Húnavaka - 01.05.2002, Blaðsíða 62
60
HUNAVAKA
króki var tekinn fastur á ferð til Reykjavíkur sem sá er sett hafði seðla
þessa í umferð og meðgekk hann það en gaf Jón Pálma upp sem þann
sem framkvæmt hafði fölsunina. Var Jón tekinn fastur og kannaðist hann
bráðlega við sök sína. Var hann alllengi í gæsluvarðhaldi á Sauðárkróki.
Loks var honum sleppt úr varðhaldinu gegn tryggingu en snemma vors-
ins 1915 hvarfjón þaðan. Var hans leitað mikið og eftir honum lýst en ár-
angurslaust og héldu flestir að Jón hefði fyrirfarið sér. Svo var þó raunar
ekki. Komst Jón um sumarið dl Siglufjarðar og um haustið þaðan til Nor-
egs með norsku flutningaskipi. Verður hér sagt nokkuð frá dvöl Jóns á
Siglufirði, hversu hann komst af landi burt og frá dvöl lians í Noregi.
Atburðirnir færast til Siglufjarðar
Sumarið 1915 vann ég sem þetta rita hjá Elíasi Roald síldarkaupmanni
og útgerðarmanni frá Alasundi í Noregi en hann átti þá og starfrækd
hina svonefndu Roaldsstöð á Siglufírði sem nú er eign Samvinnufélags Is-
flrðinga. Eg hafði verið í þjónustu Roalds í nokkur ár og hafði umsjón á
vetrum með eignum hans á Siglufirði, annaðist ráðningu verkafólks fyr-
ir hann og margt fleira en þetta sumar starfaði ég jöfnum höndum sem
verkstjóri á stöðinni og annaðist bókhaldið og útborganir, ásamt með
Konrad bróður Elíasar. Var vinátta góð með þeim bræðrum og mér.
Það var dag einn seint í ágústmánuði, skönnnu fyrir hádegi, að stúlka,
sem bjó í húsinu, kemur inn á skrifstofuna, þar sem við Konrad Roald
vorum báðir að vinna og segir mér að tveir menn séu úti og óski að tala
við mig. Eg hélt að menn þessir væru í venjulegum viðskiptaerindum og
bað stúlkuna að vísa þeim inn á skrifstofuna en hún kvaðst þegar hafa
gert það en mennirnir óskað að ég fyndi þá úti. Eg fór til fundar við
mennina. Annan þeirra jDekkti ég strax, það var Sigurjón Jónsson bóndi
á Óslandi í Skagafirði, sem síðar nefndi sig Sigurjón Ósland, gamalkunn-
ugur mér sem nágranni á unglingsárum, maður kjarkmikill og ókvalráð-
ur. Hinn maðurinn kvaðst heita Hjálmar Þorsteinsson frá Mánaskál í
Húnavatnssýslu og haíði ég aldrei séð hann fyrr eða heyrt hans getið.
Sigurjón hafði orð fyrir þeim félögum og kvað þá þurfa að tala við mig
einslega. Eg bauð þeim að koma inn á skrifstofuna en Sigurjón kvað er-
indi þeirra þannig farið að þeir gætu ekki rætt það við mig þar, - hvort ég
gæd ekki komið með þeim og veitt þeirn viðtal heima hjá mér. Eg benti
honum á að ég væri í annars þjónustu og ætti ekki hægt með það, hvort
viðtalið tæki langan tíma? Já, kannski allt að klukkustund, sagði hann.
Hann lagði fast að mér með þetta og varð það úr að ég fór með þeim
heim til mín sem var skammt frá. Þegar við vorum sestir í stofu heima
hjá mér bað ég Sigurjón að segja erindið. Við höfum meðferðis böggul,