Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2009, Síða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2009, Síða 38
Laugardagur 3. janúar 200838 Tónlist Roman splæsti í RokkaRa Íslandsvinurinn og milljarða- mæringurinn roman abramovich fékk rokkarana í Kings of Leon til að skemmta fjölskyldu sinni og vinum í new York yfir hátíðirnar. Hljómsveitarmeðlimir tóku hins vegar ekki í mál að yfirgefa sínar eigin fjölskyldur svona í kringum jólin nema fyrir rétta upphæð og samkvæmt erlendum fréttamiðlum ku roman hafa borgað sveitinni heilar fimmtíu og fimm milljónir fyrir að fljúga frá nashville til new York og spila á einum tónleikum. umsjón: Krista HaLL, krista@dv.is eRlendu plötuR áRsins Bon Iver For Emma, Forever ago Bon Iver, eða Justin Vernon, sendi frá sér sína fyrstu plötu á árinu og á fyllilega skilið hrós fyrir þetta meist- araverk. Hér er á ferðinni einkar vel unnin og metnaðarfull plata sungin af manni með englarödd. Það verð- ur því spennandi að fylgjast með Bon Iver í framtíðinni. Nick Cave Dig!!! Lazarus Dig!!! Þessi fjórtánda plata eilífðarrokkar- ans Nicks Cave og hljómsveitar hans The Bad Seeds á svo sannarlega heima á lista yfir bestu plötur ársins. Að auki er þetta ein besta plata Nicks Cave til þessa. Platan er full af svört- um húmor í anda Nicks Cave og gríð- arlega kraftmikil. Ómissandi í tón- listarsafni allra sannra rokkara. Portishead Third Eftir ellefu ára bið gaf hljómsveit- in Portishead út langþráða fjórðu breiðskífu sína (að tónleikaplötunni Roseland NYC Live meðtaldri.) Það er nokkuð greinilegt að hljómsveit- in hefur notað þessi ellefu ár vel og útkoman varð þessi stórkostlega og kraftmikla plata sem svíkur engan sannan Portishead-aðdáenda. TV on the Radio Dear Science Hljómsveitin TV on the Radio sendi frá sér sína þriðju breiðskífu á árinu. Dear Science er metnaðarfull og vel mótuð plata þar sem undurfagrar raddir þeirra Tunde Adepimbe og Kyp Malone njóta sín vel. Platan hef- ur víðast hvar fengið frábæra dóma og ef þú átt hana ekki ennþá ættirðu svo sannarlega að festa kaup á þess- ari. MGMT Oracular Spectacular Nokkrir nýliðar eiga sæti á listan- um yfir bestu plötur ársins og einn þeirra er sveitin MGMT. Lagið Time To Pretend fór eins og eldur um sinu um heiminn og stimplaði MGMT sig vel inn hjá tónlistarspekúlöntum jafnt sem öðrum. Fyrsta breiðskífa þeirra Oracular Spectacular er heil- steypt og góð og býður upp á hvern slagarann á fætur öðrum. Fleet Foxes Fleet Foxes Líkt og Bon Iver og MGMT sendi Seattle-hljómsveitin Fleet Foxes frá sér sína fyrstu breiðskífu á árinu. Öllum að óvörum var hér á ferðinni ein besta plata ársins 2008. Tónlist Fleet Foxes er í anda tónlistarmanna á borð við Bob Dylan, Neil Young og fleiri tónlistarmanna sem voru áber- andi á sjöunda áratugnum. Fersk og frábær frumraun. Goldfrapp Seventh Tree Fjórða breiðskífa elektró-dans- drottningarinnar Goldfrapp kom út í byrjun árs. Seventh Tree var heldur frábrugðin plötunum Supernature og Black Cherry. Ekki eins poppuð en þess í stað undurfögur og seið- andi plata með góðum textum sem nutu sín vel með vel mótaðri og fal- legri rödd Alison Goldfrapp. Kings Of Leon Only By the Night Sitt sýndist hverjum um þessa fjórðu breiðskífu Kings of Leon. Gallhörð- um aðdáendum fannst sveitin verða of „commercial“ með útgáfu plöt- unnar en raunin er sú að hér er á ferðinni vel unnin og góð plata sem inniheldur hvern slagarann á fætur öðrum. Söngvarinn Caleb Followill er með rödd sem aldrei syngur feil- nótu og er lagið Sex on Fire án efa eitt vinsælasta lag ársins. Lil‘ Wayne The Carter III Hinn smágerði og kjaftfori Lil´Wayne átti rappárið 2008. Hann átti besta lagið (A Milli) og bestu plötuna (Tha Carter III). Með sinn óhefðbundna stíl og sinni hráu rödd stimplaði Wayne sig rækilega inn. Það er fátt í persónuleika Waynes sem bendir til annars en að hann sé kominn á toppinn til þess að vera. Það er af mörgu að taka þegar velja skal erlendu plötur ársins en á endanum eru alltaf nokkrar sem standa upp úr. Listinn yfir bestu erlendu plötur ársins er heldur breiður og inniheldur allt frá hipp hoppi til eðalrokks. mgmt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.