Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2009, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2009, Page 21
Laugardagur 3. janúar 2008 21Fókus ert sem bendir til að næstu fimm ár verði betri hjá henni. Því að það hef- ur ekki aðeins vantað marksækinn og skapandi metnað; það hefur líka vantað hina stóru „súksessa“ sem, þegar best lætur, ganga mánuðum, jafnvel misserum saman. Leikhúsið getur naumast tapað á því að einhver annar fái tækifæri til að spreyta sig. Einu vil ég bæta við sem Tinna gerði vel og er til sannrar eftirbreytni: strax eftir að hún tók við starfinu til- kynnti hún að hún myndi ekki taka að sér nein listræn verkefni í Þjóð- leikhúsinu á meðan hún réði þar húsum. Við það hefur hún staðið. Væntanlega hafa þeir skilið sneið- ina sem áttu hana. Það hefur ver- ið of mikið um það, einkum síðari árin, að leikhússtjórar séu á kafi í krefjandi sviðsetningarvinnu á með- an þeir ættu að vera að sinna starfi sínu. Leikhússtjórn er fullt starf, og ef nokkuð er vel það; alltént er þetta fólk á fullum launum, ekki hálfum. Þetta háttarlag hefur lengi verið eitt af meinum íslensks leikhúss og ég gæti sagt margt um það, en þetta er ekki staðurinn til þess. Vond staða í Borgarleikhúsi Og þá er það Leikfélag Reykjavíkur. Í Borgarleikhúsinu. Gleymum því ekki: L.R. er ekki sama og Borgarleik- húsið. Þar á er stór munur sem mér finnst stundum ekki alltaf nægur gaumur gefinn, jafnvel eins og reynt sé að breiða yfir hann. En nóg um það að sinni. Nýr leikhússtjóri tók við L.R. í haust, Magnús Geir Þórðarson. Miklar vonir voru bundnar við hann eftir góða frammistöðu á Akureyri og Magnús Geir sýndi strax að hann væri líklegur til að standa undir þeim. Sýningar haustsins tókust á heildina litið vel, góð aðsókn, gaman að koma í Borgarleikhúsið. Nú hefði mátt bú- ast við að Reykjavíkurborg myndi bregðast vel við og reyna að styrkja kröftugan leikhússtjóra í vandasamri stöðu. En hvað gerir Borgin? Jú, nú rétt fyrir jólin tilkynnir hún að hún ætli ekki að standa við samning sinn um stuðning við L.R. Hún hafi ákveð- ið að klípa heilar fimmtíu milljónir af þeirri upphæð sem átti að renna til félagsins á næsta ári. Það sé komin kreppa og Borgin eigi bágt. Það er alltaf best að nefna hlut- ina sínu rétta nafni: þetta er auðvitað ekkert annað en brot á samningi. Á milli Borgar og L.R. er í gildi samn- ingur sem kveður skýrt á um ákveð- in fjárframlög í ákveðinn tíma. Hvað gerum við ef brotið er á samningi við okkur? Við leitum að sjálfsögðu rétt- ar okkar fyrir dómstólum – eins þeg- ar ríki eða borg eiga í hlut. Það hefði L.R. tvímælalaust átt að gera – raun- ar tel ég ólíklegt að Borgin hefði kært sig um að standa í málaferlum, þeg- ar á hólminn var komið. En forráða- menn L.R. ákváðu í staðinn að beygja sig. Senda heldur frá sér auðmjúka fréttatilkynningu þar sem þeir lýstu yfir vilja til að „axla ábyrg“ í efna- hagslægðinni – sem L.R. ber reynd- ar ekki mikla ábyrgð á! Fjárhagsstaða Reykjavíkur er ugglaust ekki góð, en hún er ekki verri en svo að Borgin ætlar ekki að hækka útsvarið á okk- ur – ólíkt því sem þeir eru að gera til dæmis hjá Akureyrarbæ. Framkoma Reykjavíkuborgar í þessu máli er henni til lítillar sæmd- ar – vægt til orða tekið. Samnings- rof Reykjavíkurborgar setur L.R. í allt að því vonlausa aðstöðu. Í frétta- tilkynningu frá félaginu segir að rekstrarframlag leikhússins á næsta ári verði með þessu móti „vel undir 45% af heildartekjum leikhússins.