Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2009, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.2009, Síða 2
þriðjudagur 10. febrúar 20092 Fréttir Seðlabankastjórarnir Davíð Odds- son og Eiríkur Guðnason gerðu mót- mælendum það ekki til geðs að láta sjá sig við Seðlabankann í gærmorg- un en þar biðu þeirra um 60 manns með það fyrir augum að varna þeim inngöngu í bankann. Blaðamaður og ljósmyndari DV náðu hins veg- ar fundum Davíðs fyrir utan heimili hans um klukkan tíu um morguninn. Davíð var á leið inn í BMW-glæsibif- reið Seðlabankans þegar blaðamað- ur reyndi að ná tali af honum. Davíð þagði og gaf til kynna með handar- hreyfingum að blaðamaður skyldi láta sig hverfa á braut. Davíð sat í far- þegasæti bifreiðarinnar þegar henni var ekið frá húsinu en virtist þó að- eins fara stuttan hring með bílnum áður en hann fór aftur heim. BMW- inum var síðan ekið á braut með bíl- stjóra Davíðs einan innanborðs. Fór ekki í klippingu Um 15 mínútum síðar var sendibif- reið ekið upp að dyrum á húsi Dav- íðs en fljótlega snúið við og keyrt í burtu þegar bílstjórinn varð var við ljósmyndara DV. Sendibifreiðin sást síðar aka niður í bílageymslu Seðla- bankans og grunaði viðstadda að verið væri að flytja bankastjórana til vinnu með bifreiðinni. Hvað sem gekk á í sendibílnum er ljóst að þar var Davíð fjarri góðu gamni því stuttu síðar yfirgaf hann heimili sitt og keyrði sjálfur á jeppa sínum vestur í bæ, lagði fyrir framan blokk og gekk þar inn. Á bílastæði bak við blokkina beið svo einkabílstjóri seðlabanka- stjóra rólegur í BMW-inum á með- an Davíð dvaldi í blokkinni í um 20 mínútur. Í fyrstu var talið að Davíð hefði farið í klippingu þar sem hár- greiðslustofa er á annarri hæð húss- ins. Blaðamaður spurði hárgreiðslu- mann sem var þar við vinnu hvort Davíð væri í klippingu hjá honum. Hann sagði svo ekki vera, móðir Dav- íðs byggi hins vegar í húsinu og hann væri líklega hjá henni. Einkabílstjóri Davíðs hélt síðan á brott en stuttu síðar kom Davíð út og keyrði á sínum eigin bíl upp á Landspítala. Sagðist vera að fara í læknisskoðun Um 60 mótmælendur biðu, eins og fyrr segir, seðlabankastjóranna við bankann í gærmorgun en gripu í tómt. Mótmælin leystust upp í há- deginu en þá hafði fréttastofa RÚV eftir Stefáni Jóhanni Stefánssyni í Seðlabankanum að báðir banka- stjórarnir hefðu sinnt störfum sínum um morguninn, bæði innan húss og utan þótt hann gæti ekki svarað því nákvæmlega hvar þeir væru stadd- ir þá stundina. Davíð virðist þó hafa haft í nógu öðru að snúast þennan morgun og vart haft mikinn tíma til að gegna embættisverkum. Þegar hann yfirgaf heimili móður sinnar hélt hann upp á Landspítala. Fyrir utan Landspítalann innti blaðamaður Davíð eftir svörum og þá sagði hann: „Sérðu ekki að ég er að fara í læknisskoðun? Hvernig stend- ur á því að þú eltir mig hér?“ Að svo mæltu hélt Davíð rakleiðis inn á spít- alann. Þegar blaðamaður ók í burtu tók hann eftir að einkabílstjórinn hafði komið sér fyrir í glæsibifreiðinni Eiríksgötumegin um það bil mínútu eftir að Davíð gekk inn í hinum enda hússins. Í þann mund sem blaðamað- ur lagði bílnum við Eiríksgötu kom hann auga á Davíð á leið út af spítal- anum um snúningsdyr. Þegar Dav- íð sá blaðamann hætti hann við, hélt áfram í snúningsdyrunum, fór heilan hring og aftur inn á spítalann. Einka- bílstjórinn hvarf á braut, einn síns liðs, eftir 20 mínútna bið. Eftir rúma klukkustund gafst blaðamaður upp á því að bíða eftir að ná tali af Davíð. Móðgar heila þjóð „Hann verður bara að fara. Þetta gengur ekki svona lengur,“ sagði Hörður Torfason, forsvarsmað- ur Radda fólksins, fyrir utan Seðla- bankann í gær. „Þetta er móðgun, ekki bara gagnvart forsætisráðherra, heldur gagnvart heilli þjóð. Við mun- um halda þessum aðgerðum áfram þangað til hann fer.“ Lögreglan var með viðbúnað við bankann fyrir há- degi en mótmælin fóru með öllu frið- samlega fram svo ekki þurfti að grípa til neinna aðgerða. Klukkan tvö staðfesti ritari Dav- íðs að hann væri mættur til vinnu og væri kominn á fund. Allar tilraun- ir til að fá svör frá formanni stjórnar Seðlabankans um framtíðaráform hans reyndust því gagnslausar í gær. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráð- herra telur ríkisstjórnina ekki hafa lagaheimildir til þess að reka seðla- bankastjórana tvo sem þráast við og neita að ganga til viðræðna um starfslok. Hún treysti hins vegar á að Alþingi muni samþykkja breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands en þær kveða á um að störf bankastjór- anna verði lögð niður. Davíð Oddsson seðlabankastjóri lagði á flótta undan spurningum blaðamanns DV í gær. Glæsileg BMW-bifreið Seðla- bankans, einkabíll Davíðs og sendibifreið komu við sögu í þeytingi Davíðs um borg- ina með viðkomu heima hjá móður hans og á Landspítalanum. Þegar blaðamaður DV náði að skiptast á orðum við Davíð sagðist seðlabankastjórinn vera á leið í læknisskoðun. Hann staldraði þó stutt við á Landspítalanum og fór heilan hring í snúningsdyrum til þess að koma sér und- an frekari spurningum. „Sérðu ekki að ég er að fara í læknisskoðun? Hvernig stendur á því að þú eltir mig hér?“ BOði lOgaSOn blaðamaður skrifar bodi@dv.is Á landspítalanum davíð sagðist vera að fara í læknisskoðun. MynD Rakel ÓSk SigURðaRDÓTTiR Beið fyrir utan bílstjóri bifreiðar Seðlabankans beið fyrir aftan spítalann. MynD Rakel ÓSk SigURðaRDÓTTiR Vildi ekki tala við blaðamann davíð vildi ekki svara hvort hann ætlaði að hitta jóhönnu Sigurðardóttur í gær. MynD Rakel ÓSk SigURðaRDÓTTiR Davíð flúði spurningar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.