Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2009, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2009, Qupperneq 18
Laugardagur 3. janúar 200818 Fókus u m h e l g i n a Arnaldur Indriðason ber enn höf- uð og herðar yfir aðra íslenska rit- höfunda þegar kemur að vinsæld- um. Nýjasta bók hans, Myrká, sló Íslandsmetið í sölu íslenskrar skáld- sögu á einu hausti, að sögn Egils Arnar Jóhannssonar, framkvæmda- stjóra Forlagsins, sem gefur út bæk- ur Arnaldar. „Harðskafi sló öll met í fyrra en Myrká gekk töluvert bet- ur,“ segir Egill. Ekki er hægt að full- yrða neitt um endanlegar sölutöl- ur á þessum tímapunkti en Myrká var prentuð í þrjátíu þúsund ein- tökum. Það er stærsta fyrsta upplag sem nokkur íslensk bók hefur verið prentuð í. „Nánast ómögulegt er að segja hvernig þetta mun fara því skilin eru eftir. Þau geta vegið ansi mikið, allt upp í þriðjung af seldum bókum fyr- ir jól. Það er því erfitt að segja hver lokastaðan verður en þó er ljóst að margir höfundar voru að ná met- sölu með bækur sínar,“ segir Eg- ill. Þar nefnir hann auk Arnaldar til að mynda Einar Kárason, Guðrúnu Evu Mínervudóttur, Auði Jónsdótt- ur, Kristínu Helgu Gunnarsdóttur og Gerði Kristnýju. Ef bækur þess- ara höfunda komi í meðaltalsskil- um sé líklega hægt að slá því föstu að þeir hafi aldrei selt meira af ein- um titli á einni jólavertíð. „Einar er sannarlega með sína mest seldu jólabók, og líklega lang- mest seldu,“ bætir Egill við en bók Einars, Ofsi, fór yfir tíu þúsund ein- taka múrinn. Hún fékk mjög góða dóma gagnrýnenda, var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaun- anna og var valin skáldsaga ársins af starfsmönnum bókaverslana. Þrjár uppseldar hjá Bjarti Guðrún Vilmundardóttir hjá Bjarti er mjög ánægð með uppskeru árs- ins. Þrjár bækur seldust upp hjá for- laginu fyrir jólin, þar af varð ein líka uppseld í verslunum, Rökkurbýsn- ir eftir Sjón. Hún var prentuð í tvö þúsund eintökum. Hinar tvær bæk- urnar eru spennusagan Vargurinn eftir Jón Hall Stefánsson, sem prent- uð var í fjögur þúsund eintökum, og Skuggamyndir úr ferðalagi eftir Óskar Árna Óskarsson en tvö þús- und eintök af henni komu úr prent- smiðjunni. „Þetta gekk ívið betur en við bjuggumst við. Þegar bækur seljast upp nokkrum dögum fyrir jól er það mikið fagnaðarefni,“ segir Guðrún. Bækur Sjóns og Óskars Árna fenguð báðar afbragðsdóma gagnrýnenda og voru tilnefndar til Íslensku bók- menntaverðlaunanna í desember- byrjun sem ætla má að hafi hjálpað til í sölunni á þeim. Þýdda spennusagan Karlar sem hata konur eftir Stieg Larsson og ít- alska matreiðslubókin Silfurskeiðin seldust einnig vel hjá Bjarti í haust. Þá var góð sala í kiljum sem gefnar voru út fyrr á árinu að sögn Guðrún- ar, til að mynda Friðþægingu eft- ir Ian McEwan en bíómynd byggð á bókinni var sýnd við miklar vin- sældir í kvikmyndahúsum framan af ári. Til marks um það er Friðþæging í fimmta sæti yfir mest seldu kiljur ársins hjá Eymundsson og Máli og menningu og tíunda sæti á heildar- lista ársins. Þriggja vikna stopp vegna bankahrunsins Guðrún segir bókavertíðina hafa verið nokkuð undarlega í ár vegna bankahrunsins. „Það stoppaði eig- inlega allt í þrjár vikur. En svo tók þetta vel við sér og maður fann þegar hjólin byrjuðu að snúast að það var ákveðinn meðbyr. Maður heyrði líka á mörgum að þeir ætluðu að gefa bók á línuna í jólagjöf þetta árið.“ Bók Steinars Braga, Konur, fékk framúrskarandi dóma í haust og seldist upp töluvert fyrir jól. Bókin átti að koma út hjá Bjarti en í miðju bókaflóðinu í haust var tilkynnt að Steinar hefði sagt skilið við for- lagið og bókin kom svo út hjá Ný- hil. „Hann ákvað að hag sínum væri betur borgið annars staðar, en við skildum í sátt,“ segir Guðrún. Að- spurð hvort þau hjá Bjarti vilji reyna að ná saman við Steinar á nýja árinu segir Guðrún ekkert í deiglunni með það. Steinar verði auðvitað að ráða því hvar hann telji hag sínum best borgið. Arnaldur og Þórarinn efstir hjá Eymundsson Myrká er mest selda bók ársins 2008 samkvæmt sölulista Eymundsson og Bókabúðar Máls og menning- ar. Í öðru sæti er kiljuútgáfa Þús- und bjartra sóla eftir Khaled Hoss- eini, höfund Flugdrekahlauparans. Barnaævintýrið Dísa ljósálfur er í þriðja sæti en þar á eftir kemur önn- ur íslensk spennusaga, Aska í kilj- uútgáfu, eftir Yrsu Sigurðardóttur. Hún kom úr í harðspjaldaútgáfu árið á undan en nýjasta bók Yrsu, Auðnin, nær ekki á topp tíu yfir mest seldu bækurnar í öllum flokkum. Auðnin er aftur á móti