Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2009, Side 14
Laugardagur 3. janúar 2008 14 Helgarblað
Jón Ásgeir er sagður vera glaumgosi
sem ætli sér að kaupa upp allt Bret-
land. Lögfræðingar Jóns Ásgeirs eru
sagðir hafa gert alvarlegar athuga-
semdir við efni bókarinnar.
Kristján B. Jónasson, bókaútgef-
andi og formaður Félags íslenskra
bókaútgefenda, greindi frá því nýlega
á bloggsíðu sinni að útgáfufélagið
John Blake ætti í deilum við lögfræð-
inga Jóns Ásgeirs. Kristján skrifar:
„Samkvæmt þeim er það lögfræð-
ingahjörð Jóns Ásgeirs sem stoppar
bókina og þau segjast ekki nenna að
fara með hana lengra þar sem úti-
lokað sé að hún selji upp í kostnað-
inn sem hlýst af málavafstrinu. En
þau segja jafnframt að þetta sé í eina
skiptið sem þau hafi lent í vandræð-
um með útgáfubækur sínar, og kalla
þau ekki allt ömmu sína í því sam-
bandi.“ Þrátt fyrir margítrekaðar til-
raunir hefur DV ekki náð tali af höf-
undum bókarinnar.
Með bíladellu
Eins og fram kom í fjölmiðlum flutti
Jón Ásgeir inn forláta Rolls Royce-bif-
reið til að keyra hann og Ingibjörgu frá
Fríkirkjunni í Reykjavík þar sem þau
gengu í það heilaga. Bílferðin var ekki
löng, því veislan var haldin í Listasafni
Reykjavíkur. Jón Ásgeir hefur smekk
fyrir dýrum lúxusbílum og raunar er
hann sagður vera forfallinn bíladellu-
karl. Flest sem tengist hvers konar
mótorsporti vekur áhuga hans, hvort
sem það er kappakstur, Formúla 1, vél-
sleðar, sæþotur eða gókart-bílar.
Árið 2005 tók Jón Ásgeir, ásamt
Hannesi Smárasyni, þátt í kappakstr-
inum Gumball 3000 þar sem sportbíl-
um er ekið um þrjár heimsálfur. Marg-
ir heimsþekktir skemmtikraftar og
auðmenn hafa tekið þátt í kappakstr-
inum í gegnum tíðina.
Jón Ásgeir ók ásamt æskuvini sínum
Guðmundi Inga Hjartarsyni á Bentley
GT Flying Spur sportbíl. Annar æsku-
vinur Jóns Ásgeirs, Ragnar Agnarsson,
tók einnig þátt í kappakstrinum. Síð-
asti leggur leiðarinnar lá um Kaliforn-
íufylki í Bandaríkjunum og lauk við
Playboy-setrið þar sem slegið var upp
heljarinnar veislu þegar keppendur
komur í mark. Þátttaka þeirra félaga
markar að margra mati hápunktinn í
góðærinu, þykir bera vott um tilgangs-
laust fjáraustur auðmanna.
Fjölmiðlamógúll
Engar fjárfestingar Jóns Ásgeirs hafa
verið eins umdeildar og fjölmiðla-
fjárfestingar hans. Fjölmiðlar í eigu
hans hafa ítrekað verið sakaðir um
að ganga erinda hans. Jón Ásgeir
keypti Norðurljós af Jóni Ólafssyni
árið 2003. Sagt er að þeir hafi hist á
laugardagsmorgni síðla þess árs að
undirlagi Sigurðar G. Guðjónssonar
hæstaréttarlögmanns. Þennan morg-
un fóru þeir yfir hugsanleg kaup Jóns
Ásgeirs á fjölmiðlasamsteypunni.
Strax sama kvöld hafði Jóni Ólafssyni
borist tilboð í ráðandi hlut í félaginu
sem var samþykkt. Norðurljós urðu
að 365, sem gaf út tvö dagblöð, fjölda
tímarita og rak útvarps- og sjón-
varpsstöðvar þegar best lét.
