Húnavaka - 01.05.2001, Page 255
H Ú NAVA KA
253
hafði staðið yfir átak í ljóðalestri og
ljóðagerð.
Haldið var upp á litlu jólin á síð-
asta skóladegi ársins, 20. desember
Helgi Arnarson.
FRÁ HÉRAÐSBÓKASAFNINU.
A síðasta ári urðu miklar breyt-
ingar á högum bókasafnsins þegar
það var flutt í nýtt húsnæði. Húsið
Hnjúkabyggð 30 sem áður hýsti
ýmis fyrirtæki, nú síðast Saumastof-
una Evu, var gert upp af miklum
myndarskap og því breytt svo það
hentaði undir bókasafn. Húsið var
í raun hannað upp á nýtt. Allar
innréttingar og flestir milliveggir
voru rifnir niður og nýjar innrétt-
ingar settar upp í staðinn. Þá var
húsið málað að innan sent utan.
Aðgengi að safninu er nú eins og
best verður á kosið en stigaklifur í
fyrra húsnæði var farið að fæla
ntarga frá að nota þjónustu þess. I
safninu er nú góð les- og vinnuað-
staða fyrir fræðimenn og grúskara
og einnig er aðbúnaður starfsfólks
til fyrirmyndar. Þeir Húnvetningar
sem aðilar eru að Héraðsbókasafn-
inu, en það eru íbúar Blönduóss-
bæjar, Engihlíðarhrepps, Torfa-
lækjarhrepps, Bólstaðarhlíðar-
hrepps, Ashrepps og Vindhælis-
hrepps, geta nú heimsótt
bókasafnið sitt í nýjum og glæsileg-
um búningi.
Flutningarnir og undirbúningur
þeirra höfðu nokkra röskun á
starfsemi þess í för með sér. Opn-
unardagar urðu 110 á árinu, á
móti 131 árið áður. Safngestum
fækkaði nokkuð urðu um 3.300 á
móti 3.900 árið 1999.
Utlán urðu sem hér segir:
2000 1999
Barnabækur 1.422 2.051
Skáldverk 4.530 5.758
Flokkabækur
og tímarit 3.434 3.614
Hljóðbækur og
önnur safngögn 312 384
Samtals: 9.698 11.807
Útlán milli ára drógust nokkuð
saman en það skýrist að mestu af
lokun safnsins vegna flutninganna.
Aðföng til safnsins hafa verið
með svipuðnm hætti og undanfar-
in ár. Nýir titlar skráðir til útlána
hafa verið sem hér segir,
2000
Barnabækur 35
Flokkabækur 85
Skáldsögur 97
Samtals: 217
1999
59
120
102
281
Tímaritakaup voru óbreytt frá
fyrra ári.
A árinu kom Vindhælishreppur
inn í rekstur safnsins sem fullgild-
ur aðili, jafnframt komu til Héraðs-
bókasafnsins bækur sem voru í
þeim tveimur bókasöfnum sem
rekin voru til skamms tíma í
hreppnum, alls um 1.300 bindi.
Bókasafnið er nú tengt við
Internetið og geta gestir þess kom-
ist í tölvu þess gegn mjög hóflegu
gjaldi. Jafnframt er safnið tengt við
bókasafnskerfið Feng sem nú er
notað í Qölmörgum bókasöfnum
landsins. Enn er hins vegar langt í