Húnavaka - 01.05.2002, Blaðsíða 195
Fréttir og fróðleikur
VEÐRÁTTAN ÁRIÐ 2001.
Janúar.
Janúar var mildur og úrkomulít-
ill. Frostakafli var fram til 10. og
varð frostið mest 13,5 stig þann
fjórða. Hægvdðri ríkti sama tíma og
snjólag gefíð til þess 12. er hlýnaði
og var að mestu snjólaust til mán-
aðamóta nema grátt var í rót síð-
asta daginn. Hlýjast var 9,2 stiga
hiti þann 23. Mesti vindur var gef-
inn dagana 12., 13., 16. og 17. af
suðri 7 vindstig (um 15 m/sek).
Urkoma var aðeins 9,6 mm og féll
á 18 dögum en aðeins 9 mælanleg-
ir, 7,9 mm regn og 1,7 mm snjór.
Láglendi var snjólaust í mánaðar-
lokin en fjöll flekkótt. Vegir greið-
færir.
Febrúar.
Febrúar hófst með hlýindum og
\-ar alveg frostlaust þrjá fyrstu dag-
ana og síðan 11., 13., 18. og 19.
Hlýjast var 8,7 stiga hiti þann 2. en
kaldast, 10,6 stiga frost, þann 25.
og 10,5 stig þann 28. Oftast voru
suðlægar áttir en brá loks tíl SV átt-
ar er var nokkuð ríkjandi og stríð
og voru 8 vindstig (um 19 m/sek)
þann 17. Snjólag var frá 7. til 12.,
síðan 14. og 15. og loks frá 20. til
mánaðarloka. Jörð var þó sjaldan
alhvít. Úrkoma var skráð 18 daga
en 16 mælanlegir, alls 29,2 mm, 19
mm regn og 10,2 mm snjór. Varla
var talandi um vetrartíð í febrúar
fyrr en síðasta þriðjung mánaðar-
ins og var mánuðurinn í heild hag-
stæður til samgangna og hvers
konar starfa.
Mars.
Samfelld vetrartíð var í mars og
snjólag gefið allan mánuðinn en
sjaldan verulegt og tafði ekki sam-
göngur. Attir voru að meirihluta
norðanstæðar en marga daga hæg-
viðri og nokkra daga logn. Norðan
og NA hvass vindur, skráður 8
vindstíg þann 4. og 7 vindstig þann
31. Hití mældist í 12 daga, mest 4,7
stíg þann 18. og aðeins einn dagur
frostlaus þann 12. Frost mældist
13,6 stig þann 1. en mest 17 stig
þann 24. Úrkoma var í 16 daga en
aðeins 11 mælanlegir, samtals 29
mm, allt snjór.
Mánuðurinn kvaddi með frost-
lausu veðri en harðri NA átt, 8
vindstígum og tvísýnu ferðaveðri.
Apríl.
Aprílmánuður mátti teljast mild-
ur og snjóléttur. Snjólag var þó gef-
ið nema 5 síðustu dagana en fjöll