Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2009, Page 4
Laugardagur 3. janúar 20084 Fréttir
Sandkorn
n Meðlimir úr mótmælenda-
hreyfingunni Raddir fólksins
gengu á fund Árna Mathiesen
fjármálaráð-
herra í gær
og afhentu
honum yfir-
lýsingu þar
sem þess er
krafist að
hann segi
af sér vegna
þáttar hans í
efnahagsástandinu í þjóðfélaginu.
Hörður Torfason tónlistarmaður
fór fyrir hópnum og segir hann
að mótmælendurnir hafi rætt við
Árna í um eina og hálfa klukku-
stund í fjármálaráðuneytinu og
sett fram margvísleg rök fyrir því
af hverju Árni ætti að segja af sér.
„Listinn með rökunum gegn Árna
er orðinn svo svakalega langur að
ég veit bara ekki hvar ég á byrja,“
segir Hörður.
n Ýmsir í forystu Samfylkingar-
innar eru hugsi yfir útspili Geirs
H. Haarde, formanns Sjálfstæðis-
flokksins, um
tvöfalda þjóð-
aratkvæða-
greiðslu.
Sú fyrri ætti
þá að svara
spurning-
unni hvort
sækja ætti um
aðild að Evr-
ópusambandinu. Þykir sumum
sem þetta beri vott um ákvarð-
anatökufælni Geirs og jafnvel að
hann reyni með þessu að blíðka
heimastjórnararm flokksins,
sem stýrt er úr Seðlabankanum.
Í besta falli gæti slík þjóðarat-
kvæðagreiðsla upplýst eitthvað
um fordóma nei-fólksins og vonir
já-fólksins. Samfylkingarmenn
furða sig á þessu og benda á að
engin þjóð hafi farið þessa leið.
Eru sumir þeirra orðnir þykkju-
þungir og þykir forsætisráðherr-
ann vera búinn að haardera nóg.
n Stjórnmálakerfið er úrelt,
segir Þráinn Bertelsson rithöf-
undur. Hann segir lítinn mun á
stjórnmálaflokkum og pakka-
ferðum ferðaskrifstofanna.
Þannig séu stjórnmálaflokkarnir
ferðaskrifstofur inn í framtíðina.
Þeir bjóði upp á hugmynda-
fræðilegar pakkaferðir sem taka
fjögur ár
og meðan
á því ferða-
lagi stendur
þýði hvorki
fyrir al-
menning
að æmta né
skræmta,
þetta sé
spurning um allt eða ekkert og
þýðir ekkert múður. „Ég er ein-
staklingur. Ég hugsa oftar en á
fjögurra ára fresti,“ segir Þráinn
á bloggi sínu og krefst breytinga.
Glæpaklíka Geira Smart
kristján hreinsson skáld skrifar. „Skálum fyrir pakkinu sem þiggur kryddsíld og kampavín á meðan þúsundir Íslendinga eru að missa atvinnuna.“
Einhverju sinni var því haldið fram í mín eyru að ýmiskonar læknamistök í fyrir-sögnum væru best til þess fallin að selja dagblöð. Eins hefur því verið hvíslað að
mér að fyllirí og lýtalækningar fræga fólksins geti
selt blöð sem allajafna þykja ódýr pappír. Mér hef-
ur svo í þokkabót verið tjáð, að ærlegheit, heilindi
og fáguð framkoma teljist til þeirra kosta sem hve
bestir þykja í fari fólks.
Þetta nefni ég við þig, þjóð mín góð, á þeim
tímamótum sem við upplifum nú. Núna mætast
gamli tíminn, með ranglæti og óheiðarleika, og
nýr tími, með réttlæti og heiðarleika. Og okkur
opnast ný leið: Ef við viljum breyta þá er kominn
tími til að skoða söguna – kíkja vel á læknamistök
valdhafanna og krefjast þess að þeir sem sukk-
uðu burt eigur okkar og fóru í lýtaaðgerðir á okkar
kostnað, verði nú látnir svara til saka.
Þessi leið er réttur þinn, þjóð mín góð.
Fyrir einu ári lofaði Geir Haarde góðærið og
þá gósentíð sem hann og Dabbi litli bankamað-
ur höfðu skapað þjóðinni með aðstoð manna
sem ættu allir sem einn að vera á sakaskrá og á
lista yfir eftirlýsta glæpamenn. Áfram hélt Geir að
mæra sjálfan sig og verk sinna manna. Jafnvel þótt
færustu hagfræðingar heimsins héldu því fram að
íslenska glæpaklíkan væri gjaldþrota, sagði Geir
að hér væri allt í lagi. Eftir næturfund með seðla-
bankaklíkunni laug Geir því að þjóðinni að þetta
hefði bara verið venjulegur fundur. Hann laug og
hann laug. Geir sagði þjóðinni ósatt, hann beitti
skreytni og hann laug. Og svo kemur annar lyga-
mörðurinn fram og lýgur því að hann sem lítill
bankamaður hafi varað við og sagt að allt ætti eftir
að fara á versta veg. Og þegar Dabbi litli er beðinn
um að sanna orð sín þá ber hann við bankaleynd,
brosir einsog púki og hverfur inní musterið.
Í nýjasta einkaáramótaskaupi Geirs Haarde
segir hann okkur að ef hann hafi hugsanlega gert
eitthvað rangt, þá þyki honum það leitt.
Verum stolt! Fögnum sigrum! Fögnum með
stjórnmálaflokkunum sem nýverið tvöfölduðu
þau framlög sem til þeirra renna úr ríkissjóði.
Skálum fyrir pakkinu sem þiggur kryddsíld og
kampavín á meðan þúsundir Íslendinga eru að
missa atvinnuna. Fögnum því að við erum fyrst
með kreppuna! Mesta þjóðarskömmin er okkar!
