Húnavaka - 01.05.2001, Page 260
258
HÚNAVAKA
unni: Samkórinn Björk, Karlakór
Dalvíkur, og Karlakór Hreppa-
manna. Farið var í söngferðir um
næsta nágrenni og haldnir tónleik-
ar á Hvammstanga, Skagaströnd
og Miðgarði í Skagafirði. Var kórn-
um vel tekið á þessum stöðum og
oft þakkað fyrir með góðum veit-
ingum. Þá var einnig farið í söng-
för til Dalvíkur. Æfð voru í
vetrarstarfinu 38 lög og telur und-
irritaður, sem fylgst hefur með
starfi karlakórsins í rúm 30 ár, að
aldrei hafi fjölbreytni eða fjöldi
þeirra verið eins mikill. Þessu til
viðbótar voru sálmar sem æfðir
voru vegna útfara en kórinn söng
við 6 útfarir á starfsárinu. Til styrkt-
ar okkar starfsemi er að ungir
menn koma á hverju ári til liðs við
félagsskapinn og megum við sem
eldri erum vera þakkládr fyrir það.
Félagar voru á starfsárinu 39 og
lagði hver sitt til starfsins eftir
bestu getu og áhuga. Okkar ágæti
söngstjóri var eins og undanfarin
ár Sveinn Arnason frá Víðimel í
Skagafírði. Undirleikarar voru: Pál
Szabo, Sveinn Arnason, Stefán
Gíslason og Benedikt Blöndal.
Tryggvi Jónsson aðstoðaði við
raddæfmgar.
Guðmundur Valtýsson.
REIÐHÖLLIN ARNARGERÐI.
A árinu var tekin í notkun og
vígð glæsileg reiðhöll sem Arni
Þorgilsson stóð fyrir að byggja en
reiðhöllin stendur í hverfi hesta-
manna á Blönduósi, Arnargerði.
Ekki löngu eftir að Vestfirðing-
urinn og athafnamaðurinn Árni
Þorgilsson flutti hingað í Húna-
vatnssýslu fékk hann áhuga á að
koma sér upp góðu hesthúsi með
aðstöðu til þess að fara á bak inn-
andyra. I fyrstunni var hann að
hugsa um hús upp á fáein hundr-
uð fermetra en það endaði í lið-
lega 1.100 fermetra reiðhöll auk
hesthúss fyrir 20 hesta.
Bygging hússins hófst í júní
1999 og tókst að gera allt húsið
fokhelt fyrir miðjan desember það
ár. Frá þeim tíma var unnið hörð-
um höndum að innréttingu og
lokafrágangi innanhúss þar sem
stefnt var að vígsluhátíð þann 11.
mars. Húsið er stálgrindarhús á
steyptum grunni og klætt með ein-
angraðri járnklæðningu. Við bygg-
inguna störfuðu að jafnaði tveir til
fjórir menn en þegar húsið var
klætt komu til sögunnar tugir sjálf-
boðaliða úr röðum hestamanna í
Húnavatnssýslu auk fjölskyldu
Árna, sem allan tímann hefur lagt
þessari framkvæmd mikið lið.
Einnig unnu að einstökum verk-
þáttum fyrirtæki hér á svæðinu
eins og t.d. Árvirkni sem smíðaði
allar innréttingar í hesthúsið.
Mannvirkið samanstendur af
reiðsal með stæðum fyrir 300
áhorfendur. Samkomusalur er á
efri hæð fyrir tæplega 100 manns
þar sem hægt er að vera með
minni háttar veidngastarfsemi og
greiðasölu. Þá er á neðri hæð kaffi-
stofa, geymslur og salerni auk for-
stofu þar sem tengjast saman
hesthúsið, reiðsalur og kaffistofa.
Þann 11. mars var haldin vegleg