Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2009, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2009, Síða 32
Laugardagur 3. janúar 200832 Sport Usain Bolt Þjóðerni: jamaískur Íþrótt: Spretthlaup Fæddur: 1986 n Hversu hratt getur einn maður hlaupið? usain Bolt er sá líklegasti til að svara því. Tvö hundruð metra hlauparinn sem setti eiginlega óvart heimsmet í 100 m hlaupi. Bætti það svo umtalsvert á Ólympíuleikunum þótt hann hafi nánast farið á handahlaupi yfir marklínuna. Bolt bætti einnig heimsmet Michaels johnson í 200 metra hlaupi sem enginn átti að geta bætt. Það verður vissulega áhugavert að fylgjast með Bolt á árinu, aðeins til þess að sjá hversu hratt þessi hrokagikkur getur farið. Þeir sem eru á hinum brautunum geta hins vegar strax farið að hugsa um silfrið. Þessi maður verður ekki sigraður. Nýtt íþróttaár er hafið. Það hefst þó ekki með stór- móti í handbolta, aldrei þessu vant, en af nógu verður að taka eins og á hverju ári. Hverjir munu skara fram úr í ár? Hverjum þarf að fylgast með? Það eru auðvitað tugir og hundr- uð íþróttamanna- og kvenna sem verðugt er að fylgjast með en DV tók saman lista yfir átta einstaklinga, íslenska og erlenda, sem sérstaklega gott er að hafa auga með á komandi ári. DaviD Haye Þjóðerni: Enskur Íþrótt: Hnefaleikar Fæddur: 1980 n Er Haye maðurinn sem mun lífga við þungavigtina í hnefaleikum? Eitt er víst að eitthvað mikið þarf til þar sem úkraínsku bræðurnir Vladimir og Vitali Klitscho ráða ríkjum í þungavigtinni og hafa undir höndum öll beltin sem í boði eru. Haye tókst að verða óumdeilanlegur heimsmeistari í cruiservigt sem er þyngdarflokki neðar. Hann hefur skilað öllum beltunum og ætlar að þyngja sig upp í þungavigtina. Þar ætlar Haye sér að gera atlögu að einveldi Klitscho- bræðra. Það þarf mikið til og því er meira en verðugt að fylgjast með þessum geðþekka Breta á árinu 2009. arnór smárason Þjóðerni: Íslenskur Íþrótt: Knattspyrna Lið: Heerenveen Fæddur: 1988 n akurnesingurinn ungi sem nánast enginn vissi hver var áður en Ólafur jóhannesson kallaði hann allt í einu í landsliðið. Fyrir því er góð ástæða. arnór hefur frá árinu 2004 verið hjá Heeren- veen og farið í gegnum unglingastarfið þar og varaliðið. Þolinmæði hans og vinnusemi, ásamt óumdeilanlegum hæfileikum, hefur skilað honum í aðalliðið þar sem hann hefur verið að fá smjörþefinn af úrvalsdeildinni í Hollandi. Árangurinn er heldur ekki svo slæmur ... fimm leikir og tvö mörk. Íslenska landsliðið vantar alltaf góða menn í framlínuna. Kannski að hann finnist í síðhærðum akurnesingi árið 2009? anDrei arsHavin Þjóðerni: rússneskur Íþrótt: Knattspyrna Lið: Zenit St. Pétursborg Fæddur: 1981 n arshavin er orðinn vel þekktur í knattspyrnuheiminum. Frammistaða hans með Zenit, sem varð Evrópumeist- ari félagsliða í vor, ásamt árangri hans með rússneska landsliðinu hefur gert hann að einum heitasta leikmanni Evrópu. Hann ætlar sér nú loks að yfirgefa rússland og færa sig yfir í stærri deildir. arsenal er talið líklegast til að hreppa hnossið og veitir ekki af liðstyrk þar á bæ. arshavin er frábær knatt- spyrnumaður