Húnavaka - 01.05.2002, Blaðsíða 121
IIÚNAVAKA
119
að koma heim af engjum, Magnús bóndi og Leifur, sem þá voru á léttasta
skeiði. Voru þeir vel ríðandi. Sjá þeir tudda kominn út á tún. Ríður Leif-
ur til og ætlar að reka bola inn í fjós. Boli snýr þá á móti honum
bölvandi, ræðst á hann og hendir honum og hestinum í háa loft. Meidd-
ust þeir lítt en áttu fótum fjör að launa. Komust þeir, Leifur og Maggi,
klakklaust heim og inn í bæinn sem þá var torfbær. Verður það fangaráð
þeirra að hringja í Sveinsstaði og biðja um liðsauka. Þar voru heima,
Olafur og Baldur Magnússynir, báðir upp á sitt besta. Þeir fá með sér
Jóhann í Skólahúsinu og halda til Hnausa.
Er þeir koma í túnfótínn er heimafólk hrópandi heima \’ið bæ að segja
þeim að gæta sín á tuddannm. Þeir héldu til bæjar og upp á bæjarhúsin.
Voru nú þeir bændur í Hnausum, Sveinbjörn, Leifur og Magnús komnir
þar einnig. Var þá boli bölvandi að róta þar í eldiviðarhlaða er Svein-
björn átti. „O, ræðst hann á eldiviðinn, bölvaður,“ varð þá Sveinbirni að
orði.
Ekki leið á löngu áður en tuddi kom bölvandi að veggnum, ranghvolf-
andi í sér augum og fnasandi á þá félaga þar sem þeir stóðu. Lagði hann
síðan froðufellandi granirnar upp á vegginn og bölvaði ógurlega. Við
eina atrennu tudda gat Olafur seilst í nasahringinn og náði þar taki með
tveim fingrum. Sljákkaði jjá nokknð í tarfínum. Kom nújóhann einnig
og hélt í Olaf svo að hann hrataði ekki niður af veggnum. Hinir komu
með bönd og færðu á bolann. Var síðan haldið til fjóss.
Þar þurftí að fara í gegnum þröng og löng göng. Lenti nú í miklum
stimpingum, þó koniu þeir að lokum bölvandi og rymjandi tuddanum
inn í göngin. Bolinn var jjað stór og digur að hann fyllti næstum út í
göngin. A miðri leið ærðist tuddi og braust um æðislega og á }'firnáttúr-
legan hátt snéri hann sér við í göngunum. Að vísu héldu böndin en nú
voru menn tilneyddir að fara aftur út með bola og snúa honurn þar við.
Þá var tuddi orðinn svo dasaður að það gekk slysalaust að koma honum
til báss og binda tryggilega.
Heimild: Olafur Magnússon á Sveinsstöðum.
Steig hann síðan á bak
Þegar Hjörtur Gíslason var vinnumaður á Stóru-Giljá var þar jjarfanaut
eitt mikið en sá galli var á að nautið var mannýgt. Einu sinni (Durfti að
koma nautinu út að Akri í embættiserindum en enginn treystist til þess
að fara með blóðmannýgan tarfrnn.
Loks bauðst Hjörtur til að reyna. Hann var þá á besta aldri, bæði lipur
og sterkur. Hann fékk sér hnakk og beisli, lagði við tudda, setti á hann
hnakkinn, g}'rti rammlega og steig síðan á bak er tuddi var út kominn.
Nautið ærðist, ólmaðist um og lét öllum illum látum til að byrja með en