Lygnustu stjórnmálamenn veraldarsögunnar eru
Íslendingar. HÚRRA, HÚRRA, HÚRRA, HÚRRA!
Að sverta aula ekki má,
það illu kann að valda,
en æruþvott þeir einir fá
sem á því þurfa að halda.
Skáldið Skrifar
Lýðræðið er í hættu
Endalok Ameríku
Frí heimsending
http://www.eshop.is/bendill
Pöntunarsímar:
567-9818 / 897-9818
Guðmundur Kristjánsson hæstarétt-
arlögmaður ætlar í skaðabótamál
gegn íslenska ríkinu vegna skipun-
ar Þorsteins Davíðssonar í embætti
héraðsdómara við Héraðsdóm Norð-
urlands eystra. Þorsteinn tók við hér-
aðsdómaraembættinu þann 1. jan-
úar í fyrra.
Umboðsmaður Alþingis, Tryggvi
Gunnarsson, sendi frá sér álit þann
30. desember 2008 þar sem kom-
ist var að þeirri niðurstöðu að mikl-
ir annmarkar hefðu verið á skipun
Þorsteins í embættið og að ekki lægi
fyrir rökstutt mat um að hæfasti um-
sækjandinn hefði verið valinn í emb-
ættið. Guðmundur var metinn mjög
vel hæfur til að gegna embættinu af
nefnd sem mat hæfi umsækjenda á
meðan Þorsteinn var metinn hæfur.
Þorsteinn Davíðsson er sonur
Davíðs Oddssonar fyrrverandi for-
sætisráðherra og fyrrverandi aðstoð-
armaður Björns Bjarnasonar, dóms-
og kirkjumálaráðherra. Björn vék
sæti sem ráðherra þegar skipað var í
embættið og skipaði Árni Mathiesen
fjármálaráðherra Þorstein í embætt-
ið sem settur dóms- og kirkjumála-
ráðherra. Árni var ekki sammála mati
nefndarinnar sem mat hæfi umsækj-
andanna, meðal annars taldi hann að
ekki hefði verið tekið nægilega mikið
tillit til starfsreynslu Þorsteins Dav-
íðssonar sem aðstoðarmanns Björns
Bjarnasonar um fjögurra ára skeið.
Ömurleg stjórnsýsla
Guðmundur Kristjánsson segir að
niðurstaða umboðsmanns Alþingis
hafi verið sú sem allir bjuggust við og
að hún hefði ekki getað orðið önnur.
„Þessi stjórnsýsla er ömurleg. Þetta er
ekki nokkru lagi líkt. Skipun Þorsteins
var rammpólitísk og andstæð öllum
reglum. Hann fékk embættið fyrst og
fremst af því að hann er sonur Davíðs
Oddssonar,“ segir Guðmundur. Hann
segir að meginatriði málshöfðunar-
innar gegn ríkinu sé að fá endanlega
úr því skorið hvort skipun Þorsteins
hafi verið óréttmæt eða ekki; málið
snúist ekki um peninga. „Þetta er fyrst
og fremst prinsippmál,“ segir hann.
Guðmundur segir að hann muni
hefjast handa við það bráðlega að
undirbúa stefnuna gegn ríkinu.
Tveir aðrir umsækjendur
íhuga málsókn
Annar umsækjandi um embættið,
Pétur Dam Leifsson, lektor við Há-
skóla Íslands og Háskólann á Ak-
ureyri, segist enn ekki hafa ákveðið
hvort hann muni fara í skaðabótamál
gegn ríkinu. Pétur var metinn mjög
vel hæfur til að gegna embættinu
líkt og Guðmundur. „Ég hef ekki enn
ákveðið hvort ég ætla að fara í skaða-
bótamál en ég útiloka það alls ekki,“
segir Pétur Dam Leifsson. Hann segir
að skipun Þorsteins hafi verið alger-
lega óforsvaranleg að mörgu leyti, líkt
og komi fram í áliti umboðsmanns
Alþingis.
Ragnheiður Jónsdóttir, fulltrúi
hjá sýslumanninum á Húsavík, sem
einnig sótti um embættið útilokar
heldur ekki að hún fara í mál vegna
skipunar Þorsteins. Ragnheiður var
metin hæf til að gegna embættinu
líkt og Þorsteinn. „Þetta er greinilega
pólitísk skipun frá a til ö,“ segir Ragn-
heiður.
Fimmti umsækjandinn um emb-
ættið, Halldór Björnsson, sem einn-
ig var metinn mjög vel hæfur líkt og
Guðmundur, var skipaður héraðs-
dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur
í haust.
Í gær náðist ekki í Þorstein Davíðs-
son og Árna Mathiesen til að spyrja þá
hvort þeir hygðust segja af sér vegna
niðurstöðu umboðsmanns um emb-
ættisskipunina.
Guðmundur Kristjánsson mun stefna ríkinu út af skipun Þorsteins Davíðssonar í emb-
ætti héraðsdómara. Umboðsmaður Alþingis taldi mikla annmarka á skipun Þorsteins í
embætti. Þorsteinn er sonur Davíðs Oddssonar og fyrrverandi aðstoðarmaður Björns
Bjarnasonar dóms- og kirkjumálaráðherra. Gengið var framhjá Guðmundi og Pétri
Dam Leifssyni við skipun í embættið en báðir voru metnir hæfari en Þorsteinn. Pétur og
Ragnheiður Jónsdóttir, annar umsækjandi, íhuga einnig málsókn.
Ætlar í mál vegna
skipunar Þorsteins
InGI F. VILhJáLmssOn
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
„Þessi stjórnsýsla er
ömurleg. Skipun Þor-
steins er rammpólitísk.“