í þriðja sæti á listanum yfir innbundin skáld- verk ársins. Að sögn Péturs Más Ól- afssonar, útgáfustjóra Veraldar, sem gefur út bækur Yrsu, fór Auðnin út í eitthvað á þrettánda þúsund eintök- um. Það sé fjórðungi betra sala en á Ösku í fyrra. Sumarkiljan Áður en ég dey er í fimmta sæti heildarlista Eymunds- son og Máls og menningar en næsta íslenska verkið á lista er Ofsi sem vermir sjöunda sætið. Á lista inn- Fingramálverk í kjallara nú stendur yfir málverkasýning sænsku listakonunnar Ebbu Hammarski- öld í kjallara norræna hússins. Sérstaða verkanna er að listakonan málaði þau með fingrunum. Sýningunni lýkur um næstu helgi en sýningarsalurinn í kjallara NorræNa HússiNs er opinn þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 12 til 17. Jón Sæmundur Auðarson verð- ur í listamannsspjalli í Hafn- arhúsi Listasafns Reykjavíkur á morgun, sunnudag. Jón Sæ- mundur er einn listamann- anna sem á verk á sýningunni ID-LAB sem þar fer nú fram en hann hefur haft mikil áhrif á reykvíska götutísku. Slagorð Jóns Sæmundar, Sá sem óttast dauðann kann ekki að njóta lífsins, endurspeglar persónulega stöðu hans sem HIV-smitaðs einstaklings sem samið hefur frið við dauðann en lifir heilbrigðu lífi af krafti og óttaleysi. Myndlistarverk hans sem byggt er á hauskúpu og texta hefur orðið að nokkurs konar vörumerki sem borið hef- ur hugmyndfræði listamannsins langt út fyrir myndlistarheim- inn og haft áhrif á tískustrauma samtímans. ID-LAB er sýning á verkum listamanna sem nota kraftmik- il auðkenni tísku og hönnun- ar til að skoða tíðaranda sam- tímans. Listamennirnir eru allir þekktir fyrir vinnu sína sem myndlistarmenn en hafa einn- ig flestir unnið að verkefnum á sviði hönnunar og þannig haft áhrif á tísku og tíðaranda. Aðrir sem eiga verk á sýningunni eru Gjörningaklúbburinn, Hrafn- hildur Arnardóttir, Huginn Þór Arason og Katrín Ólína Péturs- dóttir en sýningarstjóri er er Ólöf K. Sigurðardóttir. Sýning- unni lýkur 11. janúar. Þess má jafnframt geta að tveimur sýningum lýkur á Kjar- valsstöðum á morgun: yfirlits- sýningu á lykilverkum Kjarvals og hinni rómuðu sýningu Braga Ásgeirssonar, Augnasinfóníu. Jón Sæmundur Auðarson verður í Hafnarhúsi á sunnudaginn: Spjall við óttalausan mann Óvissa í lost horse Óskar Ericsson stendur nú fyrir sinni fyrstu einkasýningu í Reykjavík í Gallery Lost Horse, Skólastræti 1. Á sýningunni gefur að líta þrjú mynd- bandsverk sem öll eru unnin á ný- liðnu ári. Umfjöllunarefni sýningar- inar er tvíeðli og óvissa. Óskar nam vídeólist við AKI Academy of Visual Arts and Design í Hollandi 2003- 2007 en hann hefur tekið þátt í fjölda sýninga þar í landi. Hér á landi vakti hann mikla athygli fyrir vatnsskúlpt- úr sinn, Þvottakórinn, á síðastliðinni Menningarnótt í Reykjavík. Sýningin stendur til næsta mánudags, 5. jan- úar, en safnið er opið frá klukkan 13 til 19 eða samkvæmt samkomulagi. sýningarlok hjá sigrúnu Sýningu Sigrúnar Eldjárn í Start Art, Kyrralíf, lýkur næsta miðviku- dag og því fer hver að verða síð- astur að berja verk sýningarinnar augum. Á tímum hrynjandi banka og fallandi krónu er gott að staldra við frammi fyrir kyrralífsmynd. Þar eru engin læti á yfirborðinu en undir niðri geta leynst heilu sög- urnar. Sigrún Eldjárn er þjóðþekkt fyrir myndir sínar og barnabækur. Nú síðast sendi hún frá sér bókina Eyja sólfuglsins fyrir jólin sem fékk afar jákvæð viðbrögð. sýningarlok og djass Sýningunum, Sveinn Björnsson - Sjórinn og sjávarplássið og Char- lottenborgarárin - tækifæri og ör- lög, lýkur á morgun, sunnudag. Á fyrrnefndu sýningunni eru valin málverk Sveins Björnssonar (1925- 1997) sem sýna vel hve nátengdur hann var sjónum og sjávarútvegi í listsköpun sinni. Charlottenborgar- árin er sýning sem setur verk Sveins í samhengi verka eftir lítinn hóp málara sem lagði stund á nám við Listaakademíuna í Kaupmannahöfn og sýndi saman á Charlottenborg á tímabilinu 1961-´68. Á morgun klukkan 16 verður boðið upp á síð- degisdjasstónleika með Tríó Björns Thoroddsens í kaffistofu Hafnar- borgar en Sveinn var mikill djass- unnandi. Jón Sæmundur Auðarson Hefur samið frið við dauðann. Íslandsmet á jólum káldve kanna Arnaldur Indriðason sló nýtt Íslandsmet í bóka- sölu með nýjustu bók sinni, Myrká. Fólk virðist sækja meira í skáldskap eða hreinar og beinar staðreyndir eftir bankahrunið. DV tók púlsinn á bókaforlögum og -búðum sem eru í óðaönn að púsla saman sölutölum jólabókaflóðsins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.