“ Það er í mínum huga fráleitt að ætl- ast til þess að opinbert leikhús afli sér hátt í 60% allra tekna með eigin aflafé – jafnvel ekki í kreppu. Ætlast Borgin í alvöru til þess að L.R. sýni ekkert nema gefin kassastykki: far- sa, söngleiki og þess háttar? Magnús Geir tók við leikhúsinu á botninum af forvera sínum, Guðjóni Pedersen, en hann verður að fá svigrúm til að gera það sem hann dreymir um að gera. Svigrúm sem Guðjón Pedersen fékk, þrátt fyrir allt, en nýtti yfirleitt frámunalega illa. Magnús Geir er einn efnilegasti stjórnandi sem lengi hefur komið fram í leikhúsi okkar, en það er ekki hægt að ætlast til að hann geri kraftaverk. Og ef við fáum engan stuðning í því sem við erum að reyna að koma í verk, trúum á og erum til- búin að berjast fyrir, þá gefumst við á endanum upp, brennum út, missum áhugann. Er það þannig sem Reykja- víkurborg vill að fari fyrir Magnúsi Geir? Nú ætla ég að leyfa mér að vera aðeins persónulegur. Í fyrra vetur tók Guðjón Pedersen sig til og reyndi að þagga niður í mér sem leikdóm- ara. Hann var sjálfur kominn á síð- asta snúning sem leikhússtjóri og fannst víst hann þurfa að enda með glæsilegum lokahnykk. Stjór- inn beitti gamalkunnri aðferð: neit- aði fjölmiðlinum, sem ég starfa við, um boðsmiða. Þetta var nýárskveðja Leikfélags Reykjavíkur til mín. Starfs- fólk setti sumt upp fýlusvip þegar gagnrýnandinn kom í húsið – auð- vitað datt hvorki honum né blaðinu í hug að hætta að mæta. Við þetta sat þangað til Magnús Geir tók við fyrir fjórum mánuðum. Fýlan var fljót að renna af andlitunum. Allan þenn- an tíma sagði Rithöfundasamband- ið ekki neitt eða Blaðamannafélag- ið, og hafa þessi samtök þó stundum látið sem þeim væri ekki sama um íslenskt málfrelsi. En ég bjargaðist svo sem án þess. Ritstjórn DV stóð við bakið á mér, lét ekki ógna sér. Og mér þótti líka vænt um það, þeg- ar sjálfstæðismenn í menningarráði Reykjavíkurborgar sendu frá sér yfir- lýsingu þar sem gerningur Guðjóns var fordæmdur og störf mín viður- kennd. Einkum vegna þess að þar áttu í hlut einstaklingar sem ég met mikils. En nú þykir mér Bleik brugðið, Snorrabúð vera orðin stekkur. Nú ráða sjálfstæðismenn lögum og lof- um í borginni og hvað gera þeir þá: þeir keyra L.R. upp í horn með nið- urskurðarhnífinn á barka þess. Meiri er þá metnaður þeirra fyrir hönd list- arinnar ekki þegar til á að taka. En við vitum það þá: ef við horfum upp á L.R. breytast í hreinræktað búle- varðleikhús á næstu misserum, þarf ekki að fara í grafgötur með hver á mesta sök á því. Þó að – ég endur- tek það – forysta félagsins hefði get- að sýnt meiri manndóm og baráttu- vilja fyrir eigin hönd – og listarinnar. Því það er um hana sem málið snýst, þegar upp er staðið. Af öðrum vígstöðvum L.A. stendur á tímamótum; þar tók nýr leikhússtjóri við í haust, fyrsta sýningin gömul lumma sem lofaði ekki góðu. En við vonum að fall sé fararheill og að Eyjólfur hressist með hækkandi sól. Íslenska óperan frum- sýndi fjórar sýningar, ein var mjög skemmtileg, tvær svona „la – la“, ein léleg. Síðan tilkynnti Stefán óperu- stjóri í haust að þau ætluðu bara að pakka saman það sem eftir er leik- ársins. Þau væru orðin svö blönk. Þetta var furðuleg ákvörðun og ótrú- legt að enginn skuli hafa sagt neitt. Finnst fólki þetta bara allt í lagi? Ég hef sagt það áður, og segi enn: trú- lega er langbest að loka Íslensku óp- erunni og styrkja Þjóðleikhúsið sem því nemur til að annast óperulistina. Við erum lítil þjóð, við þurfum að hugsa svo margt upp á nýtt, þetta er eitt af því. Við viljum geta sýnt góðar óperur og stóri salur Þjóðleikhúss- ins