og verður verðugt verkefni fyrir hann að standa sig í stórri deild. Einnig verður frábært fyrir hinn almenna knattspyrnuáhugamann að sjá arshavin leika í hverri viku. margrét lára viðarsDóttir Þjóðerni: Íslensk Íþrótt: Knattspyrna Lið: Linköping Fæddur: 1986 n Margrét Lára Viðarsdóttir er ekki nýjasta nafnið í kvennaknattspyrnunni en 2009 er ár þar sem vert er að fylgjast með þessarri langbestu knattspyrnu- konu landsins. Eftir þriðja Íslandsmeist- aratitilinn í röð og enn einn markakóngs- titilinn með Val samdi hún loks, já loks, við erlent félagslið, sænska liðið Linköping. Þar fær Margrét Lára mikla samkeppni og tekur nýjum áskorunum. Einnig verður Ísland í lokakeppni EM í sumar þar sem Margrét Lára getur svo sannarlega skotið sér enn hærra upp á stjörnuhimininn. Dan gosling Þjóðerni: Enskur Íþrótt: Knattspyrna Lið: Everton Fæddur: 1990 n undrabarnið frá Brixham, dan gosling, er eitt mesta efnið á Englandi og er talinn framtíðarstjarna landsliðsins. goslin hóf að leika 16 ára með Plymouth í næstefstu deild á Englandi og fór frammistaða hans tæpast fram hjá nokkru liði í úrvalsdeildinni. Hann samdi að lokum við Everton þar sem hann leikur nú og lék sinn fyrsta leik á annan í jólum. Þar byrjaði hann inn á og lék allan leikinn sem framliggjandi miðjumaður gegn Sunderland og kórónaði frábæra frammistöðu sína með marki. Hann hefur leikið með u17, u18 og u19 ára landsliðum Englands. Sparkspekingar þar í landi segja stutt í að kallið frá Capello komi í a landsliðið. aron Pálmarsson Þjóðerni: Íslenskur Íþrótt: Handknattleikur Lið: FH Fæddur: 1990 n Þokkaleg eftirvænting var hjá mörgum handknattleiksunn- endum fyrir tímabilið í ár. Vitað var að ungur drengur, sem var að gera góða hluti með FH, ætti eftir að spila á meðal þeirra bestu. Þessi strákur sem fólk hafði heyrt um úr Hafnafirðinum er aron Pálmarsson. Sá hefur ekki valdið neinum vonbrigðum og verið besti maður Íslandsmótsins. Hann var langbesti maður u18 ára landsliðsins sem lék í úrslitakeppni u18 ára í sumar og fékk tækifæri með a-landsliðinu fyrr í haust. Þar lék hann eins og hann hefði alla tíð verið í landsliðinu og þegar tekur að hausta á þessu herrans ári 2009 verður aron Pálmarsson að berjast um leikstjórnendastöðuna hjá besta félagsliði heims, Kiel frá Þýskalandi. Hann er einnig búinn að negla niður landsliðssæti og fær enn frekar tækifæri til að sanna sig þar á æfingamóti nú strax í janúar. DaviD BeckHam Þjóðerni: Enskur Íþrótt: Knattspyrna Lið: aC Milan (að láni frá La galaxy) Fæddur: 1975 n Skærasta stjarna knattspyrnunnar er komin aftur í „alvöruna“. Ekkert Bandaríkjarugl, Beckham verður næstu mánuði lánsmaður hjá stórliði aC Milan á Ítalíu. Er Beckham búinn eða mun hann áfram dæla boltunum inn í teiginn og vera maður sem lyftir leik aC Milan? Eitt er ljóst og það er að nú verða það heimsklassa- menn sem mæta á fyrirgjafirnar hans. Það er langt á milli Schevchenko og Inzagi og svo Cobi jones, með fullri virðingu fyrir honum. Beckham í meistaradeildinni aftur. Árið 2009 er strax orðið áhugavert fótboltaár.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.