Í grein Mannlífs í apríl 2005 segir
frá því þegar Jón Ásgeir reiddist mjög
vegna framgöngu Þórhalls Gunnars-
sonar og Jóhönnu Vilhjálmsdóttur
gagnvart Jóhannesi Jónssyni í þætt-
inum Ísland í bítið á Stöð 2. Þáttar-
stjórnendur lögðu fram gögn sem
sýna áttu óeðlilega hækkun vöru-
verðs á leiðinni frá Bandaríkjunum
í verslanir Baugs og gagnrýndu Baug
mikið og deildu hart við Jóhannes.
Sigurður G. Guðjónsson sagði þá í
viðtali við blaðið að Jón Ásgeir hefði
sent honum tölvupóst og tilkynnt
honum að fyrirtæki hans myndu
ekki auglýsa í fjölmiðlum Norður-
ljósa framar.
Baugur varð síðar stór hluthafi
í Norðurljósum. Fullyrt var í grein
Mannlífs að Jón Ásgeir hefði haft sér-
stakan áhuga á að koma Jóhönnu
Vilhjálmsdóttur úr starfi. Síðar hættu
bæði hún og Þórhallur Gunnarsson
á Stöð 2 og fóru yfir á Ríkisútvarpið.
Tók Séð og heyrt úr sölu
Spurningar hafa vaknað um hvað
vakir fyrir Jóni Ásgeiri með því að
eiga fjölmiðla. Rekstur þeirra hefur
verið þungur og fáir skilað hagnaði.
Í sömu grein í Mannlífi er sagt frá því
þegar Sigurði Hólm Gunnarssyni,
þáverandi blaðamanni Vísis, var sagt
að eyða út frétt af vefnum um ásakan-
ir Jóns Geralds Sullenberger á hend-
ur Jóni Ásgeiri. Sigurður vildi ekki
verða við því en bauð Jóni Ásgeiri að
bregðast við fréttinni, það hafi hann
hins vegar ekki viljað. Skömmu síðar
hvarf fréttin og skýring Soffíu Stein-
grímsdóttur, þáverandi ritstjóra, var
að sögn Sigurðar að hafa þyrfti í huga
hver eigandi miðilsins væri. Betra
væri að hafa samband við forsvars-
menn Baugs áður en slíkar fréttir
væru birtar.
Annað dæmi hefur verið nefnt
um bein afskipti Jóns Ásgeirs af rist-
jórnum fjölmiðla en það var þegar
Séð og heyrt birti myndir af snekkj-
unni frægu Thee Viking. Jón Ásgeir
er sagður hafa brugðist illa við og
tekið tölublaðið úr sölu í nokkrum
búðum Baugs.
Í fyrsta tölublaði Ísafoldar frá
2006 kemur fram að eigendur Frétta-
blaðsins hafi afhent blaðinu ákær-
urnar í Baugsmálinu á undan öll-
um öðrum fjölmiðlum. Skilmálarnir
voru að lögmenn Baugs myndu fá að
lesa greinarnar fyrir birtingu. Síðar
kom í ljós að þeir hlutuðust einnig
til um hvenær ákærurnar yrðu birt-
ar. Fréttablaðið var komið í þá stöðu
að stinga fréttum ofan í skúffu þar til
það hentaði eigendunum.
