Húnavaka - 01.05.2002, Blaðsíða 176
174
HUNAVAKA
eflaust með hlvju þegar það fékk eitthvert góðgæti úr hendi Gullu. Eftir
að Gulla fluttist til Reykjavíkur, og allt fram á efri ár, stundaði hún dans-
listina af miklum krafti, í góðra vina hópi, enda hafði hún mikla unun af
dansi. Þegar lieilsan fór að dala vegna gigtveikinnar varð hún að draga úr
dansinum og það þótti henni mjög miður. Þegar það gerðist tók við önn-
ur tómstundaiðja og hin síðari ár voru bingó og félagsvist kærkomin
ástæða til að hitta vini og kunningja og njóta samvista við lífsglatt fólk.
Síðustu árin sneri hún sér einnig að íþróttum og var ,,boccia“ ofarlega á
blaði yfir vinsælustu íþróttagreinina.
Þó svo að Gulla hafi sjálf verið ákaflega ánægð með lífið og tilveruna
allra síðustu æviárin þá voru jsau samt sem áður ekki áfallalaus því
snemma á tíunda áratugnum létust þrjú barna hennar með skömmu
millibili og var |jaö henni mikill harmur og jjungbær raun.
Rúmum mánuði fyrir andládð fékk Gulla kærkomið tækifæri til Jjess
að kveðja ástvini sína í lifanda lífl, Jjegar hún, ásamt börnum sínum,
tengdabörnum og afkomendum þeirra og fjölskyldum, fór norður í
HúnaJjing. Astæða þessa ferðalags og samkomu var að minnast þess að
100 ár voru Jjá liðin frá fæðingu Ara seinni manns hennar. A |jessu móti
átti hún margar góðar og ánægjulegar stundir.
Guðlattg var jarðsungin frá Blönduósskirkju 21. júlí.
Sr. Magnús Magnússon.
Sveinbjörg Ósk Björnsdóttir,
Kambakoti
Fædd 11. mars 1919 - Dáin 12. júlí 2001
Lífsganga Sveinbjargar Björnsdóttur, eða Boggu eius og hún var jafnan
kölluð, hófst á öðrum tug tuttugustu aldar. Hún var fædd á Kjalarlandi á
Skagaströnd, dóttir hjónanna, Björns Þorleifssonar og Vilhelmínu
Andrésdóttur. Bogga var, ásamt Bertel tvíbiu abróöur sínum, elst s\'stkin-
anna og jafnframt sú síðasta sem kveður þennan heim. Yngri systkini
þeirra Bertels voru Sigríður og Þórarinn sem var yngstur.
Bogga sleit barnsskónum á Kjalarlandi hjá föðurmóður sinni, Osk Sig-
urðardóttur og síðari manni hennar, Sveinbirni Guðmundssyni en á Kjal-
arlandi ólst hún upp við venjuleg sveitastörf og leiki liðins tíma.
Arið 1938 eignaðist Bogga sinn elsta son, Hörð Ragnar Ragnarsson,
en hann ólst upp hjá foreldrum hennar. Fáum árum síðar eða um 1941
hóf Bogga búskap með Axel Asgeirssyni. Reistu þau bú sitt í Höfðahólum
á Skagasuönd. Varð Jjeim Boggtt og Axel þriggja barna auðið og fæddust