Húnavaka - 01.05.2002, Blaðsíða 66
64
H U N A V A K A
Bergen og með því áttu einnig að fara þangað nokkrir norskir verka-
menn sem unnið höfðu hjá Roald um sumarið. Sjálfur var Roald farinn
heimleiðis en Konrad bróðir hans eftir og hafði ég ásamt honum því
með skipið að gera.
Eg brá mér nú um borð og hitti Förland skipstjóra að máli. Tók hann
mér vel að vanda og bauð mér til hýbýla sinna og góðgerðir. Eg vakti
máls á því við hann hvort hann gæti flutt einn farþega, mín vegna, yfir til
Noregs. Hann kvaðst bundinn loforði að flytja verkamenn Roalds, þá
sem eftir voru og kvaðst ekki vita hve rnargir þeir væru en pláss fýrir fólk
væri mjög takmarkað. Eg sagði honum að menn Roalds væru sjö. Já, við
höfum nú ekki pláss fýrir fleiri og raunar ekki nema sex, sagði skipstjór-
inn og svo er annað, matsveinninn þykist hafa meir en nóg á sinni könnu
og er óánægður með að bæta á sig að sjá Roalds mönnum fyrir fæði. Það
mætti nú þóknast honum fýrir að sjá um mat handa manninum, sagði
ég. Jæja, sagði skipstjórinn. Eg vil gjarnan gera þetta fyrir þig og ef þú
vinnur matsveininn til þess að sjá um matinn handa manninum þá hola
ég honum einhvers staðar niður á leiðinni, í versta tilfelli læt ég hann
sofa í bekknum inni í svefnklefa mínum. Þetta er ágætt, sagði ég, en hér
er þó eitt enn við að athuga. Maður þessi verður að flytjast héðan með
leynd og enginn hér á landi má vita um ferð hans. Þú verður að dylja
hann vandlega þar til þú ert kominn út á rúmsjó. Förland hvessti á mig
augum og varð þungur á svipinn. Hvað meinar þú? spurði hann. Maður-
inn er sekur við lög landsins og þarf að flýja undan refsingu, sagði ég.
Hvað hefur hann gert fyrir sér? spurði Förland. - Hann skrifaði nafn á
víxil en af vangá varð það annað nafn en hans eigið. Það flaug með eld-
ingarhraða í huga minn að ekki væri heppilegt að nefna peningafölsun-
ina en þetta var talsvert skylt. Nú, svoleiðis, sagði Förland, ég skil. Hvað
fær hann mikið fyrir |)aö? Sennilega tv'ö til þrjú ár, svaraði ég án þess að
vita nokkuð um hvort það væri nærri veruleika. Eg fullvissaði Förland
um að hann gerði gott verk með því að hjálpa manni þessum og ég væri
alveg viss um að maðurinn mundi rétta við ef hann fengi tækifæri til að
frýjast við hina þungu refsingu. Eg átti hægt með að tala um fýrir För-
land á þessum grundvelli því þetta var sannfæring mín. Engu vildi För-
land lofa að þessu sinni um liðsinni sitt en kvaðst jmrfa að hugsa málið
og skyldi tala við mig daginn eftir.
Ferðin afráðin, spurningin um útvegun vegabréfs og
skipt um nafn
Ég beið nú í ugg og ótta þar til Förland kom heim til mín daginn eftir.
Ég ætla að taka manninn af þér, sagði hann strax, en mundu jtað vel að