Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2009, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2009, Blaðsíða 17
Laugardagur 3. janúar 2008 17Umræða Hver er maðurinn? „grétar Þorsteinsson.“ Hvað drífur þig áfram? „Trú á náungann og bjartsýni.“ Hvar ólstu upp? „Ég ólst upp austur á rangárvöllum.“ Hvað lékstu þér helst við sem barn? „Það var svo sem sitthvað en þótt það þyki nú væntanlega ekki merkilegt í dag þá lék ég mér meðal annars að ýmiss konar húsdýrum í formi dýrabeina. Ég rak þar stórbú.“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „Lambakjöt.“ Strengdir þú áramótaheit? „Ég er enn að hugsa það.“ Hvaða þýðingu hefur riddara- kross hinnar íslensku fálkaorðu fyrir þig? „jú, auðvitað hefur þessi heiður ákveðna þýðingu fyrir mig, en ég lít öðrum þræði á hann sem viðurkenningu fyrir störf verkalýðs- hreyfingarinnar þar sem ég hef verið þátttakandi í allmörg ár.“ Hvað ertu búinn að starfa lengi í þágu alþýðunnar? „Ég er búinn að starfa í verkalýðshreyfingunni frá því árið 1965 svo það eru komin allmörg ár síðan ég byrjaði.“ Finnst þér verkalýðsfélögin eiga langt í land með sína baráttu? „Verkalýðshreyfingin er auðvitað alltaf að fást við þau verkefni að koma málefnum verkalýðsins til betri vegar á hverjum tíma og mun væntanlega gera það um ókomna framtíð. Verkefnin sem eru fram undan núna eru auðvitað ævintýra- lega stór og erfið.“ Hvað er fram undan sem helsta baráttumál verkalýðsins, að þínu mati? „alltaf, og ekki síst þegar ástandið er eins og það er í dag, er grundvallaratriðið að tryggja sem best hlutskipti þeirra sem búa við lægstu kjörin.“ Hver er draumurinn? „Það sem er manni efst í huga er að við komumst sem allra fyrst út úr þessum hremmingum sem íslenska þjóðin er komin í og engan óraði fyrir.“ Hvernig verður árið 2009? „Það verður vonandi betra en síðasta ár.“ Petra Kolbrún PéturSdóttir 16 ára nemi „Það verður fínt, betra en síðasta ár. Ég ætla til Svíþjóðar að vinna í sumar.“ Jón Örn bogaSon 19 ára píparanemi „Það verður frábært.“ ÁSdíS Sigrún PéturSdóttir 15 ára nemi „árið 2009 verður frábært, alveg klárlega. Það byrjar vel og endar vel.“ gunnar JóHannSSon 22 ára öryggiSVörður Dómstóll götunnar grétar ÞorSteinSSon fyrrverandi forseti aSí er einn af þeim ellefu sem sæmdir voru riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu. grétar hlaut orðuna fyrir störf sín í þágu verkalýðs en hann hefur barist fyrir málefnum hans í yfir 40 ár. Trúir á náungann „gjaldþrot og lítil vinna.“ JaKob Marel ViðarSSon 19 ára nemi maður Dagsins Undanfarið hafa staðið umræður um verðtryggingu og nokkur hópur telur að verðtrygging sé óhagstæð lántak- endum. Svo langt hefur þessi kenn- ing náð, að tveir stjórnmálaflokkar vilja afnema hana eða draga úr henni. Undirritaður hefur gert rannsókn á þessu og hefur komið í ljós að und- anfarin 20 ár hafa raunvextir á óverð- tryggðum kröfum verið á bilinu 1,5% til 2% hærri en vextir á vertryggðum kröfum (sá niðurstöður á heima- síðu undirritaðs http://www3.hi.is- /~lobbi/U/lan%20og%20raunvx. htm, sjá svipaðar niðurstöður í Pen- ingamálum 2003/2 síðu 91 http:// www.sedlabanki.is/uploads/files/ PM032_8.pdf) Hér fyrir neðan sést hvaða kostn- að það hefði í för með sér ef verð- trygging væri afnumin og neyt- endur hefðu einungis úr að velja óverðtryggðum lánum, ef þróun undangenginna ára héldist. Verðtrygging kjallari guðMundur ólaFSSon hagfræðingur skrifar Afnám verðtryggingar myndi að öllum líkindum kosta lántakendur 10-13,5 millj- ónir króna í viðbót við það sem þarf að borga af venjulegum verðtryggð- um lánum nú. Tafla um 40 ára lán þar sem ekkert væri greitt af láninu fyrr en eftir 40 ár. Verðtryggt 20 5,00 120,8 óverðtryggt 20 6,50 228,3 107,5 óverðtryggt 20 7,00 279,5 158,7 lÁnStíMi 40 Ár lÁn MKr. % Á Ári Vextir eF eKKi er greitt aF lÁninu Hærri Vaxta- greiðSlur aF óVerðtryggðuM lÁnuM Tafla um lán þar sem væri greitt upp á 40 árum með jöfnum árlegum greiðslum(annuitet). Verðtryggt 20 5,00 26,6 óverðtryggt 20 6,50 36,6 9,9 óverðtryggt 20 7,00 40,0 13,4 lÁnStíMi 40 Ár lÁn MKr. % Á Ári Vextir eF eKKi er greitt aF lÁninu Hærri Vaxta- greiðSlur aF óVerðtryggðuM lÁnuM Hér að ofan sést í töflu til hægri að afnám verðtryggingar myndi að öllum líkindum kosta lántakendur 10-13,5 milljónir króna í viðbót við það sem þarf að borga af venjulegum verðtryggðum lánum nú og þykir víst öllum nóg um. mynDin ÁraMótaStilla Stillan við Hafnarfjarðarhöfn gaf fyrirheit um það blíðviðri sem búast má við næstu daga. Við sjónarröndina rís nýtt hverfi bæjarins og gefur von um betri tíð á nýju ári. Mynd raKel óSK Sigurðardóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.