Jónas Kristjánsson, fyrrverandi
ritstjóri DV, segist aldrei hafa fundið
fyrir eigendaþrýstingi á meðan hann
ritstýrði blaðinu og Jón Ásgeir var
aðaleigandi. „Nei, bara alls ekki. Ég
hafði einu sinni samband við hann
að fyrra bragði og það var til að tala
við hann um kappakstur. Að öðru
leyti talaði ég aldrei við hann. Allan
þann tíma sem ég var þarna var sam-
bandið nánast ekki neitt.“
Álítur sig ekki sökudólginn
Deilt er um hversu mikla ábyrgð Jón
Ásgeir ber á þeirri stöðu sem upp er
komin í íslensku viðskipta- og efna-
hagslífi. Margir hafa bent á hann
sem einn helsta sökudólginn í hruni
íslenska fjármálaheimsins. Sjálfur
segist hann ekki finna til sektar og
hefur bent til baka á Seðlabanka Ís-
lands og sinn forna fjandmann Dav-
íð Oddsson. Í aðsendri grein í Morg-
unblaðinu á milli jóla og nýárs undir
yfirskriftinni „Setti ég Ísland á haus-
inn?“ segist hann ekki bera ábyrgð
á ástandinu og segir meðal annars:
„Hversu mjög sem ég leita í huga
mér að slíkri ábyrgð þá finn ég hana
ekki. Og vonandi ekki aðrir þeir sem
horfa á þessar staðreyndir af yfirveg-
un. Vissulega eru mörg fyrirtæki sem
tengjast mér í vanda þessa dagana,
eins og nær öll fyrirtæki í landinu. En
það er afleiðing af hruni efnahags-
lífsins, ekki orsök þess. Bankarnir
hrundu yfir fyrirtækin, ekki fyrirtæk-
in yfir bankana.“
Vilhjálmur Bjarnason, formað-
ur félags fjárfesta, er ekki sammála.
„Ábyrgð hans er töluverð. Hann
kemur að FL Group, hann kemur að
Glitni og ýmsum öðrum stofnunum.
Hann skuldar örugglega eithvað í
Landsbankanum sem er fjármagn-
aður af IceSave. Þannig að hann ber
ríkulega ábyrgð,“ segir hann
„Líkt og um blóðhefndir væri
að ræða“
Sænska viðskiptablaðið Affärsvärl-
den lýsti samskiptum Jóns Ásgeirs og
Davíðs með því að segja að það hefði
sérlega djúpar víddir. Árum saman
hafa þeir tekist á líkt og um blóð-
hefndir væri að ræða. Ef til vill mætti
lýsa þessu sem sjónvarpssápu eða
nútíma Íslandssögu; lystisnekkjur,
starfsmenn haldnir hefndarþorsta
sem kjafta frá, ókeypis dagblöð með
greinum sem koma andstæðingun-
um illa, húsleitir og gegndarlaust
skítkast.
Þá segir blaðið að þegar Davíð
Oddsson, sem stendur í framvarð-
arsveit valdaelítunnar, neitaði að
lána Glitni, banka Jóns Ásgeirs, hafi
umfangsmiklar samsæriskenningar
um persónulegar hefndir fengið byr
undir báða vængi.
Davíð varðist þessu vitanlega
með því að segja að hann hefði ein-
faldlega ekki getað veitt einkabanka
svo stórt lán af skattfé borgaranna.
En ákvörðun hans var engu að síður
gagnrýnd af öðrum ástæðum.
Í sjálfheldu
Hvað sem því líður er staða Jóns Ás-
geirs erfið og sannkallaður lífróð-
ur í gangi. Hann á miklar eignir, en
erfitt er að koma þeim í verð til þess
að mæta þeim miklu skuldum sem
á þeim hvíla. Breska blaðið Financ-
ial Times greindi frá því á milli jóla
og nýárs að svo kynni að vera að ís-
lenska ríkið eignaðist hluta í breskum
verslanakeðjum hans. Má þar nefna
House of Fraser, Hamleys, Iceland og
Karen Millen. Ástæðan fyrir þessu er
að skuldum Baugs við íslenska banka
verði breytt í eignarhlut í verslunun-
um. Ekki sé vitað hversu háum skuld-
um yrði breytt í eignarhlut með þessu
fyrirkomulagi, en hins vegar verði
ekki af þessum áformum náist ekki
samningar við Landsbankann um að
affrysta eigur Landsbankans í Bret-
landi og aflétta hryðjuverkalögum
sem sett voru á bankann í október. Í
Svilar í brúðkaupi Baltasar
Kormákur er kvæntur Lilju Pálmadótt-
ur, systur eiginkonu jóns Ásgeirs.