Húnavaka - 01.05.2002, Blaðsíða 42
40
HUN A V A K A
Til Reykjavíkur komum við síðari hluta dagsins. Fór ég ásamt Jóni í
Stóradal til frú Ragnheiðar Bjarnadóttur kaupkonu frá Reykhólum en
hún er ekkja Þorleifs Jónssonar alþingismanns og póstmeistara. Þar var
skrifstofa Jóns í Stóradal en hann var um þessar mundir ritstjóri við blað-
ið Framsókn sem Bændaflokkurinn gaf út. Þar sem ég ber nafn þeirra
hjóna Þorleifs og Ragnheiðar réði Jón því að ég héldi þar til, þar til ég
færi aftur frá Reykjavík.
I Reykjavík hitti ég konu Páls Zophoníassonar í þeim erindum að fá
upplýsingar um væntanlegan dvalarstað minn í Danmörku en Páll, sem
var um Jjessar mundir í kosningaleiðangri austur á landi, hafði ráðið mig
í sumarvist á landbúnaðarskólann í Ladelund á Jótlandi. Eg var að vísu
áður búinn að vita það hvar mér var ætlaður staður en ég þurfti nákvæm-
ari skýringar. Eg hitti einnig Metúsalem Stefánsson búnaðarmálastjóra
og fékk hjá honum upplýsingar og ýmiss konar fyrirgreiðslu varðandi
|>essa væntanlegu dvöl í Danmörku.
Jón í Stóradal útvegaði mér frítt far með skipi til Kaupmannahafnar.
Menntamálaráðherra, sem þá var Asgeir Asgeirsson, síðar forseti Islands,
sá um að deila þessum hlunnindum til námsmanna sem voru í námi er-
lendis. Þetta kom sér ákaflega vel fyrir mig, því peningaráðin voru af
skornum skammti enda var heimskreppan þá í fullum gangi. Með ókeyp-
is dvöl á Bókhlöðustíg 2 hjá hinni elskulegu frú Ragnheiði sparaðist dval-
arkostnaður í Reykjavík. Þetta var að vísu allt að þakka hinum ágæta Jóni
alþingismanni í Stóradal.
Föstudaginn 18. maí 1934 tók ég mér far með skipi Eimskipafélagsins,
Brúarfossi, áleiðis til Kaupmannahafnar. Skipið lagði af stað klukkan 8
að kvöldi í besta veðri og svotil sléttum sjó. Var ég uppi á Jjilfari suður
undir Reykjanes. En þegar skipið kom í Reykjanesröstina fór það að kast-
ast til, svo mörgum fannst það heldur ónotalegt. Bæði var það vegna
straumsins í röstinni og einnig af því að farið var þá að hvessa. Fóru |)á
farþegar allmargir að finna fýrir sjóveiki og hurfu í vistarverur sínar en
ekki varð öllum svefnsamt.
Morguninn eftir, laugardag, var svo komið til Vestmannaeyja. Þar voru
settir í land nokkrir farþegar sem ekki ætluðu lengra. Margir farþegar
urðu að þola sjóveikina allan laugardaginn, því ónotarugg var á skipinu
vegna hvassviðris. Ekki voru betri skilyrði fyrr en um kvöldið, að veður
tók að lægja og heilsan að skána.
Seint á snnnudagskvöldið, sem var hvítasunnudagur, kom skipið til
Thorshavn í Færeyjum. Þar fóru í land 36 sjómenn, sem höfðu brotið
skip sitt, sem sökk við Mánáreyjar. Lítið var að sjá í Thorshavn, vegna þess
að farið var að dimma þegar þangað var komið. Var svo aftur lagt í haf og
stefnt til Skotlands. Var nú veðrið orðið ágætt og gekk ferðin vel og far-
þegarnir voru ánægðir.