er, þrátt fyrir allt, skásti kosturinn sem við eigum til þess. Af vettvangi frjálsu leikhópanna, eins og mér er tamast að kalla þá (líklega af því að þeir hétu það á meðan við vorum ung og róttæk), þaðan hefur verið heldur fátt að frétta. Vesturport var einungis með eina sýningu upp úr gamalli sænskri bíómynd sem var mislukkuð og fékk dræmar viðtökur. Annars eru Gísli Örn og Nína Björk víst að gera það gott hjá Royal Shakespeare; ég er staðráðinn að drífa mig út að sjá þau og hlakka til. Það er gott að eitthvað jákvætt skuli að frétta af samskiptum Íslendinga og Breta! Þau Hermóður og Háðvör í Hafn- arfirði virðast telja nóg að setja upp eina leiksýningu á ári, allt hitt eru gestasýningar, svona eins og í Bor- gó. Mér finnst það ekki nóg; ég vil sjá miklu öflugri starfsemi hjá leikhúsi sem nýtur jafn ríflegra styrkja og þeir félagar gera. Hús Hafnarfjarðarleik- hússins er gott leikhús; þeir mættu að vísu gera anddyrið hlýlegra og leikhúslegra, svona eins og Magn- ús Geir gerði strax í Borgarleikhús- inu. Þar komu upp tvær áhugaverðar sýningar, hvorugur að vísu á vegum H&H – en þeir segjast eiga eitthvað í pokahorninu á útmánuðum. Við sjá- um hvað setur. Aftur í pólitíkina? Og hvað er svo fram undan: fram- sókn eða stöðnun og afturför? Mun hið siðferðislega gjaldþrot íslensku þjóðarinnar endurspeglast í listrænu gjaldþroti, jafnvel víðar en í leikhús- inu? Að sjálfsögðu vonum við að svo verði ekki. Tímarnir eru mikil áskor- un fyrir allt listafólk, en hætturnar eru einnig miklar á næstu mánuðum og misserum. Þegar ég var að byrja í leikhúsinu fyrir um þrjátíu árum var „pólitískt leikhús“ mjög í tísku. Þetta var vinstri sinnað leikhús, borið uppi af fólki sem trúði í alvöru á sósíalismann, vildi beita leiklistinni gegn kapítal- ismanum. Það fór allt saman eins og það fór. Sósíalisminn hrundi á und- an kapítalismanum; menn höfðu víst ekki búist við því. Hvar stöndum við nú, þegar öll þessi miklu „idéöl“ eru gjaldþrota? Leikhúsið á að hjálpa okkur til að svara því. Ég hélt, svo ég sé alveg heiðarlegur, að ég ætti ekki eftir að þurfa að segja það, en verð samt að gera það: nú þurfum við aftur virki- lega gott pólitískt leikhús. Ekki svona svart-hvítt leikhús um vonda kapítal- ista og góða alþýðu, eins og þau voru að gæða okkur á í Alþýðuleikhúsinu sællar minningar. Nei, við þurfum gagnrýnið leikhúsið, hvasst, misk- unnarlaust, en málefnalegt, leik- hús sem leitast við að skoða málin í stærra samhengi, skilgreina stöðu okkar sem einstaklinga og þjóðar, draga þá fyrir dóm sem á að draga fyrir dóm. Ég veit að þetta hljómar almennt og óljóst, en samt ... það er alltaf listamannanna sjálfra að út- færa stefnuskrárnar, hrinda þeim í framkvæmd. Svo þakkar leikdómarinn lesend- um og leikhúsfólki fyrir samfylgdina á liðnu ári og óskar öllum árs og frið- ar. Jón Viðar Jónsson Leikhúsið og kreppan Magnús Geir Þórðarson borgarleikhússtjóri „Ætlast Borgin í alvöru til þess að L.r. sýni ekkert nema gefin kassastykki: farsa, söngleiki og þess háttar? Magnús geir tók við leikhúsinu á botninum af forvera sínum, guðjóni Pedersen, en hann verður að fá svigrúm til að gera það sem hann dreymir um að gera.“ MYND RAkel Ósk Gömul lumma greinarhöfundur segir að Músagildran sem Leikfélag akureyrar setti upp í haust sé gömul lumma sem lofi ekki góðu í byrjun stjórnartíðar hins nýja leikhússtjóra. „En við vonum að fall sé fararheill og að Eyjólfur hressist með hækkandi sól.“ MYND leikfélAG AkuReYRAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.