra barna Guðrúnar Erlendsdótt-
ur, f. 5. október f820 og Eysteins
Jónssonar, f. 27. október 1818.
Aður en þau fluttu í Orrastaði
höfðu þau búið í 10 ár á Refsstöð-
um á Laxárdal, þar áður 6 ár á
Geitaskarði og Torfalæk en byrj-
uðu búskap á Ystagili í Langadal
árið 1846.
I bókinni er greint frá niðjum
Erlendar sem bjó á Beinakeldu,
Guðrúnar frá Ljótshólum, séra
Lárusar prests á Staðarbakka í
Miðfirði og Solveigar sem bjó á
Orrastöðum og Tindum.
Aður hafði útgáfan gefið út
Niðjatal Björns og kvenna hans
árið 1991 og Guðmundar og Ingi-
bjargar Eysteinsdóttur árið 1992.
Gísli Pálsson.
FRÁ HÚNAVALLASKÓLA.
Kennsla, á því merkisári 2000,
hófst þriðjudaginn 4. janúar. I
mánuðinum fór fram danskennsla
á vegum Dansskóla Jóns Péturs og
Köru og lauk henni með glæsilegri
sýningu. Þann 27.janúarvar árlegt
skólamót Húnavallaskóla, Laugar-
bakkaskóla og Varmahlíðarskóla
haldið í Varmahlíð. Nemendur 10.
bekkjar fóru í kynnisferð til Sauð-
árkróks og Akureyrar og kynntu
sér námsframboð framhaldsskól-
anna á þessum stöðum.Vegna sér-
stakra aðstæðna var vetrarfrí í
skólanum 14.-16. febrúar, að því
loknu var haldinn foreldradagur
og einkunnir fyrir miðsvetrarönn
afhentar.
Félagsstörf voru með hefð-
bundnum hætti og árshátíð skól-
ans, undir stjórn Benedikts
Blöndal, var haldin 10. mars og í
tilefni af því gefið út glæsilegt
skólablað sem í fyrsta sinn var
prentað í lit.
Samræmd próf í 10. bekk fóru
fram 27. apríl til 3. maí og náðu
nemendur skólans sérlega glæsi-
legum árangri en 4 af 7 nemend-
um hlutu yfir 9.0 sem er fyrsta
ágætiseinkunn. Nemendur Hafra-
lækjarskóla komu í heimsókn 3.-4.
maí. I maímánuði fóru nemendur
10. bekkjar í skólaferðalag til Dan-
merkur og í vikutíma nutu ferða-
langar veðurblíðu og skemmtana
auk fróðleiks meðal frænda vorra
Dana. Skólaslit fóru svo fram mið-
vikudaginn 31. maí.
A nýju skólaári urðu engar
breytingar á kennaraliði og voru