Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2009, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.2009, Page 40
Laugardagur 3. janúar 200940 Lífsstíll umsjón: koLbrún páLína heLgadóttir, kolbrun@dv.is náðu þér eftir jólin nú í upphafi árs eru margir að huga að því að koma líkamanum í gott form eftir jólin. jólamaturinn er oft bæði saltur og reyktur og fer stundum illa í fólk. margar þungar máltíðir í röð, ásamt kaffi og konfekti, geta tekið sinn toll. ef þið finnið fyrir því að vera uppþembd, þrútin, með höfuðverk, liðverki eða slen þá er gott að taka sér tak og hreinsa til í kerfinu. margar leiðir eru til og eru þær mishraðvirkar. til að fara milliveginn er best að vera með- vitaður um að bæta hollri og góðri fæðu inn á milli annarra máltíða og passa auk þess að hreyfa sig reglulega því það hjálpar mikið til. Góð fæða fyrir kroppinn: Vatnsmelónur Vatnsmelónur eru hvað áhrifaríkast- ar ef tilgangurinn er að losa úrgangsefni úr líkamanum. Þær eru vatnslosandi og trefjaríkar og er dásamlega gott að búa til drykk úr þeim. Þá er melónan sett í mixara og klökum bætt út í. ef steinarnir eru hafðir með þá er drykkurinn að auki orðinn trefjaríkur og þá afar hreinsandi fyrir meltingarveginn. Greip greip eru líka vatnslosandi og vítamínrík. Fyrir þá sem spekúlera mikið í basískri og súrri fæðu þá er greip gott til að gera líkamann basískari en súr líkami er uppspretta vöðvabólgu og liðverkja. Grænt te grænt te er fullt af andoxunarefnum og ætti að skipta út einum til tveimur kaffibollum á dag fyrir skammt af tei til að ná sér niður eftir hátíðarnar. Fyrir þá sem ekki drekka grænt te eru til margar tegundir af tei sem eru hreinsandi fyrir líkamann. má þar á meðal nefna engifer- og sítrónute. Grænmeti allt grænmeti er gott fyrir melting- arkerfið sem kann að vera þreytt eftir jólamatinn. Hafrar gott er að byrja nýtt ár á hafragraut í morgunmat en hafrar eru mjög trefjaríkir og fara vel í maga. Vatn, Vatn oG aftur Vatn ekki er til betri leið til að hreinsa líkamann af óæskilegum efnum en vatnsdrykkja. Boost ávaxta- og grænmetis-boost eru kjörin fæða til að ná sér eftir jólin. auk þess að vera léttir í maga þá eru svona drykkir stútfullir af vítamínum. engifer er eitt besta bætiefnið fyrir líkamann. bættu smáengifer í drykkinn og hann verður helmingi hollari fyrir vikið. Í vor verða þunnir treflar og klútar áberandi. Þú gætur glætt einföldustu dress nýju lífi með flottum klút eða fallegum trefli. Við skulum rifja upp nokkrar útfærslur á klútum frá sýningarpöllunum í haust. Þar mátti sjá klúta notaða sem belti, bundna um hárið, gerða að slaufum og notaða eins og vesti. láttu þér líða Vel 1byrjum á hárinu. berðu góða djúpnæringu í hárið frá eyrum og niður. settu plastpoka eða sturtuhettu yfir hárið á meðan þú skrúbbar líkamann frá toppi til táar með líkamsskrúbbi, því næst skaltu raka fótleggina. skolaðu líkamann og hárið vel með volgu vatni og endaðu svo sturtuna á að skella þér undir kalda bunu í nokkrar sekúndur. 2 notaðu sólarvörn alla daga ársins til að koma í veg fyrir hrukkumyndun. Þetta er svo sem ekkert leyndarmál en þú munt verða afar þakklát eftir nokkur ár fyrir þetta góða ráð. 3 gefðu húðinni extra fallegan blæ með því að blanda smá glimmeri eða annarskonar glans út í rakakremið. 4 berðu andlitsfarðann á þig með förðunarbursta með góðum hárum. áferðin verður náttúruleg og fersk. 5 ekki nudda hyljarann ofan á farðann heldur berðu hann varlega á með fingurgómunum. Þannig hylur þú það sem hylja þarf. 6 berðu nokkur lög af maskara á augnhárin, þannig gefa þau augnhárunum einstaklega góða lyftingu og draga fram augun. 7 burstaðu augabrúnirnar vel og gefðu þeim aukna fyllingu með mildum, brúnum augn-skugga. 8 berðu gloss með smá lit í á varirnar og þú ferð að verða tilbúin að hitta vini og vandamenn lítandi glæsilega út. 9 Þurkkaðu hárið, hvolfdu höfðinu á meðan hárið er enn heitt, vefðu hárinu því næst í hnút og hafðu það þannig á meðan þú farðar þig. rétt áður en þú ferð út tekurðu hnútinn úr, hvolfir höfðina á ný og spreiar það létt og þú munt sveifla þokkafullum og liðuðum lokkum. 10Veldu að lokum föt sem draga fram það besta á líkama þínum og þér líður vel í. margar konur uppLiFa eFtir jóLin að Þær haFi borðað oF mikið, soFið óregLuLega og hugsað iLLa um sig að einhVerju Leyti og taka ÞVí samkVæm- isboðum ekkert endiLega Fagnandi Þessa dagana. dV tók saman nokkur Frábær ráð tiL að ná Fram ÞVí besta á sVipstundu. áramótaHeit nú gamla árið er liðið og strengja marg- ir ýmis heit um breyttan og betri lífsstíl þessa dagana. margir hverjir hafa hins vegar ekki mikla trú á því að strengja áramóta- heit og velja því frekar að skrifa niður markmið sín fyrir nýja árið. hvort sem þú strengir eitt áramótaheit eður ei er hugmyndin að markmiðasetningunni góð. sestu niður með blað og penna og ritaðu niður þau markmið sem þú vilt ná á árinu, markmiðin mega snúa að persónulega lífinu sem og menntun og starfi. klútar út um allt Inn undir beltið Þessi svarthvíti hlébarðaklútur er mjög kúl í þessari útfærslu temperley. strekktur beinn innan undir beltið og líkist helst gæjalegu vesti.Djarfa dressið gareth pugh fer ætíð óhefðbundnar leiðir en hér nýtur fallegur og einfaldur klútur sín vel við annars speisað dressið. Þunnur í lit hjá dkny var meðal annars notast við þunnan skærgræn- an trefil til að lífga upp á bláan kjólinn. Splæstu í nælu einsog sjá má hjá dolce & gabbana getur ein stór og falleg blómanæla klætt bæði klútinn og dressið nýju lífi. Svarthvít og gróf Christian Lacroix blandaði saman ýmiss konar útfærslum af svörtu og hvítu munstri og hikaði ekki við að skella stórum röndóttum klút bundnum í slaufu við svarthvítt dressið. Bleik og dúlluleg marc jacobs lét kjólinn og trefilinn passa vel saman í sama bleika litnum en rokkaði dressið upp með svörtu hálsmeni vöfðu um klútinn. mjög smart. Klútur - trefill - belti paul smith fór óhefðbundnu leiðinni og skellti klútnum um mittið á módelinu. ef manni verður svo kalt er hentugt að luma á einum vænum klút um mittið til að vefja um hálsinn. Gæjaleg og glæsileg gucci sýndi það og sannaði að hægt er að vera glæsileg gella en töffaraleg á sama tíma. klúturinn minnir á óbundið silkibindi og er flottur með dragtinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.